Bílaleigubræður á Suðurnesjum fá það óþvegið á Trustpilot Jakob Bjarnar skrifar 11. október 2019 15:45 Einar og Bjarki Hallssynir reka bílaleiguna FairCar og eiga nú í vök að verjast á internetinu. „Þetta er ekki þannig að við stundum það að fara út á plan og sparka í bílana til að fá sjálfsábyrgðina greidda. Við tökum myndir fyrir og eftir,“ segir Bjarki Hallsson framkvæmdastjóri FairCar-bílaleigunnar í Reykjanesbæ. „Það eru til sannanir fyrir öllu þessu.“Holskefla óhróðurs á netinu Bílaleigan, sem nú hefur starfað í sjö ár, hefur að undanförnu fengið yfir sig herfilegar umsagnir á netinu, á vef sem heitir Trustpilot. Þar hefur magnast upp nokkur ófriðarbál og er ákaft varað við bílaleigunni, bílarnir sagðir gamlir og lélegir, allt öðru vísi en um var talað og auk þess eru þeir á FairCar sakaðir um að stunda glæpsamlega starfsemi; það að senda út bakreikninga, óskýrðan aukakostnað og að rukka fyrir tilhæfulaust tjón.Ekkert vantar uppá að bræðurnir fái það óþvegið á Trustpilot. Fair Car? More like ScamCar. Og þannig gengur dælan, óhróðurinn hrannast upp.Bjarki vísar þessu alfarið á bug og segir tvær hliðar á þessari sögu. „Það sem bílaleigur gera er að þær taka aðeins heimild til að staðfesta að eiginábyrgð viðskiptavina sé til ráðstöfunar á kortinu. Þannig að upphæðin er ekki tekin út af kortinu. Það eru strangar reglur sem við þurfum að fylgja frá kortafyrirtækjunum, þetta er ekki eins og bílaleigan geti tekið af kortum viðskiptavinarins eins og þeim þóknast. Það eru gróusögur, þetta virkar ekki þannig,“ segir Bjarki og bætir því að ef hann gæti valið væru engin tjón, þau væru sannarlega ekki fyrir reksturinn heldur verulegt tap.Algengt að því sé hótað að fjallað verði illa um fyrirtæki Þau hjá FairCar, sem er fjölskyldufyrirtæki en forstjóri leigunnar er bróðir Bjarka, Einar Hallsson, hafa oft orðið fyrir hótunum. Að ef sá kostnaður sé innheimtur muni viðkomandi siga fjölmiðlum á þau og/eða skrifa um þá „bad review“. Þetta eru algengar hótanir. Og ekkert vantar uppá að bílaleigunni sé nú úthúðað á netinu, á þessum tiltekna vef.Bjarki segir þetta erfiða stöðu og hann segir brögð að því að þeir sem aldrei hafi átt í viðskiptum við fyrirtækið skrifi umsagnir. „Réttur kúnnans er svo mikill innan gæsalappa. Áður náðum við að halda þessu góðu með að senda út á alla sem áttu viðskipti við okkur ósk um umsögn. Nú hafa þessar slæmu umsagnir safnast saman.“ Og vissulega er það svo að til eru umsagnir um reynslu viðskiptavina þar sem fyrirtækinu er hrósað og það sagt afbragð. En, nú staflast hinar neikvæðu umsagnir upp.Misvandaðir viðskiptavinir Bjarki segir það vissulega erfitt að fá svona nokkuð í andlitið en segir að fólk átti sig oftast á því, þegar þetta er útskýrt, að ekki sé gott við að eiga.Umsagnir eru 180. Samkvæmt vefnum var fyrirtækið með miklum ágætum áður en nú hrannast hinar neikvæðu umsagnir upp.„Ef ég væri í þeirri stöðu að skrifa umsagnir um kúnna þá gæti það orðið æsilegur lestur,“ segir Bjarki. Hann segir hegðun margra viðskiptavina vera fyrir neðan allar hellur og að þeir sumir hverjir virði ekki lágmarks mannasiði. „Þetta er ekki skemmtilegur bransi að vera í þegar svo er.“ Bjarki lýsir því að þetta sé ný staða fyrir fyrirtæki í ferðamennsku og veitingarekstri með þessum vefjum sem gera út á umsagnir, svo sem TripAdvisor og fleiri vefir. Þar standi rekstraraðilar oft frammi fyrir hótunum um að ef ekki sé látið að vilja viðskiptavinarins þá verði skrifað „bad review“ eða neikvæð umsögn. Bílar Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Neytendur Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
„Þetta er ekki þannig að við stundum það að fara út á plan og sparka í bílana til að fá sjálfsábyrgðina greidda. Við tökum myndir fyrir og eftir,“ segir Bjarki Hallsson framkvæmdastjóri FairCar-bílaleigunnar í Reykjanesbæ. „Það eru til sannanir fyrir öllu þessu.“Holskefla óhróðurs á netinu Bílaleigan, sem nú hefur starfað í sjö ár, hefur að undanförnu fengið yfir sig herfilegar umsagnir á netinu, á vef sem heitir Trustpilot. Þar hefur magnast upp nokkur ófriðarbál og er ákaft varað við bílaleigunni, bílarnir sagðir gamlir og lélegir, allt öðru vísi en um var talað og auk þess eru þeir á FairCar sakaðir um að stunda glæpsamlega starfsemi; það að senda út bakreikninga, óskýrðan aukakostnað og að rukka fyrir tilhæfulaust tjón.Ekkert vantar uppá að bræðurnir fái það óþvegið á Trustpilot. Fair Car? More like ScamCar. Og þannig gengur dælan, óhróðurinn hrannast upp.Bjarki vísar þessu alfarið á bug og segir tvær hliðar á þessari sögu. „Það sem bílaleigur gera er að þær taka aðeins heimild til að staðfesta að eiginábyrgð viðskiptavina sé til ráðstöfunar á kortinu. Þannig að upphæðin er ekki tekin út af kortinu. Það eru strangar reglur sem við þurfum að fylgja frá kortafyrirtækjunum, þetta er ekki eins og bílaleigan geti tekið af kortum viðskiptavinarins eins og þeim þóknast. Það eru gróusögur, þetta virkar ekki þannig,“ segir Bjarki og bætir því að ef hann gæti valið væru engin tjón, þau væru sannarlega ekki fyrir reksturinn heldur verulegt tap.Algengt að því sé hótað að fjallað verði illa um fyrirtæki Þau hjá FairCar, sem er fjölskyldufyrirtæki en forstjóri leigunnar er bróðir Bjarka, Einar Hallsson, hafa oft orðið fyrir hótunum. Að ef sá kostnaður sé innheimtur muni viðkomandi siga fjölmiðlum á þau og/eða skrifa um þá „bad review“. Þetta eru algengar hótanir. Og ekkert vantar uppá að bílaleigunni sé nú úthúðað á netinu, á þessum tiltekna vef.Bjarki segir þetta erfiða stöðu og hann segir brögð að því að þeir sem aldrei hafi átt í viðskiptum við fyrirtækið skrifi umsagnir. „Réttur kúnnans er svo mikill innan gæsalappa. Áður náðum við að halda þessu góðu með að senda út á alla sem áttu viðskipti við okkur ósk um umsögn. Nú hafa þessar slæmu umsagnir safnast saman.“ Og vissulega er það svo að til eru umsagnir um reynslu viðskiptavina þar sem fyrirtækinu er hrósað og það sagt afbragð. En, nú staflast hinar neikvæðu umsagnir upp.Misvandaðir viðskiptavinir Bjarki segir það vissulega erfitt að fá svona nokkuð í andlitið en segir að fólk átti sig oftast á því, þegar þetta er útskýrt, að ekki sé gott við að eiga.Umsagnir eru 180. Samkvæmt vefnum var fyrirtækið með miklum ágætum áður en nú hrannast hinar neikvæðu umsagnir upp.„Ef ég væri í þeirri stöðu að skrifa umsagnir um kúnna þá gæti það orðið æsilegur lestur,“ segir Bjarki. Hann segir hegðun margra viðskiptavina vera fyrir neðan allar hellur og að þeir sumir hverjir virði ekki lágmarks mannasiði. „Þetta er ekki skemmtilegur bransi að vera í þegar svo er.“ Bjarki lýsir því að þetta sé ný staða fyrir fyrirtæki í ferðamennsku og veitingarekstri með þessum vefjum sem gera út á umsagnir, svo sem TripAdvisor og fleiri vefir. Þar standi rekstraraðilar oft frammi fyrir hótunum um að ef ekki sé látið að vilja viðskiptavinarins þá verði skrifað „bad review“ eða neikvæð umsögn.
Bílar Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Neytendur Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira