Hulunni svipt af nýjum Toyota Yaris Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 17. október 2019 14:00 Nýr Yaris er væntanlegur á næsta ári. Toyota Toyota kynnti í gær nýja kynslóð af Toyota Yaris. Hann er lægri, breiðari og grimmari en áður. Fjórða kynslóðin sem kynnt var til sögunnar í gær er að öllu leyti uppfærður, hann er 40 mm lægri, 50 mm breiðari og 5 mm styttri en þriðja kynslóðin. Nýji Yaris-inn nýtir svokallaðan GA-B grunn. Sá grunnur er hluti af heildrænum hönnunarhugmyndum Toyota (Toyota New Global Architecture - TNGA). Grunnurinn svipar til GA-C sem er notaður í Prius, C-HR og nýju Corolla bílana. Í stuttu máli þýðir þetta að fjórða kynslóðin af Yaris verður sú öruggasta og stífasta hingað til. Toyota hefur meira að segja sagt um Yaris að hann sé „hannaður til að vera heimsins öruggasti smábíll.“Útlit bílsins er ekkki ósvipað nýlega útkominni Corollu. Myndirnar sem birtar hafa verið ýta undir það með rauðum og svörtum tvítóna útgáfum. Bíllinn verður fáanlegur með sprengihreyflum ásamt því að vera fáanlegur sem tvinnbíll og með rafmangs fjórhjóladrifi. Hann verður einnig fáanlegur bæði sjálf- og beinskiptur. Þá munu framsætin vera fáanleg með snúningsvirkni, sem þýðir að auðveldara verður að stíga inn í óg út úr bílnum. Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent
Toyota kynnti í gær nýja kynslóð af Toyota Yaris. Hann er lægri, breiðari og grimmari en áður. Fjórða kynslóðin sem kynnt var til sögunnar í gær er að öllu leyti uppfærður, hann er 40 mm lægri, 50 mm breiðari og 5 mm styttri en þriðja kynslóðin. Nýji Yaris-inn nýtir svokallaðan GA-B grunn. Sá grunnur er hluti af heildrænum hönnunarhugmyndum Toyota (Toyota New Global Architecture - TNGA). Grunnurinn svipar til GA-C sem er notaður í Prius, C-HR og nýju Corolla bílana. Í stuttu máli þýðir þetta að fjórða kynslóðin af Yaris verður sú öruggasta og stífasta hingað til. Toyota hefur meira að segja sagt um Yaris að hann sé „hannaður til að vera heimsins öruggasti smábíll.“Útlit bílsins er ekkki ósvipað nýlega útkominni Corollu. Myndirnar sem birtar hafa verið ýta undir það með rauðum og svörtum tvítóna útgáfum. Bíllinn verður fáanlegur með sprengihreyflum ásamt því að vera fáanlegur sem tvinnbíll og með rafmangs fjórhjóladrifi. Hann verður einnig fáanlegur bæði sjálf- og beinskiptur. Þá munu framsætin vera fáanleg með snúningsvirkni, sem þýðir að auðveldara verður að stíga inn í óg út úr bílnum.
Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent