Ingólfur greiðir sér 300 milljónir í skugga launalækkana starfsmanna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. október 2019 12:07 Ingólfur Abrahim Shahin hefur efnast vel hjá Guide to Iceland. Guide to Iceland Bókunarfyrirtækið Guide to Iceland hagnaðist um 795 milljónir króna eftir skatt í fyrra. Hagnaðurinn árið á undan var 690 milljónir króna. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins sem Mbl greindi frá fyrir helgi. Xiaochen Tian, framkvæmdastjóri Guide to Iceland, sagði að stjórn félagsins hefði ákveðið að greiða 563 milljónir króna í arð. Stjórnarformaður Guide to Iceland er Ingólfur Abrahim Shahin sem á rúmlega 55 prósenta hlut í félaginu. Ingólfur fær því rúmlega 300 milljónir króna í arðgreiðslur fyrir síðasta ár. Þetta er annað árið í röð sem Ingólfur greiðir sér 300 milljóna króna arð út úr fyrirtækinu. Athygli vakti í sumar þegar Guide to Iceland sagði upp ellefu starfsmönnum og starfsfólk var látið taka á sig launalækkun. Var um að ræða viðbrögð vegna gjaldþrots WOW air. Stundin hefur fjallað töluvert um málefni starfsfólks Guide to Iceland. Í frétt miðilsins fyrir ári var greint frá því að starfsfólkinu væri gert að setja upp sérstakt forrit á tölvum sínum sem gerir yfirmönnum kleift að fylgjast náið með því sem starfsmenn gera í tölvum sínum á vinnutíma. Gætti nokkurrar óánægju meðal starfsmanna með eftirlitið. Þá sagði ritstjóri vefblaðsins Guide to Iceland Now að Ingólfur hefði rekið hana úr starfi þegar hún neitaði að nýta frítíma sinn í að skrifa fréttir fyrir fyrirtækið. Ingólfur, sem er 38 ára, keypti sér fasteign á síðasta ári og var hún ekki af verri endanum. Um er að ræða 433 fermetra einbýlishús við Fjölnisveg 11 en húsið hefur meðal annars verið í eigu Hannesar Smárasonar, Skúla Mogensen og Guðmundar Kristjánssonar í Brim. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Guide to Iceland segir upp fólki og lækkar laun Ellefu starfsmönnum á skrifstofu bókunarvefsins og ferðaþjónustufyrirtækisins Guide to Iceland hefur verið sagt upp síðan WOW air varð gjaldþrota. 5. júní 2019 14:13 Guide to Iceland fær rúmlega 2 milljarða fjárfestingu Bandaríska ráðgjafa- og eignarstýringafyrirtækið State Street Global Advisors hefur fjárfest í bókunarfyrirtækinu Guide to Iceland fyrir 20 milljónir bandaríkjadala 7. september 2018 13:27 Leiðsögumenn segja Guide to Iceland hafa klúðrað jólum hátt í 40 ferðamanna Finnbogi Þorkell Jónsson og Halldór Kristinn Haraldsson ætla ekki framar að taka að sér verkefni fyrir ferðaþjónustufyrirtækið Guide to Iceland. 28. desember 2018 16:00 Fyrirtækið Guide to Iceland greiðir 600 milljóna króna arð Guide to Iceland sem rekur markaðstorg fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki hagnaðist um 676 milljónir króna á síðasta ári. Tekjuvöxtur fyrirtækisins nam 70 prósentum á milli ára. Vinna að því að fara í útrás með hugbúnaðinn. 30. júlí 2018 07:30 Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira
Bókunarfyrirtækið Guide to Iceland hagnaðist um 795 milljónir króna eftir skatt í fyrra. Hagnaðurinn árið á undan var 690 milljónir króna. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins sem Mbl greindi frá fyrir helgi. Xiaochen Tian, framkvæmdastjóri Guide to Iceland, sagði að stjórn félagsins hefði ákveðið að greiða 563 milljónir króna í arð. Stjórnarformaður Guide to Iceland er Ingólfur Abrahim Shahin sem á rúmlega 55 prósenta hlut í félaginu. Ingólfur fær því rúmlega 300 milljónir króna í arðgreiðslur fyrir síðasta ár. Þetta er annað árið í röð sem Ingólfur greiðir sér 300 milljóna króna arð út úr fyrirtækinu. Athygli vakti í sumar þegar Guide to Iceland sagði upp ellefu starfsmönnum og starfsfólk var látið taka á sig launalækkun. Var um að ræða viðbrögð vegna gjaldþrots WOW air. Stundin hefur fjallað töluvert um málefni starfsfólks Guide to Iceland. Í frétt miðilsins fyrir ári var greint frá því að starfsfólkinu væri gert að setja upp sérstakt forrit á tölvum sínum sem gerir yfirmönnum kleift að fylgjast náið með því sem starfsmenn gera í tölvum sínum á vinnutíma. Gætti nokkurrar óánægju meðal starfsmanna með eftirlitið. Þá sagði ritstjóri vefblaðsins Guide to Iceland Now að Ingólfur hefði rekið hana úr starfi þegar hún neitaði að nýta frítíma sinn í að skrifa fréttir fyrir fyrirtækið. Ingólfur, sem er 38 ára, keypti sér fasteign á síðasta ári og var hún ekki af verri endanum. Um er að ræða 433 fermetra einbýlishús við Fjölnisveg 11 en húsið hefur meðal annars verið í eigu Hannesar Smárasonar, Skúla Mogensen og Guðmundar Kristjánssonar í Brim.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Guide to Iceland segir upp fólki og lækkar laun Ellefu starfsmönnum á skrifstofu bókunarvefsins og ferðaþjónustufyrirtækisins Guide to Iceland hefur verið sagt upp síðan WOW air varð gjaldþrota. 5. júní 2019 14:13 Guide to Iceland fær rúmlega 2 milljarða fjárfestingu Bandaríska ráðgjafa- og eignarstýringafyrirtækið State Street Global Advisors hefur fjárfest í bókunarfyrirtækinu Guide to Iceland fyrir 20 milljónir bandaríkjadala 7. september 2018 13:27 Leiðsögumenn segja Guide to Iceland hafa klúðrað jólum hátt í 40 ferðamanna Finnbogi Þorkell Jónsson og Halldór Kristinn Haraldsson ætla ekki framar að taka að sér verkefni fyrir ferðaþjónustufyrirtækið Guide to Iceland. 28. desember 2018 16:00 Fyrirtækið Guide to Iceland greiðir 600 milljóna króna arð Guide to Iceland sem rekur markaðstorg fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki hagnaðist um 676 milljónir króna á síðasta ári. Tekjuvöxtur fyrirtækisins nam 70 prósentum á milli ára. Vinna að því að fara í útrás með hugbúnaðinn. 30. júlí 2018 07:30 Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira
Guide to Iceland segir upp fólki og lækkar laun Ellefu starfsmönnum á skrifstofu bókunarvefsins og ferðaþjónustufyrirtækisins Guide to Iceland hefur verið sagt upp síðan WOW air varð gjaldþrota. 5. júní 2019 14:13
Guide to Iceland fær rúmlega 2 milljarða fjárfestingu Bandaríska ráðgjafa- og eignarstýringafyrirtækið State Street Global Advisors hefur fjárfest í bókunarfyrirtækinu Guide to Iceland fyrir 20 milljónir bandaríkjadala 7. september 2018 13:27
Leiðsögumenn segja Guide to Iceland hafa klúðrað jólum hátt í 40 ferðamanna Finnbogi Þorkell Jónsson og Halldór Kristinn Haraldsson ætla ekki framar að taka að sér verkefni fyrir ferðaþjónustufyrirtækið Guide to Iceland. 28. desember 2018 16:00
Fyrirtækið Guide to Iceland greiðir 600 milljóna króna arð Guide to Iceland sem rekur markaðstorg fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki hagnaðist um 676 milljónir króna á síðasta ári. Tekjuvöxtur fyrirtækisins nam 70 prósentum á milli ára. Vinna að því að fara í útrás með hugbúnaðinn. 30. júlí 2018 07:30