Haraldur ekki áminntur því hann lofaði að gæta orða sinna Kjartan Kjartansson skrifar 29. október 2019 18:01 Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri. Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðuneytið áminnti Harald Johannessen, ríkislögreglustjóra, ekki vegna samskipta hans við rithöfund og fjölmiðlamann meðal annars vegna þess að Haraldur gekkst við misgjörðum sínum og áréttaði að hann myndi gæta orðnotkunar sinnar. Ríkislögreglustjóri sakaði mennina tvo um að bera ábyrgð á ólögmætri meingerð gegn embættinu. Björn Jón Bragason, rithöfundur, og Sigurður Kolbeinsson, þáttastjórnandi á Hringbraut kvörtuðu til umboðsmanns Alþingis vegna bréfa sem Haraldur sendi þeim á bréfsefni ríkislögreglustjóraembættisins í kjölfar umfjöllunar þeirra um efnahagsbrotadeild embættisins. Sakaði Haraldur þá um ólögmæta meingerð með umfjölluninni. Ráðuneytið taldi það hafa verið ámælisvert af Haraldi að senda bréfin á bréfsefni embættisins. Í bréfi sem dómsmálaráðuneytið sendi umboðsmanni með skýringum sínum segir að óljóst hafi verið hvort verið væri að gæta hagsmuna embættisins eða persónu þeirra sem skrifuðu undir þau. „Þá var framsetning þeirra enn fremur villandi þar sem tveir fyrrverandi starfsmenn embættis ríkislögreglustjóra skrifuðu undir bréfin,“ segir í bréfi ráðuneytisins.Sigurður K. Kolbeinsson þáttastjórnandi hjá Hringbraut t.v. og Björn Jón Bragason sagnfræðingur og lögfræðingur kvörtuðu til umboðsmanns Alþingis vegna bréfanna frá embætti ríkislögreglustjóra.Leit ásakanir Haraldar alvarlegum augum Haraldur var beðinn um skýringar á því í hverju meint ólögmæt meingerð Björns Jóns og Sigurðar hefði falist. Í bréfi ráðuneytisins til umboðsmanns kemur fram að svo virðist sem að ríkislögreglustjóri hafi misskilið ákvæði laga. Haraldur bar því við að hann hefði talað fyrir hönd embættisins en réttarverndin sem hann vísaði til nær aðeins til einstaklinga. „[L]ítur ráðuneytið það mjög alvarlegum augum að ríkislögreglustjóri skuli senda borgurunum bréf með fullyrðingum um ólögmæta háttsemi þeirra, án þess að með nokkrum hætti fáist séð að neinn lögmætur grundvöllur sé fyrir því að embættið setji fram slíkar athugasemdir,“ segir í bréfi ráðuneytisins. Ráðuneytið ákvað hins vegar að áminna Harald ekki í ljósi skýringa sem hann gaf og meðalhófsreglunnar. „Var það mat m.a. byggt á því að hann gekkst við misgjörðum sínum og áréttaði það til framtíðar að hann myndi gæta að orðanotkun í málum sem þessum,“ segir í bréfi ráðuneytisins. Lögreglan Umboðsmaður Alþingis Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Vill vita af hverju ríkislögreglustjóri var ekki áminntur vegna bréfasendinga til fjölmiðlamanna Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir því að dómsmálaráðherra útskýri hvers vegna Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri, hafi ekki verið áminntur eftir að hann sendi tveimur fjölmiðlamönnum bréf á bréfsefni embættis ríkislögreglustjóra vegna máls sem varðaði hann sjálfan. 25. september 2019 17:26 Mest lesið Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Sjá meira
Dómsmálaráðuneytið áminnti Harald Johannessen, ríkislögreglustjóra, ekki vegna samskipta hans við rithöfund og fjölmiðlamann meðal annars vegna þess að Haraldur gekkst við misgjörðum sínum og áréttaði að hann myndi gæta orðnotkunar sinnar. Ríkislögreglustjóri sakaði mennina tvo um að bera ábyrgð á ólögmætri meingerð gegn embættinu. Björn Jón Bragason, rithöfundur, og Sigurður Kolbeinsson, þáttastjórnandi á Hringbraut kvörtuðu til umboðsmanns Alþingis vegna bréfa sem Haraldur sendi þeim á bréfsefni ríkislögreglustjóraembættisins í kjölfar umfjöllunar þeirra um efnahagsbrotadeild embættisins. Sakaði Haraldur þá um ólögmæta meingerð með umfjölluninni. Ráðuneytið taldi það hafa verið ámælisvert af Haraldi að senda bréfin á bréfsefni embættisins. Í bréfi sem dómsmálaráðuneytið sendi umboðsmanni með skýringum sínum segir að óljóst hafi verið hvort verið væri að gæta hagsmuna embættisins eða persónu þeirra sem skrifuðu undir þau. „Þá var framsetning þeirra enn fremur villandi þar sem tveir fyrrverandi starfsmenn embættis ríkislögreglustjóra skrifuðu undir bréfin,“ segir í bréfi ráðuneytisins.Sigurður K. Kolbeinsson þáttastjórnandi hjá Hringbraut t.v. og Björn Jón Bragason sagnfræðingur og lögfræðingur kvörtuðu til umboðsmanns Alþingis vegna bréfanna frá embætti ríkislögreglustjóra.Leit ásakanir Haraldar alvarlegum augum Haraldur var beðinn um skýringar á því í hverju meint ólögmæt meingerð Björns Jóns og Sigurðar hefði falist. Í bréfi ráðuneytisins til umboðsmanns kemur fram að svo virðist sem að ríkislögreglustjóri hafi misskilið ákvæði laga. Haraldur bar því við að hann hefði talað fyrir hönd embættisins en réttarverndin sem hann vísaði til nær aðeins til einstaklinga. „[L]ítur ráðuneytið það mjög alvarlegum augum að ríkislögreglustjóri skuli senda borgurunum bréf með fullyrðingum um ólögmæta háttsemi þeirra, án þess að með nokkrum hætti fáist séð að neinn lögmætur grundvöllur sé fyrir því að embættið setji fram slíkar athugasemdir,“ segir í bréfi ráðuneytisins. Ráðuneytið ákvað hins vegar að áminna Harald ekki í ljósi skýringa sem hann gaf og meðalhófsreglunnar. „Var það mat m.a. byggt á því að hann gekkst við misgjörðum sínum og áréttaði það til framtíðar að hann myndi gæta að orðanotkun í málum sem þessum,“ segir í bréfi ráðuneytisins.
Lögreglan Umboðsmaður Alþingis Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Vill vita af hverju ríkislögreglustjóri var ekki áminntur vegna bréfasendinga til fjölmiðlamanna Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir því að dómsmálaráðherra útskýri hvers vegna Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri, hafi ekki verið áminntur eftir að hann sendi tveimur fjölmiðlamönnum bréf á bréfsefni embættis ríkislögreglustjóra vegna máls sem varðaði hann sjálfan. 25. september 2019 17:26 Mest lesið Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Sjá meira
Vill vita af hverju ríkislögreglustjóri var ekki áminntur vegna bréfasendinga til fjölmiðlamanna Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir því að dómsmálaráðherra útskýri hvers vegna Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri, hafi ekki verið áminntur eftir að hann sendi tveimur fjölmiðlamönnum bréf á bréfsefni embættis ríkislögreglustjóra vegna máls sem varðaði hann sjálfan. 25. september 2019 17:26