Birtingur og Blaðamannafélagið undirrita samning Jakob Bjarnar skrifar 28. október 2019 15:08 Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands er ánægður með samningaviðræðurnar við Birting. visir/vilhelm Tekist hafa samningar milli Blaðamannafélags Íslands og útgáfufélagsins Birtings, en það stendur utan Samtaka atvinnulífsins. Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands segist gríðarlega ánægður með að nást hafi samningar við Birting og bindur vonir við að samningar náist á næstu dögum við aðra smærri miðla.Tók viku að semja Þessar tilteknu samningaviðræður tóku viku en samningar við SA hafa hins vegar staðið nú í sjö mánuði, samningar blaðamanna á miðlum sem eiga aðild að SA hafa verið lausir frá áramótum. „Það skiptir höfuðmáli í þeirri erfiðu stöðu sem fjölmiðlar eru í, að taka höndum saman, sækja fram, og nýta þau tækifæri sem fyrir hendi eru. Til þess þarf að sýna frumkvæði og hugrekki og verja lágmarkskjör. Það hefur tekist með þessum samningi að mínu mati og á Birtingur heiður skilinn að eiga þar hlut að máli,“ segir Hjálmar. Hann segir þörf á meiri hækkunum en þetta sé mikilvægt skref til að snúa vörn í sókn en blaðamenn eru afar ósáttir við laun sín sem hafa dregist verulega saman á undanförnum árum og reyndar áratugum. Nýi kjarasamningurinn verður birtur þegar hann hefur verið kynntur og afgreiddur af þeim blaðamönnum sem hann tekur til. Birtingur er í eigu fjárfestingarfélagsins Dals sem er að hundrað prósentum í eigu Halldórs Kristmannssonar. Ný launatafla og grunnkaupshækkanir Nýi samningurinn var undirritaður nú í hádeginu með fyrirvara um samþykki samninganefndar BÍ og félagsmanna BÍ á Birtingi og stjórnar Birtings. Kynning og atkvæðagreiðsla um samninginn fer fram á morgun en hann gildir í þrjú ár eða til 1. nóvember 2022. Samningurinn felur meðal annars í sér gildistöku nýrrar launatöflu, grunnkaupshækkanir, hækkun á endurgreiddum kostnaði, endurskoðun á vaktaálagi og gildistöku á samningi um framsal á höfundarrétti, auk fleiri smærri atriða. Samningurinn er vel innan þeirrar launastefnu sem mótuð hefur verið á árinu á almennum vinnumarkaði. Útgáfufélagið Birtingur gefur út tímaritin Gestgjafann, Vikuna og Hús og Híbýli og dagblaðið Mannlíf og er stór vinnustaður blaðamanna.Eins og fram hefur komið hafa blaðamenn stærri miðla boðað til verkfallsaðgerða. Samningafundur hefur verið boðaður hjá ríkissáttasemjara á morgun klukkan 10.30 með Blaðamannafélaginu og þeim miðlum sem eru innan Samtaka atvinnulífsins.Fyrirvari: Blaðamenn Vísis eru í Blaðamannafélagi Íslands. Fjölmiðlar Kjaramál Tengdar fréttir Grunnlaun blaðamanna átakanlega léleg í öllum samanburði Formaður Blaðamannafélags Íslands segir stefna í skæruverkföll. 21. október 2019 16:49 Verkföll gætu stöðvað blaðaútgáfu á svörtum föstudegi Aðgerðaáætlun vegna hugsanlegra verkfalla Blaðamannafélagsins er í mótun en er orðin nokkuð endanleg. 24. október 2019 06:00 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Tekist hafa samningar milli Blaðamannafélags Íslands og útgáfufélagsins Birtings, en það stendur utan Samtaka atvinnulífsins. Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands segist gríðarlega ánægður með að nást hafi samningar við Birting og bindur vonir við að samningar náist á næstu dögum við aðra smærri miðla.Tók viku að semja Þessar tilteknu samningaviðræður tóku viku en samningar við SA hafa hins vegar staðið nú í sjö mánuði, samningar blaðamanna á miðlum sem eiga aðild að SA hafa verið lausir frá áramótum. „Það skiptir höfuðmáli í þeirri erfiðu stöðu sem fjölmiðlar eru í, að taka höndum saman, sækja fram, og nýta þau tækifæri sem fyrir hendi eru. Til þess þarf að sýna frumkvæði og hugrekki og verja lágmarkskjör. Það hefur tekist með þessum samningi að mínu mati og á Birtingur heiður skilinn að eiga þar hlut að máli,“ segir Hjálmar. Hann segir þörf á meiri hækkunum en þetta sé mikilvægt skref til að snúa vörn í sókn en blaðamenn eru afar ósáttir við laun sín sem hafa dregist verulega saman á undanförnum árum og reyndar áratugum. Nýi kjarasamningurinn verður birtur þegar hann hefur verið kynntur og afgreiddur af þeim blaðamönnum sem hann tekur til. Birtingur er í eigu fjárfestingarfélagsins Dals sem er að hundrað prósentum í eigu Halldórs Kristmannssonar. Ný launatafla og grunnkaupshækkanir Nýi samningurinn var undirritaður nú í hádeginu með fyrirvara um samþykki samninganefndar BÍ og félagsmanna BÍ á Birtingi og stjórnar Birtings. Kynning og atkvæðagreiðsla um samninginn fer fram á morgun en hann gildir í þrjú ár eða til 1. nóvember 2022. Samningurinn felur meðal annars í sér gildistöku nýrrar launatöflu, grunnkaupshækkanir, hækkun á endurgreiddum kostnaði, endurskoðun á vaktaálagi og gildistöku á samningi um framsal á höfundarrétti, auk fleiri smærri atriða. Samningurinn er vel innan þeirrar launastefnu sem mótuð hefur verið á árinu á almennum vinnumarkaði. Útgáfufélagið Birtingur gefur út tímaritin Gestgjafann, Vikuna og Hús og Híbýli og dagblaðið Mannlíf og er stór vinnustaður blaðamanna.Eins og fram hefur komið hafa blaðamenn stærri miðla boðað til verkfallsaðgerða. Samningafundur hefur verið boðaður hjá ríkissáttasemjara á morgun klukkan 10.30 með Blaðamannafélaginu og þeim miðlum sem eru innan Samtaka atvinnulífsins.Fyrirvari: Blaðamenn Vísis eru í Blaðamannafélagi Íslands.
Fjölmiðlar Kjaramál Tengdar fréttir Grunnlaun blaðamanna átakanlega léleg í öllum samanburði Formaður Blaðamannafélags Íslands segir stefna í skæruverkföll. 21. október 2019 16:49 Verkföll gætu stöðvað blaðaútgáfu á svörtum föstudegi Aðgerðaáætlun vegna hugsanlegra verkfalla Blaðamannafélagsins er í mótun en er orðin nokkuð endanleg. 24. október 2019 06:00 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Grunnlaun blaðamanna átakanlega léleg í öllum samanburði Formaður Blaðamannafélags Íslands segir stefna í skæruverkföll. 21. október 2019 16:49
Verkföll gætu stöðvað blaðaútgáfu á svörtum föstudegi Aðgerðaáætlun vegna hugsanlegra verkfalla Blaðamannafélagsins er í mótun en er orðin nokkuð endanleg. 24. október 2019 06:00