Safnaði og talaði við rusl í æsku Stefán Árni Pálsson skrifar 11. október 2019 12:30 Pétur Jóhann ræddi við Kjartan Atla í Íslandi í dag í gærkvöldi. Nú um þessar mundir eru tveir áratugir frá því að Pétur Jóhann Sigfússon stóð uppi sem sigurvegari í keppninni Fyndnasti maður Íslands. Síðan þá hefur Pétur Jóhann verið í fjölda grín/skemmtiþátta í útvarpi og sjónvarpi sem og uppistönd. Kjartan Atli Kjartansson hitti Pétur á heimavelli, í Garðabænum, þar sem hann ólst upp. „Ég var ekki sterkur á bókina en var aldrei að trufla kennslu eða neitt svoleiðis. Kennararnir voru alltaf bara við vitum ekki alveg hvað er málið með hann Pétur. Hann situr í tímann og horfir á bókina en við vitum ekki alveg hvort þetta sé að fara inn. Ég var alveg á þessum stað og lét líta út eins og ég væri að læra,“ segir Pétur. Pétri Jóhanni þótti gaman á heimaslóðum og viðraði sínar framtíðar áætlanir sem eru að hann ætlar sér að verða bæjarstjóri Garðabæjar einn daginn. Fjölmiðlaferill Péturs hófst í útvarpi og stýrði hann þættinum Ding Dong ásamt Dodda litla, Þórði Helga Þórðarsyni. Þá fór hann einnig að skrifa sketsa fyrir þætti sem síðar fóru í sjónvarp á Stöð 2.Er ekki eins lofthræddur í dag Pétur hefur komið að fjölmörgum þáttum í sjónvarpi. En hvað er það sem stendur upp úr? „Ég er búinn að sigrast á allskonar hræðslum í draumunum. Ég er lofthræddasti maður sem þú finnur. Ég er kannski ekki búinn að yfirstíga þá hræðslu en er búinn að gera hluti þar sem ég hélt að ég myndi aldrei gera. Það stendur töluvert upp úr en út frá leiklistinni er það náttúrulega Vaktirnar.“ Næturvaktin, dagvaktin og Fangavaktin voru afar vinsælir. Þar vann Pétur Jóhann náið með Jóni Gnarr. Það rifjast ýmislegt upp við að ganga kunnuglegar slóðir. „Þennan göngustíg gekk ég í og úr skóla á hverjum einasta morgni. Ég var mikill safnari og er enn þá. Ég var alltaf með alla vasa fulla af skrúfum og einhverjum litlum spýtum og drasli. Sumir þessir hlutir urðu mér svo kærir að ég gat ekki hent þessu. Herbergið mitt var fullt af drasli og ef ég var mjög einmanna þá talaði ég við þetta rusl.“ Í tilefni af starfsafmælinu ætlar Pétur að halda uppistandssýningu í Hörpu í næsta mánuði. En verður það hefðbundin uppistandssýning? „Nokkuð hefðbundin í þeim skilningi en ég ætla að fara yfir farinn veg og þetta er pínu svona ævisögu stíll á þessu.“ Ísland í dag Mest lesið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fleiri fréttir Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Sjá meira
Nú um þessar mundir eru tveir áratugir frá því að Pétur Jóhann Sigfússon stóð uppi sem sigurvegari í keppninni Fyndnasti maður Íslands. Síðan þá hefur Pétur Jóhann verið í fjölda grín/skemmtiþátta í útvarpi og sjónvarpi sem og uppistönd. Kjartan Atli Kjartansson hitti Pétur á heimavelli, í Garðabænum, þar sem hann ólst upp. „Ég var ekki sterkur á bókina en var aldrei að trufla kennslu eða neitt svoleiðis. Kennararnir voru alltaf bara við vitum ekki alveg hvað er málið með hann Pétur. Hann situr í tímann og horfir á bókina en við vitum ekki alveg hvort þetta sé að fara inn. Ég var alveg á þessum stað og lét líta út eins og ég væri að læra,“ segir Pétur. Pétri Jóhanni þótti gaman á heimaslóðum og viðraði sínar framtíðar áætlanir sem eru að hann ætlar sér að verða bæjarstjóri Garðabæjar einn daginn. Fjölmiðlaferill Péturs hófst í útvarpi og stýrði hann þættinum Ding Dong ásamt Dodda litla, Þórði Helga Þórðarsyni. Þá fór hann einnig að skrifa sketsa fyrir þætti sem síðar fóru í sjónvarp á Stöð 2.Er ekki eins lofthræddur í dag Pétur hefur komið að fjölmörgum þáttum í sjónvarpi. En hvað er það sem stendur upp úr? „Ég er búinn að sigrast á allskonar hræðslum í draumunum. Ég er lofthræddasti maður sem þú finnur. Ég er kannski ekki búinn að yfirstíga þá hræðslu en er búinn að gera hluti þar sem ég hélt að ég myndi aldrei gera. Það stendur töluvert upp úr en út frá leiklistinni er það náttúrulega Vaktirnar.“ Næturvaktin, dagvaktin og Fangavaktin voru afar vinsælir. Þar vann Pétur Jóhann náið með Jóni Gnarr. Það rifjast ýmislegt upp við að ganga kunnuglegar slóðir. „Þennan göngustíg gekk ég í og úr skóla á hverjum einasta morgni. Ég var mikill safnari og er enn þá. Ég var alltaf með alla vasa fulla af skrúfum og einhverjum litlum spýtum og drasli. Sumir þessir hlutir urðu mér svo kærir að ég gat ekki hent þessu. Herbergið mitt var fullt af drasli og ef ég var mjög einmanna þá talaði ég við þetta rusl.“ Í tilefni af starfsafmælinu ætlar Pétur að halda uppistandssýningu í Hörpu í næsta mánuði. En verður það hefðbundin uppistandssýning? „Nokkuð hefðbundin í þeim skilningi en ég ætla að fara yfir farinn veg og þetta er pínu svona ævisögu stíll á þessu.“
Ísland í dag Mest lesið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fleiri fréttir Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Sjá meira