Árásin á bænahús gyðinga sögð hægriöfgahryðjuverk Kjartan Kjartansson skrifar 10. október 2019 15:25 Göt eftir byssukúlur eru sjáanleg á útidyrahurð bænahússins í Halle an der Saale eftir skotárásina á mánudag. Vísir/EPA Innanríkisráðherra Þýskalands segir að skotárásin við bænahús gyðinga í borginni Halle á mánudag hafi verið hægriöfgahryðjuverk. Vopnaður maður skaut tvo til bana og særði nokkra til viðbótar í árásinni sem virðist hafa verið innblásin af gyðingahatri. Árásarmaðurinn, sem er 27 ára gamall, er sagður hafa verið með um fjögur kíló af sprengiefni í bíl sínum. Peter Frank, ríkissaksóknari Þýskalands, segir að maðurinn hafi lagt á ráðin um fjöldamorð. Hann verður ákærður fyrir tvö morð og níu tilraunir til manndráps, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Saksóknarar telja jafnframt að fyrir manninum hafi vakað að hafa áhrif á heimsbyggðina með því að apa eftir fjöldamorðingja sem myrtu á sjötta tug manna í tveimur moskum á Nýja-Sjálandi fyrr á þessu ári. Árásarmaðurinn er sagður hafa streymt beint frá árásinni á bænahúsið líkt og öfgamaðurinn á Nýja-Sjálandi. Myndbandið hefur síðan verið fjarlægt af streymisforritinu Twitch. Maðurinn skaut konu úti á götu og karlmann sem sat á kebabstað í nágrenni bænahússins þegar honum mistókst að komast inn í það. Vitni hafa sagt að maðurinn hafi verið þungvopnaður og frásagnir hafa borist af því að hann hafi reynt að kveikja í sprengiefninu við bænahúsið. Um sextíu manns voru við guðsþjónustu í bænahúsinu í tilefni af Yom Kippur, árlegrar föstu gyðinga. Talsmenn samtaka gyðinga í Þýskalandi hafa deilt hart á lögregluna fyrir að hafa ekki verið með viðbúnað við bænahús vegna hátíðarinnar. Þeir telja að hægt hefði verið að koma í veg fyrir árásina hefðu lögreglumenn verið staðsettir við bænahúsið. Þýskaland Tengdar fréttir Tveir látnir eftir skotárás í Halle Lögregla í Þýskalandi segir að tveir séu látnir hið minnsta og margir hafi særst í eftir skotárás í bænum Halle fyrr í dag. 9. október 2019 11:40 Gyðingahatur talið hafa ráðið för í Halle Alríkissaksóknarar hafa tekið yfir rannsókn skotárásar í Halle í Þýskalandi þar sem minnst tveir létu lífið og tveir eru særðir. 9. október 2019 17:29 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Fleiri fréttir Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Sjá meira
Innanríkisráðherra Þýskalands segir að skotárásin við bænahús gyðinga í borginni Halle á mánudag hafi verið hægriöfgahryðjuverk. Vopnaður maður skaut tvo til bana og særði nokkra til viðbótar í árásinni sem virðist hafa verið innblásin af gyðingahatri. Árásarmaðurinn, sem er 27 ára gamall, er sagður hafa verið með um fjögur kíló af sprengiefni í bíl sínum. Peter Frank, ríkissaksóknari Þýskalands, segir að maðurinn hafi lagt á ráðin um fjöldamorð. Hann verður ákærður fyrir tvö morð og níu tilraunir til manndráps, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Saksóknarar telja jafnframt að fyrir manninum hafi vakað að hafa áhrif á heimsbyggðina með því að apa eftir fjöldamorðingja sem myrtu á sjötta tug manna í tveimur moskum á Nýja-Sjálandi fyrr á þessu ári. Árásarmaðurinn er sagður hafa streymt beint frá árásinni á bænahúsið líkt og öfgamaðurinn á Nýja-Sjálandi. Myndbandið hefur síðan verið fjarlægt af streymisforritinu Twitch. Maðurinn skaut konu úti á götu og karlmann sem sat á kebabstað í nágrenni bænahússins þegar honum mistókst að komast inn í það. Vitni hafa sagt að maðurinn hafi verið þungvopnaður og frásagnir hafa borist af því að hann hafi reynt að kveikja í sprengiefninu við bænahúsið. Um sextíu manns voru við guðsþjónustu í bænahúsinu í tilefni af Yom Kippur, árlegrar föstu gyðinga. Talsmenn samtaka gyðinga í Þýskalandi hafa deilt hart á lögregluna fyrir að hafa ekki verið með viðbúnað við bænahús vegna hátíðarinnar. Þeir telja að hægt hefði verið að koma í veg fyrir árásina hefðu lögreglumenn verið staðsettir við bænahúsið.
Þýskaland Tengdar fréttir Tveir látnir eftir skotárás í Halle Lögregla í Þýskalandi segir að tveir séu látnir hið minnsta og margir hafi særst í eftir skotárás í bænum Halle fyrr í dag. 9. október 2019 11:40 Gyðingahatur talið hafa ráðið för í Halle Alríkissaksóknarar hafa tekið yfir rannsókn skotárásar í Halle í Þýskalandi þar sem minnst tveir létu lífið og tveir eru særðir. 9. október 2019 17:29 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Fleiri fréttir Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Sjá meira
Tveir látnir eftir skotárás í Halle Lögregla í Þýskalandi segir að tveir séu látnir hið minnsta og margir hafi særst í eftir skotárás í bænum Halle fyrr í dag. 9. október 2019 11:40
Gyðingahatur talið hafa ráðið för í Halle Alríkissaksóknarar hafa tekið yfir rannsókn skotárásar í Halle í Þýskalandi þar sem minnst tveir létu lífið og tveir eru særðir. 9. október 2019 17:29