„Ég er hryðjuverkamaður að mati Bandaríkjastjórnvalda“ Stefán Árni Pálsson skrifar 16. október 2019 11:30 Kristinn Hrafnsson gegnir nú stöðu ritstjóra Wikileaks. Þann 11. apríl síðastliðinn var Julian Assange stofnandi Wikileaks, handtekinn af bresku lögreglunni í Sendiráði Ekvador í London þar sem hann hafði fram að því notið pólitískrar verndar í sjö ár. Handtakan markaði nýjan kafla sögu Wikileaks, blaðamannasamtaka sem urðu heimsfræg árið 2010 þegar þau í samvinnu nokkra af stærstu fjölmiðlum heims við birtu trúnaðargögn frá bandaríska hernum um stríðin í Afganistan og Írak. Þar á meðal var fréttin Collateral Murder sem sýndi bandaríska hermenn stráfella óbreytta borgara í þyrluárás líkt og um tölvuleik var að ræða. „Þetta eru glæpirnir sem kallaðir eru njósnir í staðinn fyrir blaðamennsku. Ég hef talað um þessar ákærur og þessar framsalskröfur sem nú er verið að kljást við í Bretlandi eina verstu aðför að blaðamennsku á síðari tímum,“ segir Kristinn Hrafnsson í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Kristinn, margreyndur rannsóknarblaðamaður sem starfaði meðal annars á Stöð 2 við fréttaskýringaþáttinn Kompás vann að gerð Collateral Murder fréttarinnar og hefur verið meðlimur Wikileaks samtakanna síðan þá. Hann gegnir nú stöðu ritstjóra samtakanna og hefur verið ötull talsmaður Julian Assange frá því hann var fangelsaður. Julian Assange er í dag í Belmarsh-öryggisfangelsinu í Suðaustur Lundúnum. „Ef að þetta fordæmi stendur þá er það bara svo að það er enginn blaðamaður neins staðar heiminum óhultur gagnvart þessu ofstæki og ofsóknum Bandaríkjamanna. Þetta eru bandarísk stjórnvöld sem eru að skilgreina ástralskan ríkisborgara sem njósnara og ákæra hann fyrir birtingu sem fór ekki einu sinni fram í Bandaríkjunum, heldur í Evrópu.“ Kristinn vill meina að fjölmiðlar hafi jafnvel tekið þátt í ljótri ófrægingarherferð yfirvalda gegn Julian Assange. „Það er búið að mála upp þannig mynd af Julian Assange að hann sé snaróður galinn maður sem marka saur upp um alla veggi, pyntir ketti, nauðgar konum og ég veit ekki hvað og hvað. Hvernig stendur á því að blaðamenn láti það óátalið og stökkvi ekki til varnar þegar þeirra eigin hagsmunir eru svo sannarlega undir vegna fordæmisgefandi máls eins og þessa sem er sannarlega uppi. Það er mjög undarlegt.“ Lykilgögn í aðdraganda kosninganna Því hefur verið haldið fram að starfsmenn Donalds Trump hafi unnið með ríkisstjórn Rússlands, leyniþjónustu rússneska hersins og sömuleiðis Wikileaks í árás á tölvukerfi landsnefndar Demókrataflokksins í forsetakosningunum þar vestra árið 2016. Það hafi svo leitt til birtingu gagna sem hafi haft slæm áhrif á kosningabaráttu Hillary Clinton og jafnvel átt beinan þátt í því að Donald Trump varð forseti Bandaríkjanna. Er það hugsanlega ástæða þess að fjölmiðlar eru ekki að koma Julian Assange til varnar núna? „Það voru gögn frá Hillary Clinton sem höfðu slæm áhrif á kosningarnar, bara út af Hillary Clinton. Þannig virkar blaðamennska. Þú getur ekki bara skotið sendiboðann. Þetta mál 2016 er búið að fjalla með þeim hætti að það er til háborinnar skammar. Skynsamt fólk sem ég þekki hér á Íslandi hefur úthrópað mig á torgum fyrir það að hafa tekið þátt í þessu. Sem er með ólíkindum, því í grunninn fær fjölmiðillinn Wikileaks gögn í hendur frá öðrum af meginflokkum Bandaríkjanna skömmu fyrir kosninga til mikilvægasta embættis í heiminum og þessi gögn eru birt. Þau eru neikvæð fyrir frambjóðanda en það er ekki Wikileaks að kenna. Það er það sem fólst í þessum gögnum sem upplýstu um það hvernig flokkurinn vann markvisst gegn Bernie Sanders og misbeitti flokksvaldinu.“ Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur lagt ýmislegt á sig til að halda því fram að Assange sé ekki blaðamaður í ákærunum gegn honum, heldur njósnari. Undir þetta hafi margir bandarískir stjórnmálamenn tekið og hafa þessar vangaveltur verið nokkuð fyrirferðarmiklar í umfjöllunum um málið. Harðneskjulegur aðbúnaður Julian Assange hefur verið í Belmarsh-öryggisfangelsinu í Suðaustur Lundúnum síðan hann var handtekinn í apríl síðastliðnum. Þar er aðbúnaður sagður harðneskjulegur en fangelsið er stundum kallað hið breska Guantanamo. Assange er haldið algjörlega einangruðum frá umheiminum og þarf hann að dúsa í klefa sínum í allt 23 klukkustundir á sólarhring. Þess ber að geta að Julian Assange er ekki grunaður um ofbeldisglæp og þykir mörgum því grunsamlegt hvers vegna þessi háttur er hafður á. Assange hefur verið í fangelsi í tvö ár. „Ég er búinn að heimsækja hann fjórum sinnum síðan hann var handtekinn, líklegast oftar en nokkur fyrir utan lögmenn hans. Lengst af voru bara tvær heimsóknir í mánuði leyfðar. Það sér á honum. Það hefur sín áhrif að vera lokaður inni í klefa lungann af sólahringnum. Hann hefur ekki haft neinn aðgang að upplýsingum um umheiminn og veit ekkert hvað er að gerast sem er hræðileg meðferð á manni eins og honum,“ segir Kristinn og bætir við að ástand hans og aðbúnaður sé að mörgu leyti verri en hjá hryðjuverkamönnum sem eru fangelsaðir í Bretlandi. Kristni hefur síðan sjálfum verið ráðlagt frá því að ferðast til Bandaríkjanna enda hefur hann vitneskju um að hann sé þar á lista yfir grunaða í málinu gegn Julian Assange en tæknirisanum Google var gert að afhenda bandarískum yfirvöldum öll gögn um hann sjálfan á grundvelli þeirrar rannsóknar. Þá var Kristni neitað af breskum yfirvöldum að hann fengi að sjá þau gögn sem breska lögreglan hafð safnað um hann fyrir bandaríska dómsmálaráðuneytið og var sú höfnun sögð á grundvelli þarlendra hryðjuverkalaga. „Ég er hryðjuverkamaður, hluti af hryðjuverkasamtökum að mati Bandaríkjastjórnvalda. Þegar þú beitir orðalaginu að tala um fjandsamlega leyniþjónustu þá er það komið inn í þann flokk. Mér þætti forvitnilegt að vita hvort það hefði verið bankað upp á hjá Ríkislögreglustjóra og yfirvöldum hér á grundvelli þessara skilgreiningar,“ segir Kristinn sem segist verða var við það að fylgst með honum til að mynda í gegnum símann. Hann gerir ráð fyrir því að hleranir séu gerðar á honum. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag WikiLeaks Mál Julians Assange Mest lesið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Fleiri fréttir Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Sjá meira
Þann 11. apríl síðastliðinn var Julian Assange stofnandi Wikileaks, handtekinn af bresku lögreglunni í Sendiráði Ekvador í London þar sem hann hafði fram að því notið pólitískrar verndar í sjö ár. Handtakan markaði nýjan kafla sögu Wikileaks, blaðamannasamtaka sem urðu heimsfræg árið 2010 þegar þau í samvinnu nokkra af stærstu fjölmiðlum heims við birtu trúnaðargögn frá bandaríska hernum um stríðin í Afganistan og Írak. Þar á meðal var fréttin Collateral Murder sem sýndi bandaríska hermenn stráfella óbreytta borgara í þyrluárás líkt og um tölvuleik var að ræða. „Þetta eru glæpirnir sem kallaðir eru njósnir í staðinn fyrir blaðamennsku. Ég hef talað um þessar ákærur og þessar framsalskröfur sem nú er verið að kljást við í Bretlandi eina verstu aðför að blaðamennsku á síðari tímum,“ segir Kristinn Hrafnsson í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Kristinn, margreyndur rannsóknarblaðamaður sem starfaði meðal annars á Stöð 2 við fréttaskýringaþáttinn Kompás vann að gerð Collateral Murder fréttarinnar og hefur verið meðlimur Wikileaks samtakanna síðan þá. Hann gegnir nú stöðu ritstjóra samtakanna og hefur verið ötull talsmaður Julian Assange frá því hann var fangelsaður. Julian Assange er í dag í Belmarsh-öryggisfangelsinu í Suðaustur Lundúnum. „Ef að þetta fordæmi stendur þá er það bara svo að það er enginn blaðamaður neins staðar heiminum óhultur gagnvart þessu ofstæki og ofsóknum Bandaríkjamanna. Þetta eru bandarísk stjórnvöld sem eru að skilgreina ástralskan ríkisborgara sem njósnara og ákæra hann fyrir birtingu sem fór ekki einu sinni fram í Bandaríkjunum, heldur í Evrópu.“ Kristinn vill meina að fjölmiðlar hafi jafnvel tekið þátt í ljótri ófrægingarherferð yfirvalda gegn Julian Assange. „Það er búið að mála upp þannig mynd af Julian Assange að hann sé snaróður galinn maður sem marka saur upp um alla veggi, pyntir ketti, nauðgar konum og ég veit ekki hvað og hvað. Hvernig stendur á því að blaðamenn láti það óátalið og stökkvi ekki til varnar þegar þeirra eigin hagsmunir eru svo sannarlega undir vegna fordæmisgefandi máls eins og þessa sem er sannarlega uppi. Það er mjög undarlegt.“ Lykilgögn í aðdraganda kosninganna Því hefur verið haldið fram að starfsmenn Donalds Trump hafi unnið með ríkisstjórn Rússlands, leyniþjónustu rússneska hersins og sömuleiðis Wikileaks í árás á tölvukerfi landsnefndar Demókrataflokksins í forsetakosningunum þar vestra árið 2016. Það hafi svo leitt til birtingu gagna sem hafi haft slæm áhrif á kosningabaráttu Hillary Clinton og jafnvel átt beinan þátt í því að Donald Trump varð forseti Bandaríkjanna. Er það hugsanlega ástæða þess að fjölmiðlar eru ekki að koma Julian Assange til varnar núna? „Það voru gögn frá Hillary Clinton sem höfðu slæm áhrif á kosningarnar, bara út af Hillary Clinton. Þannig virkar blaðamennska. Þú getur ekki bara skotið sendiboðann. Þetta mál 2016 er búið að fjalla með þeim hætti að það er til háborinnar skammar. Skynsamt fólk sem ég þekki hér á Íslandi hefur úthrópað mig á torgum fyrir það að hafa tekið þátt í þessu. Sem er með ólíkindum, því í grunninn fær fjölmiðillinn Wikileaks gögn í hendur frá öðrum af meginflokkum Bandaríkjanna skömmu fyrir kosninga til mikilvægasta embættis í heiminum og þessi gögn eru birt. Þau eru neikvæð fyrir frambjóðanda en það er ekki Wikileaks að kenna. Það er það sem fólst í þessum gögnum sem upplýstu um það hvernig flokkurinn vann markvisst gegn Bernie Sanders og misbeitti flokksvaldinu.“ Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur lagt ýmislegt á sig til að halda því fram að Assange sé ekki blaðamaður í ákærunum gegn honum, heldur njósnari. Undir þetta hafi margir bandarískir stjórnmálamenn tekið og hafa þessar vangaveltur verið nokkuð fyrirferðarmiklar í umfjöllunum um málið. Harðneskjulegur aðbúnaður Julian Assange hefur verið í Belmarsh-öryggisfangelsinu í Suðaustur Lundúnum síðan hann var handtekinn í apríl síðastliðnum. Þar er aðbúnaður sagður harðneskjulegur en fangelsið er stundum kallað hið breska Guantanamo. Assange er haldið algjörlega einangruðum frá umheiminum og þarf hann að dúsa í klefa sínum í allt 23 klukkustundir á sólarhring. Þess ber að geta að Julian Assange er ekki grunaður um ofbeldisglæp og þykir mörgum því grunsamlegt hvers vegna þessi háttur er hafður á. Assange hefur verið í fangelsi í tvö ár. „Ég er búinn að heimsækja hann fjórum sinnum síðan hann var handtekinn, líklegast oftar en nokkur fyrir utan lögmenn hans. Lengst af voru bara tvær heimsóknir í mánuði leyfðar. Það sér á honum. Það hefur sín áhrif að vera lokaður inni í klefa lungann af sólahringnum. Hann hefur ekki haft neinn aðgang að upplýsingum um umheiminn og veit ekkert hvað er að gerast sem er hræðileg meðferð á manni eins og honum,“ segir Kristinn og bætir við að ástand hans og aðbúnaður sé að mörgu leyti verri en hjá hryðjuverkamönnum sem eru fangelsaðir í Bretlandi. Kristni hefur síðan sjálfum verið ráðlagt frá því að ferðast til Bandaríkjanna enda hefur hann vitneskju um að hann sé þar á lista yfir grunaða í málinu gegn Julian Assange en tæknirisanum Google var gert að afhenda bandarískum yfirvöldum öll gögn um hann sjálfan á grundvelli þeirrar rannsóknar. Þá var Kristni neitað af breskum yfirvöldum að hann fengi að sjá þau gögn sem breska lögreglan hafð safnað um hann fyrir bandaríska dómsmálaráðuneytið og var sú höfnun sögð á grundvelli þarlendra hryðjuverkalaga. „Ég er hryðjuverkamaður, hluti af hryðjuverkasamtökum að mati Bandaríkjastjórnvalda. Þegar þú beitir orðalaginu að tala um fjandsamlega leyniþjónustu þá er það komið inn í þann flokk. Mér þætti forvitnilegt að vita hvort það hefði verið bankað upp á hjá Ríkislögreglustjóra og yfirvöldum hér á grundvelli þessara skilgreiningar,“ segir Kristinn sem segist verða var við það að fylgst með honum til að mynda í gegnum símann. Hann gerir ráð fyrir því að hleranir séu gerðar á honum. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag WikiLeaks Mál Julians Assange Mest lesið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Fleiri fréttir Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Sjá meira