Hollensk fjölskylda sem beið eftir heimsendi fannst í kjallara Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. október 2019 22:15 Sveitabærinn sem fjölskyldan hélt til á. epa/Wilbert Bijzitter Fjölskylda sem varði níu árum í kjallara í bið eftir „heimsendi“ fannst af hollensku lögreglunni eftir að einn fjölskyldumeðlimanna mætti á bar í nágrenni heimilisins. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. „Fjölskyldufaðirinn,“ sem er 58 ára gamall bjó á bóndabýli í Drenthe héraði í norðurhlut Hollands ásamt sex öðrum fullorðnum einstaklingum á aldrinum 18 til 25 ára. Hópurinn fannst eftir að einn sexmenninganna pantaði sér bjór á bar í nágrannabænum Ruinerwold. Þar sagði hann starfsfólki barsins að hann þyrfti á hjálp að halda. Eldri maðurinn var upphaflega talinn vera faðir hinna íbúanna en sveitarstjóri Ruinerwold, Roger de Groot, sagði í samtali við fréttamenn að svo væri ekki. Þá væri hann heldur ekki eigandi býlisins. „Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt,“ bætti de Groot við. Samkvæmt fréttastofu RTV Drenthe hafði fjölskyldan búið á býlinu í algerri einangrun og biði hún eftir heimsendi.Fjölskyldan hafði ekki verið samskiptum við umheiminn í mörg ár.epa/Wilbert BijzitterEigandi barsins, Chris Westerbeek, lýsti því við fréttamiðilinn hvernig einn fjölskyldumeðlimanna hafði gengið inn á barinn, pantað sér fimm bjóra og drukkið þá alla. „Ég spjallaði við hann og hann sagði mér þá að hann hafi flúið og þyrfti á hjálp að halda… þá hringdum við á lögregluna.“ „Hárið hans var sítt, skegg hans var skítugt, hann klæddist gömlum fötum og virtist mjög áttaviltur. Hann sagðist aldrei hafa gengið í skóla og hefði ekki farið í klippingu í níu ár,“ bætti Westerbeek við. „Hann sagðist eiga bræður og systur sem byggju á sveitabænum. Hann sagðist vera elstur og vildi stöðva það hvernig þau byggju.“ Eftir tilkynningu bareigandans fóru lögreglumenn að sveitabænum og framkvæmdu þar leit. Þar fundu þeir falinn stigagang á bak við skáp í stofu hússins sem lá niður í kjallarann þar sem fjölskyldan bjó.Hier zat klaarblijkelijk een gezin ondergedoken, wachtende op het einde der tijden. Ligt aan een kanaal, paar kilometer buiten het dorp. Volop onderzoek. We worden op afstand gehouden. #bizar #Ruinerwold pic.twitter.com/dUDY8D74cR — Mark Mensink (@IntoBits) October 15, 2019 Í Ruinerwold búa tæplega 3.000 manns og er sveitabærinn rétt utan við bæinn. Á sveitabænum, sem er lítið sýnilegur vegna trjáa, er bæði grænmetisgarður og ein geit. Nágranni sagði í samtali við hollenska fréttamiðla að hann hafi bara séð einn mann á sveitabænum í gegn um tíðina og aldrei nein börn. Þá hafi verið ýmis dýr á bænum svo sem gæsir og hundur. Bréfberinn á svæðinu sagði þá að hann hafi aldrei borið út póst á býlið. Lögreglan á svæðinu hefur staðfest að 58 ára gamli maðurinn hafi verið handtekinn og verið væri að rannsaka málið nú en maðurinn hafði ekki verið samvinnuþýður. „Í gær barst okkur tilkynning um áhyggjur á lifnaðarháttum fólks sem var búsett í hás í Buitenhuizerweg í #Ruinerwold,“ skrifaði lögreglan á Twitter. „Við fórum þangað.“Gisteren heeft zich iemand bij ons gemeld die zich zorgen maakte om de leefomstandigheden van mensen in een woning aan de Buitenhuizerweg in #Ruinerwold. Zij zouden daar in een afgesloten ruimte verblijven. Wij zijn daar heen gegaan. — Politie Drenthe (@poldrenthe) October 15, 2019 „Enn er mörgum spurningum ósvarað,“ söguð þeir og bættu við að rannsókn væri nú í fullum gangi. Ekki er ljóst hve lengi fjölskyldan hefur haldið til í kjallaranum eða hvað kom fyrir móður barnanna en sveitastjórinn sagði að hún hafi látist fyrir nokkru síðan. Holland Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira
Fjölskylda sem varði níu árum í kjallara í bið eftir „heimsendi“ fannst af hollensku lögreglunni eftir að einn fjölskyldumeðlimanna mætti á bar í nágrenni heimilisins. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. „Fjölskyldufaðirinn,“ sem er 58 ára gamall bjó á bóndabýli í Drenthe héraði í norðurhlut Hollands ásamt sex öðrum fullorðnum einstaklingum á aldrinum 18 til 25 ára. Hópurinn fannst eftir að einn sexmenninganna pantaði sér bjór á bar í nágrannabænum Ruinerwold. Þar sagði hann starfsfólki barsins að hann þyrfti á hjálp að halda. Eldri maðurinn var upphaflega talinn vera faðir hinna íbúanna en sveitarstjóri Ruinerwold, Roger de Groot, sagði í samtali við fréttamenn að svo væri ekki. Þá væri hann heldur ekki eigandi býlisins. „Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt,“ bætti de Groot við. Samkvæmt fréttastofu RTV Drenthe hafði fjölskyldan búið á býlinu í algerri einangrun og biði hún eftir heimsendi.Fjölskyldan hafði ekki verið samskiptum við umheiminn í mörg ár.epa/Wilbert BijzitterEigandi barsins, Chris Westerbeek, lýsti því við fréttamiðilinn hvernig einn fjölskyldumeðlimanna hafði gengið inn á barinn, pantað sér fimm bjóra og drukkið þá alla. „Ég spjallaði við hann og hann sagði mér þá að hann hafi flúið og þyrfti á hjálp að halda… þá hringdum við á lögregluna.“ „Hárið hans var sítt, skegg hans var skítugt, hann klæddist gömlum fötum og virtist mjög áttaviltur. Hann sagðist aldrei hafa gengið í skóla og hefði ekki farið í klippingu í níu ár,“ bætti Westerbeek við. „Hann sagðist eiga bræður og systur sem byggju á sveitabænum. Hann sagðist vera elstur og vildi stöðva það hvernig þau byggju.“ Eftir tilkynningu bareigandans fóru lögreglumenn að sveitabænum og framkvæmdu þar leit. Þar fundu þeir falinn stigagang á bak við skáp í stofu hússins sem lá niður í kjallarann þar sem fjölskyldan bjó.Hier zat klaarblijkelijk een gezin ondergedoken, wachtende op het einde der tijden. Ligt aan een kanaal, paar kilometer buiten het dorp. Volop onderzoek. We worden op afstand gehouden. #bizar #Ruinerwold pic.twitter.com/dUDY8D74cR — Mark Mensink (@IntoBits) October 15, 2019 Í Ruinerwold búa tæplega 3.000 manns og er sveitabærinn rétt utan við bæinn. Á sveitabænum, sem er lítið sýnilegur vegna trjáa, er bæði grænmetisgarður og ein geit. Nágranni sagði í samtali við hollenska fréttamiðla að hann hafi bara séð einn mann á sveitabænum í gegn um tíðina og aldrei nein börn. Þá hafi verið ýmis dýr á bænum svo sem gæsir og hundur. Bréfberinn á svæðinu sagði þá að hann hafi aldrei borið út póst á býlið. Lögreglan á svæðinu hefur staðfest að 58 ára gamli maðurinn hafi verið handtekinn og verið væri að rannsaka málið nú en maðurinn hafði ekki verið samvinnuþýður. „Í gær barst okkur tilkynning um áhyggjur á lifnaðarháttum fólks sem var búsett í hás í Buitenhuizerweg í #Ruinerwold,“ skrifaði lögreglan á Twitter. „Við fórum þangað.“Gisteren heeft zich iemand bij ons gemeld die zich zorgen maakte om de leefomstandigheden van mensen in een woning aan de Buitenhuizerweg in #Ruinerwold. Zij zouden daar in een afgesloten ruimte verblijven. Wij zijn daar heen gegaan. — Politie Drenthe (@poldrenthe) October 15, 2019 „Enn er mörgum spurningum ósvarað,“ söguð þeir og bættu við að rannsókn væri nú í fullum gangi. Ekki er ljóst hve lengi fjölskyldan hefur haldið til í kjallaranum eða hvað kom fyrir móður barnanna en sveitastjórinn sagði að hún hafi látist fyrir nokkru síðan.
Holland Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira