Caroline Wozniacki, ein besta tenniskona heims, er þessa daganna stödd á Íslandi en hún greindi frá þessu á Twitter-síðu sinni.
Wozniacki hefur verið ein besta tenniskona heims í áraraðir en hún var meðal efst á heimslistanum árið 2010.
Nú er hún í 18. sæti heimslistans en hún vann meðal annars Opna ástralska keppnismótið á síðasta ári.
Meiðsli hafa sett strik í reikninginn upp á síðkastið en nú er hún komin í heimsókn til Íslands.
„Getur einhver giskað hvar ég er? Vísbending: Þetta er ekki mars,“ skrifaði sú danska á Twitter-síðu sína ásamt tveimur myndum frá Íslandi.
Can anyone guess where I am?! Hint: it’s not Mars pic.twitter.com/WyPvto2bgu
— Caroline Wozniacki (@CaroWozniacki) October 12, 2019