Litlu munaði að flugmaður lítillar flugvélar, sem brotlenti á Skálafellsöxl í september, hefði ekki komist frá flakinu sem varð alelda á örfáum sekúndum. Hann segir í raun kraftaverk að hann sé enn á lífi. Rætt verður við Birgi Steinar Birgisson í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Einnig fjöllum við um ástandið á landamærum Tyrklands og Sýrlands og þá gagnrýni sem tyrkneska landsliðið í knattspyrnu hefur fengið fyrir að fagna að hermannasið í leik sínum á föstudag. Mennta- og menningarmálaráðherra segir sína skoðun vera að ekki eigi að blanda saman íþróttum og stjórnmálum.
Í fréttatímanum hittum við einnig Dagmar Ósk Héðinsdóttur sem á tvö dúkkubörn en hún getur ekki átt börn sjálf.
Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og á Vísi kl. 18:30
