Sjálfan færði henni sannleikann Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. október 2019 16:57 Miché, eða Zephany, ásamt systur sinni Cassidy. Myndin er tekin nokkrum árum eftir að hin örlagaríka sjálfa var tekin. Kona í gervi hjúkrunarfræðings rændi þriggja daga gömlu stúlkubarni úr vöggu sinni á fæðingardeild spítala í Höfðaborg í Suður-Afríku árið 1997. Stúlkan komst á snoðir um uppruna sinn fyrir tilviljun sautján árum síðar.BBC fjallar ítarlega um málið í viðtali við Miché Solomon, stúlkuna sem um ræðir, en málið vakti mikla athygli í Suður-Afríku á sínum tíma. Vegferðin í átt að sannleikanum hófst í janúar árið 2015, þegar Miché, þá sautján ára, mætti í skólann á fyrsta degi annarinnar. Samnemendur hennar þyrptust strax að henni og færðu henni magnaðar fréttir; að nýr nemandi við skólann, fjórtán ára stúlka að nafni Cassidy Nurse, væri tvífari hennar. Miché og Cassidy hittust síðar á göngum skólans. Miché segir þær strax hafa fundið að þær ættu vel saman. „Mér fannst næstum því eins og ég þekkti hana. Þetta var svo óhugnanlegt, ég skildi ekki af hverju mér leið svona.“ Stúlkurnar urðu góðar vinkonur og vörðu æ meiri tíma saman. Einn daginn stilltu þær sér upp á sjálfu og sýndu vinum sínum myndina. Miché rifjar upp að þeir hafi margir spurt hvort þær væru örugglega ekki skyldar. Lavona Solomon, móðir Miché, nefndi það jafnframt sérstaklega hversu líkar stúlkurnar væru. Foreldrar Cassidy, Celeste og Morne Nurse, virtu myndina einnig gaumgæfilega fyrir sér. Þau vildu því næst fá að vita hvort Miché væri fædd 30. apríl 1997. Sú reyndist raunin.Þarfnaðist móðurinnar sem rændi henni Nokkrum vikum síðar var Miché boðuð á skrifstofu skólastjórans, þar sem tveir félagsráðgjafar biðu hennar. Þeir greindu henni frá því að ýmislegt benti til þess að hún væri í raun Zephany Nurse, stúlka sem rænt hafði verið af Groote Schuur-spítalanum í Höfðaborg fyrir sautján árum og ekkert spurst til síðan. Zephany Nurse var auk þess dóttir Celeste og Morne – og systir Cassidy. Miché féllst að lokum á að gangast undir erfðapróf. Niðurstaðan varð ljós strax næsta dag. Miché var barnið sem numið hafði verið á brott af spítalanum. Líf hennar umturnaðist þannig á einni nóttu en henni var tjáð að hún gæti ekki snúið aftur heim til sín, þar sem hún var ekki orðin sjálfráða og uppeldismóðir hennar hafði verið handtekin. „Það bar mig ofurliði. Ég þarfnaðist hennar. Ég vildi spyrja hana: Af hverju? Hvað er að gerast? Það var svo yfirþyrmandi [að fá að vita] að ég tilheyrði einhverjum öðrum.“ Þannig kom upp úr dúrnum að frumburður þeirra Celeste og Morne hafði alist upp í um fimm kílómetra fjarlægð frá heimili fjölskyldunnar. Zephany er sannleikurinn og Miché var lygi Uppeldisfaðir Miché, Michael, var einnig handtekinn en hann reyndist saklaus. Talið er að Lavona hafi orðið ólétt á sínum tíma en misst fóstrið og hylmt yfir það í örvæntingu sinni. Hún hafi svo rænt Zephany og þóst hafa fætt hana sjálf. Lavona var dæmd í tíu ára fangelsi fyrir mannrán, svik og brot á barnaverndarlögum árið 2016. Miché lýsir því í samtali við BBC, nú fjórum árum eftir að hún komst að hinu sanna um uppruna sinn, að hún hafi átt í erfiðleikum með að rækta tengslin við blóðforeldra sína. Að endingu ákvað hún að flytja aftur inn til Michaels, mannsins sem hafði alið hana upp. Þá heimsækir hún Lavonu reglulega í fangelsið og kveðst sakna hennar mjög. Miché ákvað jafnframt að halda nafninu sem uppeldisforeldrarnir nefndu hana. Hún kveðst þó hafa sætt sig við að eiga tilkall til tveggja nafna – og í raun tveggja lífa. „Ég held ég hafi hatað Zephany í fyrstu. Hún birtist með þvílíkum krafti, svo óboðin, með svo mikilli þjáningu og svo miklum sársauka. En Zephany er sannleikurinn og Miché, sautján ára stúlkan sem ég eitt sinn var, hún var lygi.“ Suður-Afríka Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Sjá meira
Kona í gervi hjúkrunarfræðings rændi þriggja daga gömlu stúlkubarni úr vöggu sinni á fæðingardeild spítala í Höfðaborg í Suður-Afríku árið 1997. Stúlkan komst á snoðir um uppruna sinn fyrir tilviljun sautján árum síðar.BBC fjallar ítarlega um málið í viðtali við Miché Solomon, stúlkuna sem um ræðir, en málið vakti mikla athygli í Suður-Afríku á sínum tíma. Vegferðin í átt að sannleikanum hófst í janúar árið 2015, þegar Miché, þá sautján ára, mætti í skólann á fyrsta degi annarinnar. Samnemendur hennar þyrptust strax að henni og færðu henni magnaðar fréttir; að nýr nemandi við skólann, fjórtán ára stúlka að nafni Cassidy Nurse, væri tvífari hennar. Miché og Cassidy hittust síðar á göngum skólans. Miché segir þær strax hafa fundið að þær ættu vel saman. „Mér fannst næstum því eins og ég þekkti hana. Þetta var svo óhugnanlegt, ég skildi ekki af hverju mér leið svona.“ Stúlkurnar urðu góðar vinkonur og vörðu æ meiri tíma saman. Einn daginn stilltu þær sér upp á sjálfu og sýndu vinum sínum myndina. Miché rifjar upp að þeir hafi margir spurt hvort þær væru örugglega ekki skyldar. Lavona Solomon, móðir Miché, nefndi það jafnframt sérstaklega hversu líkar stúlkurnar væru. Foreldrar Cassidy, Celeste og Morne Nurse, virtu myndina einnig gaumgæfilega fyrir sér. Þau vildu því næst fá að vita hvort Miché væri fædd 30. apríl 1997. Sú reyndist raunin.Þarfnaðist móðurinnar sem rændi henni Nokkrum vikum síðar var Miché boðuð á skrifstofu skólastjórans, þar sem tveir félagsráðgjafar biðu hennar. Þeir greindu henni frá því að ýmislegt benti til þess að hún væri í raun Zephany Nurse, stúlka sem rænt hafði verið af Groote Schuur-spítalanum í Höfðaborg fyrir sautján árum og ekkert spurst til síðan. Zephany Nurse var auk þess dóttir Celeste og Morne – og systir Cassidy. Miché féllst að lokum á að gangast undir erfðapróf. Niðurstaðan varð ljós strax næsta dag. Miché var barnið sem numið hafði verið á brott af spítalanum. Líf hennar umturnaðist þannig á einni nóttu en henni var tjáð að hún gæti ekki snúið aftur heim til sín, þar sem hún var ekki orðin sjálfráða og uppeldismóðir hennar hafði verið handtekin. „Það bar mig ofurliði. Ég þarfnaðist hennar. Ég vildi spyrja hana: Af hverju? Hvað er að gerast? Það var svo yfirþyrmandi [að fá að vita] að ég tilheyrði einhverjum öðrum.“ Þannig kom upp úr dúrnum að frumburður þeirra Celeste og Morne hafði alist upp í um fimm kílómetra fjarlægð frá heimili fjölskyldunnar. Zephany er sannleikurinn og Miché var lygi Uppeldisfaðir Miché, Michael, var einnig handtekinn en hann reyndist saklaus. Talið er að Lavona hafi orðið ólétt á sínum tíma en misst fóstrið og hylmt yfir það í örvæntingu sinni. Hún hafi svo rænt Zephany og þóst hafa fætt hana sjálf. Lavona var dæmd í tíu ára fangelsi fyrir mannrán, svik og brot á barnaverndarlögum árið 2016. Miché lýsir því í samtali við BBC, nú fjórum árum eftir að hún komst að hinu sanna um uppruna sinn, að hún hafi átt í erfiðleikum með að rækta tengslin við blóðforeldra sína. Að endingu ákvað hún að flytja aftur inn til Michaels, mannsins sem hafði alið hana upp. Þá heimsækir hún Lavonu reglulega í fangelsið og kveðst sakna hennar mjög. Miché ákvað jafnframt að halda nafninu sem uppeldisforeldrarnir nefndu hana. Hún kveðst þó hafa sætt sig við að eiga tilkall til tveggja nafna – og í raun tveggja lífa. „Ég held ég hafi hatað Zephany í fyrstu. Hún birtist með þvílíkum krafti, svo óboðin, með svo mikilli þjáningu og svo miklum sársauka. En Zephany er sannleikurinn og Miché, sautján ára stúlkan sem ég eitt sinn var, hún var lygi.“
Suður-Afríka Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Sjá meira