3,273 sáu kvikmyndina Agnes Joy eftir Silju Hauksdóttir í þessari viku og var hún í öðru sæti aðsóknarlistans, dagana 21. til 27. október. Alls hefur myndin fengið 5.403 gesti eftir aðra sýningarhelgi, samkvæmt kvikmyndavefnum Klapptrré.
1.018 sáu Þorsta sem er ný í sýningu og hafa alls 1.618 gestir séð myndina ef talin er með frumsýningin. 916 sáu Goðheimar (Valhalla) í vikunni og er því heildarfjöldi gesta á myndinna kominn í 3.927. Tæplega 11 þúsund bíógestir hafa séð kvikmyndina Hvítur, hvítur dagur. 190 sáu myndina í vikunni og er því heildaraðsóknin orðin 10.947.
Yfir fimm þúsund bíógestir hafa séð Agnes Joy

Tengdar fréttir

Margmenni á hátíðarforsýningu Agnesar Joy
Íslenska kvikmyndin Agnes Joy eftir leikstjórann Silju Hauksdóttur var forsýnd í Háskólabíói í gærkvöldi og það fyrir framan fullan aðalsal.

„Les ekki handrit nema það sé eitthvað undir sæng“
Sindri fór í morgunkaffi til Kötlu klukkan 8:00, fékk að vita jafn mikið um einkalíf hennar og vinnuna.

Frumsýning fyrstu íslensku gay vampírumyndarinnar
Kvikmyndin Þorsti var frumsýnd á föstudagskvöld en hún er fyrsta íslenska "gay vampírumyndin,“ eins og Steinþór Hróar Steinþórsson, maðurinn á bak við myndina, kallar hana.

Sautján ára reyndi Donna Cruz að fyrirfara sér en í dag er hún að upplifa drauminn
Donna Cruz kom til Íslands fjögurra ára með foreldrum sínum frá Filippseyjum. Hún varð fyrir miklu aðkasti og einelti sem krakki af erlendum uppruna í skólanum og stundum hreinlega henti hún nesti sínu í ruslið af skömm því henni var strítt svo mikið og kölluð öllum illum nöfnum.