Fékk kvíðakast á koddanum í Kólumbíu Stefán Árni Pálsson skrifar 17. október 2019 18:00 Sigrún Ósk og Þórunn Kristín ræða við Alejandro Muñoz í Bogota með aðstoð túlks. Sigrún Ósk Kristjánsdóttir, þáttastjórnandi í Leitinni að upprunanum á Stöð 2, segist hafa átt erfitt með svefn fyrstu nóttina í Bogota í Kólumbíu. Þangað var hún komin með Þórunni Kristínu Sigurðardóttur í leit að móður hennar og fjölskyldu. Leitin að móður Þórunnar Kristínar hafði farið fram á miklum hraða. Lykilmaður í þeirri leit var Alejandro nokkur Muñoz sem Sigrún Ósk hafði komist í samband við. Sá kólumbíski sagði vel geranlegt að finna móður Þórunnar Kristinar á skömmum tíma. Daginn fyrir brottför Sigrúnar Óskar og Þórunnar frá Íslandi sendi hann Sigrúnu Ósk póst og sagði móðurina fundna. Mikið gleðiefni en Sigrún Ósk fékk efasemdir fyrir svefninn fyrstu nóttina í kólumbísku höfuðborginni. „Þegar ég ligg á koddanum um kvöldið þá fæ ég hálfgert kvíðakast. Nú er ég mætt hingað til Kólumbíu. Ég hef enga sönnun fyrir því að þessi maður sé sá sem hann segist vera,“ sagði Sigrún Ósk í hlaðvarpinu Á bak við tjöldin á Vísi.Sjá einnig:Brotnaði niður í Kólumbíu þegar hún fékk að heyra sannleikann „Ég er búin að fá tölvupósta úr einhverju netfangi, maður sem segist vera sérfræðingur. Auðvitað var ég búin að finna fullt af myndböndum og það eru til blaðagreinar og viðtöl þannig að ég var búin að reyna eins og ég gat að tryggja að þetta væri alvöru maður sem væri búinn að finna alvöru fjölskyldu. En maður veit samt aldrei hverjum maður er að treysta oft í blindni í þessu. Ég hugsa að ég er komin með Þórunni hingað út og svo kannski mætir enginn á morgun eða það mætir einhver allt annar og fer eitthvert með okkur og rænir úr okkur líffærum,“ sagði Sigrún Ósk og hló. Alejandro Muñoz stóð svo sannarlega undir nafni. Hann heldur úti sjónvarpsþætti í Kólumbíu og aðstoðar fólk við að finna ættingja sína. Sigrún Ósk var fegin þegar hún sá framan í manninn sem hún hafði verið í samskiptum við dagana á undan. „Ég var fegin að sjá að þarna var einhver með andlit sem passaði við allt sem við höfðum séð í blöðunum.“ Hlusta má á Á bak við tjöldin hér að neðan. Kafað dýpra Leitin að upprunanum Tengdar fréttir Baráttan við krabbamein sendi Þórunni Kristínu í upprunaleit Þórunn Kristín Sigurðardóttir var ættleidd frá Kólumbíu árið 1981, aðeins nokkurra vikna gömul. 7. október 2019 10:45 „Það er ekki okkar réttur að verða foreldri, það er réttur barnsins að eiga fjölskyldu“ Elísabet Hrund Salvarsdóttir upplifði strax sterkar tilfinningar þegar hún fékk ættleidd börn sín í fangið. 6. október 2019 07:00 Brotnaði niður í Kólumbíu þegar hún fékk að heyra sannleikann Þórunn Kristín Sigurðardóttir var ættleidd frá Kólumbíu árið 1981, aðeins nokkurra vikna gömul. Hún segir að áhuginn á upprunaleit hafi kviknað fyrir um tveimur árum en hún vissi lítið sem ekkert um rætur sínar í Kólumbíu fyrr en hún skoðaði ættleiðingarskjölin sín í fyrsta skipti í sumar. 14. október 2019 10:30 Mest lesið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Lífið Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Mongólsk kjötsúpa Ása: „Þetta er bara alveg eins og íslensk kjötsúpa“ Matur Mac n' cheese frá grunni „Foodporn í boði Adams“ Matur Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Fleiri fréttir Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Sjá meira
Sigrún Ósk Kristjánsdóttir, þáttastjórnandi í Leitinni að upprunanum á Stöð 2, segist hafa átt erfitt með svefn fyrstu nóttina í Bogota í Kólumbíu. Þangað var hún komin með Þórunni Kristínu Sigurðardóttur í leit að móður hennar og fjölskyldu. Leitin að móður Þórunnar Kristínar hafði farið fram á miklum hraða. Lykilmaður í þeirri leit var Alejandro nokkur Muñoz sem Sigrún Ósk hafði komist í samband við. Sá kólumbíski sagði vel geranlegt að finna móður Þórunnar Kristinar á skömmum tíma. Daginn fyrir brottför Sigrúnar Óskar og Þórunnar frá Íslandi sendi hann Sigrúnu Ósk póst og sagði móðurina fundna. Mikið gleðiefni en Sigrún Ósk fékk efasemdir fyrir svefninn fyrstu nóttina í kólumbísku höfuðborginni. „Þegar ég ligg á koddanum um kvöldið þá fæ ég hálfgert kvíðakast. Nú er ég mætt hingað til Kólumbíu. Ég hef enga sönnun fyrir því að þessi maður sé sá sem hann segist vera,“ sagði Sigrún Ósk í hlaðvarpinu Á bak við tjöldin á Vísi.Sjá einnig:Brotnaði niður í Kólumbíu þegar hún fékk að heyra sannleikann „Ég er búin að fá tölvupósta úr einhverju netfangi, maður sem segist vera sérfræðingur. Auðvitað var ég búin að finna fullt af myndböndum og það eru til blaðagreinar og viðtöl þannig að ég var búin að reyna eins og ég gat að tryggja að þetta væri alvöru maður sem væri búinn að finna alvöru fjölskyldu. En maður veit samt aldrei hverjum maður er að treysta oft í blindni í þessu. Ég hugsa að ég er komin með Þórunni hingað út og svo kannski mætir enginn á morgun eða það mætir einhver allt annar og fer eitthvert með okkur og rænir úr okkur líffærum,“ sagði Sigrún Ósk og hló. Alejandro Muñoz stóð svo sannarlega undir nafni. Hann heldur úti sjónvarpsþætti í Kólumbíu og aðstoðar fólk við að finna ættingja sína. Sigrún Ósk var fegin þegar hún sá framan í manninn sem hún hafði verið í samskiptum við dagana á undan. „Ég var fegin að sjá að þarna var einhver með andlit sem passaði við allt sem við höfðum séð í blöðunum.“ Hlusta má á Á bak við tjöldin hér að neðan.
Kafað dýpra Leitin að upprunanum Tengdar fréttir Baráttan við krabbamein sendi Þórunni Kristínu í upprunaleit Þórunn Kristín Sigurðardóttir var ættleidd frá Kólumbíu árið 1981, aðeins nokkurra vikna gömul. 7. október 2019 10:45 „Það er ekki okkar réttur að verða foreldri, það er réttur barnsins að eiga fjölskyldu“ Elísabet Hrund Salvarsdóttir upplifði strax sterkar tilfinningar þegar hún fékk ættleidd börn sín í fangið. 6. október 2019 07:00 Brotnaði niður í Kólumbíu þegar hún fékk að heyra sannleikann Þórunn Kristín Sigurðardóttir var ættleidd frá Kólumbíu árið 1981, aðeins nokkurra vikna gömul. Hún segir að áhuginn á upprunaleit hafi kviknað fyrir um tveimur árum en hún vissi lítið sem ekkert um rætur sínar í Kólumbíu fyrr en hún skoðaði ættleiðingarskjölin sín í fyrsta skipti í sumar. 14. október 2019 10:30 Mest lesið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Lífið Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Mongólsk kjötsúpa Ása: „Þetta er bara alveg eins og íslensk kjötsúpa“ Matur Mac n' cheese frá grunni „Foodporn í boði Adams“ Matur Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Fleiri fréttir Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Sjá meira
Baráttan við krabbamein sendi Þórunni Kristínu í upprunaleit Þórunn Kristín Sigurðardóttir var ættleidd frá Kólumbíu árið 1981, aðeins nokkurra vikna gömul. 7. október 2019 10:45
„Það er ekki okkar réttur að verða foreldri, það er réttur barnsins að eiga fjölskyldu“ Elísabet Hrund Salvarsdóttir upplifði strax sterkar tilfinningar þegar hún fékk ættleidd börn sín í fangið. 6. október 2019 07:00
Brotnaði niður í Kólumbíu þegar hún fékk að heyra sannleikann Þórunn Kristín Sigurðardóttir var ættleidd frá Kólumbíu árið 1981, aðeins nokkurra vikna gömul. Hún segir að áhuginn á upprunaleit hafi kviknað fyrir um tveimur árum en hún vissi lítið sem ekkert um rætur sínar í Kólumbíu fyrr en hún skoðaði ættleiðingarskjölin sín í fyrsta skipti í sumar. 14. október 2019 10:30