Fleira fólk og takmarkað rými Hjálmar Sveinsson skrifar 10. október 2019 08:06 Stundum er sagt að við vitum ekkert hvað framtíðin beri í skauti sér. Það er hárrétt en samt vitleysa. Við vitum eitt og annað, sem betur fer. Annars gætum við ekkert skipulagt fram í tímann og þyrftum að ganga aftur á bak inn í framtíðina. Í svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2015 til 2040 er vitnað í mannfjöldaspár Hagstofunnar um að íbúunum fjölgi um sirka 70.000 á tímabilinu. Við vitum að ef höfuðborgarbyggðin myndi þenjast jafnmikið út næstu 25 ár og hún gerði árin 1987 til 2012 og ferðavenjur yrðu óbreyttar, eykst bílaumferð örugglega langt umfram fólksfjölgun. Umferðartafir verða óbærilegar. Sú leið er ófær. Það er niðurstaðan úr ýtarlegum sviðsmyndagreiningum sem fylgdu aðalskipulagi Reykjavíkur 2010 til 2030 og svæðisskipulaginu. Í báðum tilvikum náðist þverpólitísk sátt um róttæka stefnubreytingu. Betri landnýting, samgöngumiðuð uppbygging, minni mengun, skilvirkari vistvænni samgöngur, betra umhverfi fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. Á þeim grunni byggir nýr samgöngusáttmáli ríkisins og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Hann markar álíka söguleg tímamót og hraðbrautarskipulagið sem samþykkt var í Reykjavík um miðjan 7. áratuginn – nema nú er forgangsröðunin önnur.Mannfjölgunin er í borgum Hvað vitum við meira? Jú, í nýlegri skýrslu norrænu rannsóknarmiðstöðvarinnar Nordregio kemur fram að síðustu 20 árin hefur nánast öll mannfjölgun, eða 97%, átt sér stað á 30 stærstu borgarsvæðum Norðurlandanna. Til fróðleiks má geta þess að höfuðborgarsvæðið okkar er 11. stærsta norræna borgin. Innflytjendur eiga sinn þátt í þessari öru fjölgun í borgunum, en margt fólk kemur líka frá minni plássum á landsbyggðinni. Norræna strjálbýlið glímir við þann vanda að unga fólkið streymir inn í borgirnar og aðliggjandi svæði. Ekkert bendir til að þróunin verði öðruvísi næstu tvo til þrjá áratugina enda gera borgaryfirvöld í Ósló, Stokkhólmi og Helsinki ráð fyrir því í sínum skipulagsáætlunum. Hlutfallsleg fjölgun í þessum þremur borgum er með því mesta sem þekkist í Evrópu. Í skipulagsáætlunum er gert ráð fyrir að fjölgunin eigi sér að miklu leyti stað innan núverandi byggðarmarka og fyrst og fremst í gisnari hverfum borganna, á úr sér gengnum iðnaðarsvæðum, hafnarsvæðum, veghelgunarsvæðum og flennistórum vannýttum bílastæðum. Í Helsinki svo dæmi sé tekið er unnið eftir skipulagsáætlun sem heitir Vision 2050. Þar sett fram landnotkunarstefna til framtíðar og áhersla lögð á þéttriðið net almenningssamgangna, eflingu miðborgarsvæðisins og styrkingu borgarinnar í alþjóðlegri samkeppni um fólk, fjármagn og verðmætasköpun. Það er grundvallaratriði í þessum skipulagsáætlunum að ekki er gert ráð fyrir að bílaumferð aukist í sama hlutfalli og fólkinu fjölgar. Það er einfaldlega ekki pláss fyrir fleiri bíla.Takmarkað göturými Hvernig verður takmarkað göturýmið í borgunum nýtt sem best? Útreikningar verkfræðinga sýna að einkabílaumferðin nýtir göturýmið illa. Skipulagsyfirvöld í Stokkhólmi hafa tekið saman stefnu sem segir til um hvernig beri að forgangsraða í þessu takmarkaða rými. Forgangsröðin myndar eins konar pýramída þar sem fararmátar sem taka minnst pláss eru á toppnum og þeir fararmátar sem taka mest pláss á botninum. Því skal forgangsraða gangandi og hjólandi fyrst, á eftir þeim almenningssamgöngum, síðan vöruflutningum og leigubílum og síðastur í röðinni er einkabíllinn. Þetta er útfært þannig að gangstéttir og hjólastígar breikka á kostnað akreina og bílastæða, forgangsreinar eru lagðar fyrir strætisvagna, sérstakur miðborgartollur er innheimtur af þeim sem keyra á einkabílum inn í miðborgina. Svipaða sögu er að segja frá Ósló. Í dag trúir maður því varla að í kringum ráðhúsið í borginni, sem er einstök bygging, hafi fyrir örfáum árum verið linnulaus bílaumferð og að hraðbraut skorið miðborgina frá höfninni. Sömu skipulagsstefnu og tekin hefur verið í höfuðborgum hinna Norðurlandanna er fylgt í skipulagsáætlunum höfuðborgarsvæðisins. Búsetuþróunin hefur verið svipuð á Íslandi og á Norðurlöndunum. Við erum á sömu leið inn í framtíðina. Norrænu höfuðborgirnar raða sér alltaf í efstu sætin á alþjóðlegum listum yfir lífvænlegustu borgir í heimi. Þar eigum við heima.Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Hjálmar Sveinsson Reykjavík Mest lesið Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald Skoðun Falleinkunn skólakerfis? Helga Þórisdóttir Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Raforkuverð: Stórnotendur og almenningur Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Hætt við að hækka ekki skatta á almenning Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattafíkn í skjóli réttlætis: Tímavélin stillt á 2012 Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Hver borgar brúsann? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvers vegna berðu kross? Hrafnhildur Sigurðardóttir skrifar Skoðun Þannig gerum við þetta? Ísak Ernir Kristinsson skrifar Skoðun Stærsta framfaraskref í námsmati íslenskra barna í áratugi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Falleinkunn skólakerfis? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þjónusta sem gleður – skilar sér beint í kassann Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Hvar er auðlindarentan? Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn – Rödd skynseminnar í borginni Ómar Már Jónsson skrifar Skoðun Virði barna og ungmenna Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Sættir þú þig við þetta? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Alþingi gleymir aftur fötluðum börnum Lúðvík Júlíusson skrifar Sjá meira
Stundum er sagt að við vitum ekkert hvað framtíðin beri í skauti sér. Það er hárrétt en samt vitleysa. Við vitum eitt og annað, sem betur fer. Annars gætum við ekkert skipulagt fram í tímann og þyrftum að ganga aftur á bak inn í framtíðina. Í svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2015 til 2040 er vitnað í mannfjöldaspár Hagstofunnar um að íbúunum fjölgi um sirka 70.000 á tímabilinu. Við vitum að ef höfuðborgarbyggðin myndi þenjast jafnmikið út næstu 25 ár og hún gerði árin 1987 til 2012 og ferðavenjur yrðu óbreyttar, eykst bílaumferð örugglega langt umfram fólksfjölgun. Umferðartafir verða óbærilegar. Sú leið er ófær. Það er niðurstaðan úr ýtarlegum sviðsmyndagreiningum sem fylgdu aðalskipulagi Reykjavíkur 2010 til 2030 og svæðisskipulaginu. Í báðum tilvikum náðist þverpólitísk sátt um róttæka stefnubreytingu. Betri landnýting, samgöngumiðuð uppbygging, minni mengun, skilvirkari vistvænni samgöngur, betra umhverfi fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. Á þeim grunni byggir nýr samgöngusáttmáli ríkisins og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Hann markar álíka söguleg tímamót og hraðbrautarskipulagið sem samþykkt var í Reykjavík um miðjan 7. áratuginn – nema nú er forgangsröðunin önnur.Mannfjölgunin er í borgum Hvað vitum við meira? Jú, í nýlegri skýrslu norrænu rannsóknarmiðstöðvarinnar Nordregio kemur fram að síðustu 20 árin hefur nánast öll mannfjölgun, eða 97%, átt sér stað á 30 stærstu borgarsvæðum Norðurlandanna. Til fróðleiks má geta þess að höfuðborgarsvæðið okkar er 11. stærsta norræna borgin. Innflytjendur eiga sinn þátt í þessari öru fjölgun í borgunum, en margt fólk kemur líka frá minni plássum á landsbyggðinni. Norræna strjálbýlið glímir við þann vanda að unga fólkið streymir inn í borgirnar og aðliggjandi svæði. Ekkert bendir til að þróunin verði öðruvísi næstu tvo til þrjá áratugina enda gera borgaryfirvöld í Ósló, Stokkhólmi og Helsinki ráð fyrir því í sínum skipulagsáætlunum. Hlutfallsleg fjölgun í þessum þremur borgum er með því mesta sem þekkist í Evrópu. Í skipulagsáætlunum er gert ráð fyrir að fjölgunin eigi sér að miklu leyti stað innan núverandi byggðarmarka og fyrst og fremst í gisnari hverfum borganna, á úr sér gengnum iðnaðarsvæðum, hafnarsvæðum, veghelgunarsvæðum og flennistórum vannýttum bílastæðum. Í Helsinki svo dæmi sé tekið er unnið eftir skipulagsáætlun sem heitir Vision 2050. Þar sett fram landnotkunarstefna til framtíðar og áhersla lögð á þéttriðið net almenningssamgangna, eflingu miðborgarsvæðisins og styrkingu borgarinnar í alþjóðlegri samkeppni um fólk, fjármagn og verðmætasköpun. Það er grundvallaratriði í þessum skipulagsáætlunum að ekki er gert ráð fyrir að bílaumferð aukist í sama hlutfalli og fólkinu fjölgar. Það er einfaldlega ekki pláss fyrir fleiri bíla.Takmarkað göturými Hvernig verður takmarkað göturýmið í borgunum nýtt sem best? Útreikningar verkfræðinga sýna að einkabílaumferðin nýtir göturýmið illa. Skipulagsyfirvöld í Stokkhólmi hafa tekið saman stefnu sem segir til um hvernig beri að forgangsraða í þessu takmarkaða rými. Forgangsröðin myndar eins konar pýramída þar sem fararmátar sem taka minnst pláss eru á toppnum og þeir fararmátar sem taka mest pláss á botninum. Því skal forgangsraða gangandi og hjólandi fyrst, á eftir þeim almenningssamgöngum, síðan vöruflutningum og leigubílum og síðastur í röðinni er einkabíllinn. Þetta er útfært þannig að gangstéttir og hjólastígar breikka á kostnað akreina og bílastæða, forgangsreinar eru lagðar fyrir strætisvagna, sérstakur miðborgartollur er innheimtur af þeim sem keyra á einkabílum inn í miðborgina. Svipaða sögu er að segja frá Ósló. Í dag trúir maður því varla að í kringum ráðhúsið í borginni, sem er einstök bygging, hafi fyrir örfáum árum verið linnulaus bílaumferð og að hraðbraut skorið miðborgina frá höfninni. Sömu skipulagsstefnu og tekin hefur verið í höfuðborgum hinna Norðurlandanna er fylgt í skipulagsáætlunum höfuðborgarsvæðisins. Búsetuþróunin hefur verið svipuð á Íslandi og á Norðurlöndunum. Við erum á sömu leið inn í framtíðina. Norrænu höfuðborgirnar raða sér alltaf í efstu sætin á alþjóðlegum listum yfir lífvænlegustu borgir í heimi. Þar eigum við heima.Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar.
Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Stærsta framfaraskref í námsmati íslenskra barna í áratugi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun