NIVEA Q10 Sensitive kremið er sérstaklega þróað fyrir viðkvæma húð. Það er ilmefnalaust og mjög rakagefandi. Í Q10 Sensitive er einnig kreatín og kóensímið Q10 sem saman hjálpa húðfrumunum að endurnýja sig og nýta orkuforða sinn og sporna þannig gegn öldrunaráhrifum.
Dagkremið er eins og fyrr segir mjög rakagefandi og í því er einnig sólarvarnarstuðull 15 sem dregur úr neikvæðum áhrifum sólarljóss á húðina. Eftir aðeins fjögurra vikna notkun á NIVEA Q10 Sensitive vörunum má merkja hvað húðin verður sléttari og á allan hátt heilbrigðari. Í Q10 Sensitive línunni er bæði dagkrem og næturkrem.

Það er vitað mál að góð slökun og notalegheit hafa góð áhrif á líkamann og húðina í leiðinni. Þess vegna fá lesendur Vísis tækifæri til að taka þátt í leik hér fyrir neðan og freista þess að vinna glæsilega dekurvinninga. Aðeins þarf að svara krossaprófinu hér fyrir neðan.
Í vinning er; Gisting fyrir tvo í deluxe herbergi ásamt morgunmat á Northern Light Inn, flot fyrir tvo í Aurora Floating, aðgengi að heilsulind, þriggja rétta kvöldverður fyrir tvo.