Kannast ekki við uppsögn sem kirkjuráð samþykkti samhljóða Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. október 2019 14:33 Oddur Einarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Kirkjuráðs. Vísir/björn G. Oddur Einarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri kirkjuráðs, kannast ekki við að hafa verið sagt upp störfum sem framkvæmdastjóra kirkjuráðs. „Enda hefði slík uppsögn verið ólögmæt,“ segir Oddur í skriflegri athugasemd við frétt Morgunblaðsins frá því í gær. Þar var greint frá því að kirkjuráð hefði á fundi sínum þann 12. september, sem lokið var 2. október, komist að einróma niðurstöðu að segja upp ráðningarsamningi kirkjuráðs við Odd. Hann myndi láta af störfum þegar í stað. Samskiptastjóri Biskupsstofu segir málið ósköp einfalt. Fundargerðin tali sínu máli og dónaskapur sé ekki liðinn á vinnustaðnum.Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands.Fréttablaðið/GVAÍ fundargerðinni kemur fram að Agnes M. Sigurðardóttir biskup hafi framsent kirkjuráði tölvupóst frá Sigurbjörgu Níelsdóttur Hansen, fjármálastjóra Biskupsstofu, frá því 23. ágúst síðastliðinn. Þar segir að Sigurbjörg hafi kvartað yfir framkomu Odds í garð verkefnisstjóra fjármála sókna á biskupsstofu og fleira. Því hafi biskup, sem er formaður Biskupsstofu, falið Sólveigu Láru Guðmundsdóttur, vígslubiskup á Hólum, að sinna skyldum biskupsembættisins hvað varðar það að vera forseti kirkjuráðs í málinu. Eftir viðræður ákvað kirkjuráð einróma um að segja upp ráðningarsamningi kirkjuráðs Odd framkvæmdastjóra. Hann myndi láta af störfum þegar í stað.Sólveig Lára Guðmundsdóttir tók að sér að tilkynna Oddi um starfslok og semja við hann.„Forseti kirkjuráðs í þessu máli, mun kynna honum þessa niðurstöðu svo skjótt sem kostur er. Þá er starfandi forseta kirkjuráðs í þessu máli, heimilt að ganga til samnings um starfslok.“ „Ég kannast við að mér hafi verið boðið að ganga til viðræðna um starfslokasamning sem ég hafi þegið. Ég fór þess á leit við stéttarfélag mitt, Fræðagarð sem er aðildarfélag BHM, að það annaðist samningsgerðina fyrir mína hönd og í mínu umboði. Starfslokasamningur tókst fyrir milligöngu félagsins, ég er hættur sem framkvæmdastjóri kirkjuráðs, hverf frá starfinu fullkomlega sáttur við þá ákvörðun og þakklátur fyrir að geta stigið niður af sviðinu á þessum tímapunkti,“ segir Oddur í skriflegum athugasemdinni. Pétur Georg Markan, samskiptastjóri hjá Biskupsstofu, segir fundargerðina tala sínu máli og sé auk þess mjög skýr. Kvartað hafi verið yfir Oddi, samningnum sagt upp og ekki óskað eftir því að unninn sé uppsagnarfrestur. „Við þolum ekki dónaskap. Við höfum ekki þolinmæði fyrir því,“ segir Pétur Georg.Ekki náðist í Odd við vinnslu fréttarinnar. Þjóðkirkjan Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira
Oddur Einarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri kirkjuráðs, kannast ekki við að hafa verið sagt upp störfum sem framkvæmdastjóra kirkjuráðs. „Enda hefði slík uppsögn verið ólögmæt,“ segir Oddur í skriflegri athugasemd við frétt Morgunblaðsins frá því í gær. Þar var greint frá því að kirkjuráð hefði á fundi sínum þann 12. september, sem lokið var 2. október, komist að einróma niðurstöðu að segja upp ráðningarsamningi kirkjuráðs við Odd. Hann myndi láta af störfum þegar í stað. Samskiptastjóri Biskupsstofu segir málið ósköp einfalt. Fundargerðin tali sínu máli og dónaskapur sé ekki liðinn á vinnustaðnum.Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands.Fréttablaðið/GVAÍ fundargerðinni kemur fram að Agnes M. Sigurðardóttir biskup hafi framsent kirkjuráði tölvupóst frá Sigurbjörgu Níelsdóttur Hansen, fjármálastjóra Biskupsstofu, frá því 23. ágúst síðastliðinn. Þar segir að Sigurbjörg hafi kvartað yfir framkomu Odds í garð verkefnisstjóra fjármála sókna á biskupsstofu og fleira. Því hafi biskup, sem er formaður Biskupsstofu, falið Sólveigu Láru Guðmundsdóttur, vígslubiskup á Hólum, að sinna skyldum biskupsembættisins hvað varðar það að vera forseti kirkjuráðs í málinu. Eftir viðræður ákvað kirkjuráð einróma um að segja upp ráðningarsamningi kirkjuráðs Odd framkvæmdastjóra. Hann myndi láta af störfum þegar í stað.Sólveig Lára Guðmundsdóttir tók að sér að tilkynna Oddi um starfslok og semja við hann.„Forseti kirkjuráðs í þessu máli, mun kynna honum þessa niðurstöðu svo skjótt sem kostur er. Þá er starfandi forseta kirkjuráðs í þessu máli, heimilt að ganga til samnings um starfslok.“ „Ég kannast við að mér hafi verið boðið að ganga til viðræðna um starfslokasamning sem ég hafi þegið. Ég fór þess á leit við stéttarfélag mitt, Fræðagarð sem er aðildarfélag BHM, að það annaðist samningsgerðina fyrir mína hönd og í mínu umboði. Starfslokasamningur tókst fyrir milligöngu félagsins, ég er hættur sem framkvæmdastjóri kirkjuráðs, hverf frá starfinu fullkomlega sáttur við þá ákvörðun og þakklátur fyrir að geta stigið niður af sviðinu á þessum tímapunkti,“ segir Oddur í skriflegum athugasemdinni. Pétur Georg Markan, samskiptastjóri hjá Biskupsstofu, segir fundargerðina tala sínu máli og sé auk þess mjög skýr. Kvartað hafi verið yfir Oddi, samningnum sagt upp og ekki óskað eftir því að unninn sé uppsagnarfrestur. „Við þolum ekki dónaskap. Við höfum ekki þolinmæði fyrir því,“ segir Pétur Georg.Ekki náðist í Odd við vinnslu fréttarinnar.
Þjóðkirkjan Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira