Hyundai Nexo hreinsar loft í akstri Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 14. október 2019 14:00 Hyundai Nexo hreinsar loft. Hyundai Í tilraun Hyundai til að athuga hversu mikið loft rafknúni vetnisbíllinn Nexo hreinsar af lofti í akstri á mánaðartímabili kom í ljós að hann hreinsar rúmlega 900 kg. Það samsvarar öndun fullorðins einstaklings í tvo mánuði. Tilraunin fór fram á götum Lundúna. Alls var bílnum ekið 563,3 km í 31 dag eftir fyrirframákveðinni leið í borginni, m.a. Marylebone Road og Park Lane, þar sem loftmengun og göturyk er að jafnaði mikið. Aðilar frá London University College komu að skipulagi á leiðarvalinu auk þess sem háskólinn yfirfór tölfræði tilraunarinnar þar sem magn köfnunarefnisdíoxíðs (NO2) og svifryks (PM) var mælt. Kom í ljós að á þessu 31 dags tímabili hreinsaði Nexo 918,75 kg af lofti sem samsvarar öndun fullorðins einstaklings í 60 daga, eða 1.455 fullorðinna á einni klukkustund.Heldur eftir 99,9% fínagnaEfnarafall Nexo umbreytir vetni af tankinum í rafmagn sem hlaðið er á rafhlöðu og rafmótor bílsins. Eina losun bílsins að lokinni umbreytingunni er 99,9% hrein vatnsgufa og súrefni sem farið hefur í gegnum háþróað lofthreinsikerfi með síum sem halda eftir mjög fínu ryki (PM2,5). Losunin er því mun hreinni en andrúmslotið er að jafnaði í umferðarþungu þéttbýli.Síjur úr Nexo fyrir og eftir tilraunina.HyundaiLofthreinsikerfi Nexo Í lofthreinsikerfi Nexo fer andrúmsloftið utan bílsins í gegnum þrjú stig síunar. Fyrst fer loftið í gegnum háþróaða síu sem tekur í sig 97% ofurfínna smáagna auk skaðlegra lofttegunda á borð við brennisteinsdíoxíð og köfnunarefnisdíoxíð. Þau 3% agna sem sleppa fara næst með loftinu í gegnum rakasíu (þrep tvö) þar sem agnirnar frásogast áður en loftið fer í gegnum sveimskilju úr koltrefjarpappír (Diffusion Layer) sem er hluti af búnaði efnarafalsins sem að breytir vetninu í rafmagn. Á stigi tvö og þrjú frásogast 2,9% agnanna sem eftir voru. Þannig heldur Nexo 99,9% fíngerðra agna og skaðlegra gastegunda eftir í síukerfi bílsins og skilar þannig mun hreinna lofti en almennt er í andrúmslofti í þéttbýlinu.Um Nexo Rafmótor bílsins er 120 kW og 163 hestöfl og togar mótorinn allt að 395 Nm. Hröðun úr kyrrstöðu í 100 km/klst. er 9,2 sekúndur og 7,4 sek. frá 80 km hraða í 100. Hámarkshraði er 179 km/klst. Eldsneytisrými vetnis er 156,6 lítrar (6,3 kg) og dregur Nexo um allt að 666 km á tankinum samkvæmt mælistaðli WLTP sem er sérstaklega góð orkunýting. Eins og með alla bíla óháð orkugjafa fer nýting eldsneytisins eftir ökulagi, veðuraðstæðum og fleiri þáttum. Ekki þarf að hlaða rafhlöðu bílsins sérstaklega. Nexo þolir „kaldstart“ í allt að -30°C og hentar bíllinn því norðlægum heimshlutum eins og Íslandi afar vel. Bílar Umhverfismál Tengdar fréttir Hyundai setur upp flugbíladeild Huyndai, bílaframleiðandi sem hingað til hefur einbeitt sér að götubílum hefur sett upp flugbíladeild. Markmiðið er að draga úr umferðahnútum og koma á flugsamgöngum innan þéttbýlis. 2. október 2019 14:00 Elliott kallar eftir breytingum hjá Hyundai Vogunarsjóðurinn Elliott Management krefst þess að Huyndai Motors greiði fjárfestum átta milljarða punda og endurskoði allir einingar sem ekki heyri undir kjarnastarfsemi. 14. nóvember 2018 10:00 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent
Í tilraun Hyundai til að athuga hversu mikið loft rafknúni vetnisbíllinn Nexo hreinsar af lofti í akstri á mánaðartímabili kom í ljós að hann hreinsar rúmlega 900 kg. Það samsvarar öndun fullorðins einstaklings í tvo mánuði. Tilraunin fór fram á götum Lundúna. Alls var bílnum ekið 563,3 km í 31 dag eftir fyrirframákveðinni leið í borginni, m.a. Marylebone Road og Park Lane, þar sem loftmengun og göturyk er að jafnaði mikið. Aðilar frá London University College komu að skipulagi á leiðarvalinu auk þess sem háskólinn yfirfór tölfræði tilraunarinnar þar sem magn köfnunarefnisdíoxíðs (NO2) og svifryks (PM) var mælt. Kom í ljós að á þessu 31 dags tímabili hreinsaði Nexo 918,75 kg af lofti sem samsvarar öndun fullorðins einstaklings í 60 daga, eða 1.455 fullorðinna á einni klukkustund.Heldur eftir 99,9% fínagnaEfnarafall Nexo umbreytir vetni af tankinum í rafmagn sem hlaðið er á rafhlöðu og rafmótor bílsins. Eina losun bílsins að lokinni umbreytingunni er 99,9% hrein vatnsgufa og súrefni sem farið hefur í gegnum háþróað lofthreinsikerfi með síum sem halda eftir mjög fínu ryki (PM2,5). Losunin er því mun hreinni en andrúmslotið er að jafnaði í umferðarþungu þéttbýli.Síjur úr Nexo fyrir og eftir tilraunina.HyundaiLofthreinsikerfi Nexo Í lofthreinsikerfi Nexo fer andrúmsloftið utan bílsins í gegnum þrjú stig síunar. Fyrst fer loftið í gegnum háþróaða síu sem tekur í sig 97% ofurfínna smáagna auk skaðlegra lofttegunda á borð við brennisteinsdíoxíð og köfnunarefnisdíoxíð. Þau 3% agna sem sleppa fara næst með loftinu í gegnum rakasíu (þrep tvö) þar sem agnirnar frásogast áður en loftið fer í gegnum sveimskilju úr koltrefjarpappír (Diffusion Layer) sem er hluti af búnaði efnarafalsins sem að breytir vetninu í rafmagn. Á stigi tvö og þrjú frásogast 2,9% agnanna sem eftir voru. Þannig heldur Nexo 99,9% fíngerðra agna og skaðlegra gastegunda eftir í síukerfi bílsins og skilar þannig mun hreinna lofti en almennt er í andrúmslofti í þéttbýlinu.Um Nexo Rafmótor bílsins er 120 kW og 163 hestöfl og togar mótorinn allt að 395 Nm. Hröðun úr kyrrstöðu í 100 km/klst. er 9,2 sekúndur og 7,4 sek. frá 80 km hraða í 100. Hámarkshraði er 179 km/klst. Eldsneytisrými vetnis er 156,6 lítrar (6,3 kg) og dregur Nexo um allt að 666 km á tankinum samkvæmt mælistaðli WLTP sem er sérstaklega góð orkunýting. Eins og með alla bíla óháð orkugjafa fer nýting eldsneytisins eftir ökulagi, veðuraðstæðum og fleiri þáttum. Ekki þarf að hlaða rafhlöðu bílsins sérstaklega. Nexo þolir „kaldstart“ í allt að -30°C og hentar bíllinn því norðlægum heimshlutum eins og Íslandi afar vel.
Bílar Umhverfismál Tengdar fréttir Hyundai setur upp flugbíladeild Huyndai, bílaframleiðandi sem hingað til hefur einbeitt sér að götubílum hefur sett upp flugbíladeild. Markmiðið er að draga úr umferðahnútum og koma á flugsamgöngum innan þéttbýlis. 2. október 2019 14:00 Elliott kallar eftir breytingum hjá Hyundai Vogunarsjóðurinn Elliott Management krefst þess að Huyndai Motors greiði fjárfestum átta milljarða punda og endurskoði allir einingar sem ekki heyri undir kjarnastarfsemi. 14. nóvember 2018 10:00 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent
Hyundai setur upp flugbíladeild Huyndai, bílaframleiðandi sem hingað til hefur einbeitt sér að götubílum hefur sett upp flugbíladeild. Markmiðið er að draga úr umferðahnútum og koma á flugsamgöngum innan þéttbýlis. 2. október 2019 14:00
Elliott kallar eftir breytingum hjá Hyundai Vogunarsjóðurinn Elliott Management krefst þess að Huyndai Motors greiði fjárfestum átta milljarða punda og endurskoði allir einingar sem ekki heyri undir kjarnastarfsemi. 14. nóvember 2018 10:00