Aðgengi fyrir fatlaða í Viðey verulega ábótavant: „Óþolandi misrétti“ Nadine Guðrún Yaghi og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 13. október 2019 13:36 Guðjón Sigurðsson er formaður MND-félagsins. Vísir/Stöð 2 Aðgengi fyrir fatlaða í Viðey er verulega ábótavant að sögn Guðjóns Sigurðssonar, formanns MND-félagsins. Sjálfur styðst Guðjón við hjólastól. „Það bara er ófært þangað fyrir fólk í hjólastól,“ sagði Guðjón í hádegisfréttum Bylgjunnar fyrr í dag. Aðstæður við bryggjuna séu mjög slæmar. „Það er bara engin búnaður, hvorki til að taka okkur í ferjuna eða upp úr ferju eða niður í ferju.“ Á heimasíðu Viðeyjar segir að á eynni sé stígur að Viðeyjarnausti og Friðarsúlunni sem sé fær öllum hjólastólum. Guðjón segir að það breyti engu. „Það er ómögulegt fyrir mig að komast að bryggjunni upp í eyju eins og er,“ segir Guðjón. Guðjón segist margoft hafa fundað með ráðamönnum Faxaflóahafna og borgarinnar um lausnir á aðgengi fyrir hjólastóla. Endalaust sé lofað en ekkert sé gert. „[Viðey] er svona útivistarparadís Reykvíkinga segja þeir en útiloka svo ákveðinn hóp frá notkun. En þetta er ekkert nýtt.“ Guðjón segist lengi hafa reynt að vekja athygli á aðgengismálum. Hann nefnir sem dæmi að hann hafi ekki geta tekið þátt í viðburði í Viðey á dögunum þegar friðarsúlan var tendruð. „Þetta er bara höfnun og óþolandi misrétti sem þeir beita ef það hentar þeim,“ segir Guðjón.Lítið breyst á fimm árum Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Guðjón bendir á lélegt aðgengi fyrir þá sem styðjast við hjólastóla í Viðey. Í nóvember 2014 fjallaði Vísir um málið þar sem Guðjón, ásamt Arnari Helga Lárussyni, formanni SEM-samtakanna, vakti máls á sama máli. Lítið virðist þó hafa breyst síðan þá, þar sem ástandið er óbreytt, rétt tæpum fimm árum síðar. Viðtalið við Guðjón í hádegisfréttum Bylgjunnar má heyra hér að neðan. Félagsmál Reykjavík Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Aðgengi fyrir fatlaða í Viðey er verulega ábótavant að sögn Guðjóns Sigurðssonar, formanns MND-félagsins. Sjálfur styðst Guðjón við hjólastól. „Það bara er ófært þangað fyrir fólk í hjólastól,“ sagði Guðjón í hádegisfréttum Bylgjunnar fyrr í dag. Aðstæður við bryggjuna séu mjög slæmar. „Það er bara engin búnaður, hvorki til að taka okkur í ferjuna eða upp úr ferju eða niður í ferju.“ Á heimasíðu Viðeyjar segir að á eynni sé stígur að Viðeyjarnausti og Friðarsúlunni sem sé fær öllum hjólastólum. Guðjón segir að það breyti engu. „Það er ómögulegt fyrir mig að komast að bryggjunni upp í eyju eins og er,“ segir Guðjón. Guðjón segist margoft hafa fundað með ráðamönnum Faxaflóahafna og borgarinnar um lausnir á aðgengi fyrir hjólastóla. Endalaust sé lofað en ekkert sé gert. „[Viðey] er svona útivistarparadís Reykvíkinga segja þeir en útiloka svo ákveðinn hóp frá notkun. En þetta er ekkert nýtt.“ Guðjón segist lengi hafa reynt að vekja athygli á aðgengismálum. Hann nefnir sem dæmi að hann hafi ekki geta tekið þátt í viðburði í Viðey á dögunum þegar friðarsúlan var tendruð. „Þetta er bara höfnun og óþolandi misrétti sem þeir beita ef það hentar þeim,“ segir Guðjón.Lítið breyst á fimm árum Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Guðjón bendir á lélegt aðgengi fyrir þá sem styðjast við hjólastóla í Viðey. Í nóvember 2014 fjallaði Vísir um málið þar sem Guðjón, ásamt Arnari Helga Lárussyni, formanni SEM-samtakanna, vakti máls á sama máli. Lítið virðist þó hafa breyst síðan þá, þar sem ástandið er óbreytt, rétt tæpum fimm árum síðar. Viðtalið við Guðjón í hádegisfréttum Bylgjunnar má heyra hér að neðan.
Félagsmál Reykjavík Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira