Íslensku landsliðsmennirnir mætast í kvöld í einum af „úrslitaleikjunum“ um sænska titilinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. október 2019 15:30 Arnór Ingvi Traustason í fyrri leik liðanna í lok júní. Getty/ Michael Campanella Íslendingaslagur Malmö og AIK í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld er einn af úrslitaleikjum tímabilsins. Með sigri geta bæði lið komist á toppinn fyrir lokaumferðina. Spennan á toppi Allsvenskan í ár er mjög mikil enda geta ennþá fjögur félög unnið titilinn. Þetta er því mjög mikilvægt kvöld fyrir íslensku landsliðsmennina Arnór Ingva Traustason og Kolbein Sigþórsson. Lið þeirra mætast þá í næstsíðustu umferð sænsku deildarinnar en þau eru bæði með 59 stig og eru aðeins þremur stigum frá toppsætinu. Meistaravonir beggja liða gætu dáið með tapi því Djurgården spilar á sama tíma og getur komist upp í 65 stig með sigri á Örebro. Jafntefli eða tap hjá Malmö eða AIK myndi þá þýða að það lið ætti engan möguleika í lokaumferðinni.Oscar Lewicki redo för toppmatch! "Det är en final, så är det bara"https://t.co/TdVLFmewqJ — Malmö FF (@Malmo_FF) October 27, 2019 Arnór Ingvi Traustason og félagar í Malmö eru á heimavelli og þurfa nauðsynlega að bæta fyrir tap á móti Hammarby í síðasta leik. Kolbeinn Sigþórsson og félagar í AIK hafa aftur á móti unnið tvo síðustu leiki sína. Malmö er reyndar með mun betri markatölu en AIK og er því í betri málum með sigri. Liðin mættust í júní og gerðu þá markalaust jafntefli. Arnór Ingvi spilaði þá allan leikinn en Kolbeinn kom inná sem varamaður. Hammarby er við hlið Djurgården á toppnum með 62 stig en Hammarby vann sinn leik í umferðinni um helgina. Það er ekki að auðvelda Malmö lífið að liðið er á fullu í Evrópudeildinni þar sem liðið vann svissneska liðið vann Lugano á fimmtudaginn var. Lokaumferð sænsku deildarinnar fer síðan fram á laugardaginn kemur. Þar mætir Malmö liði Örebro á heimavelli en AIK fær GIF Sundsvall í heimsókn. Örebro er í 9. sæti en Sundsvall er í næstneðsta sæti. Sænski boltinn Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Bein útsending: Arnar situr fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Sjá meira
Íslendingaslagur Malmö og AIK í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld er einn af úrslitaleikjum tímabilsins. Með sigri geta bæði lið komist á toppinn fyrir lokaumferðina. Spennan á toppi Allsvenskan í ár er mjög mikil enda geta ennþá fjögur félög unnið titilinn. Þetta er því mjög mikilvægt kvöld fyrir íslensku landsliðsmennina Arnór Ingva Traustason og Kolbein Sigþórsson. Lið þeirra mætast þá í næstsíðustu umferð sænsku deildarinnar en þau eru bæði með 59 stig og eru aðeins þremur stigum frá toppsætinu. Meistaravonir beggja liða gætu dáið með tapi því Djurgården spilar á sama tíma og getur komist upp í 65 stig með sigri á Örebro. Jafntefli eða tap hjá Malmö eða AIK myndi þá þýða að það lið ætti engan möguleika í lokaumferðinni.Oscar Lewicki redo för toppmatch! "Det är en final, så är det bara"https://t.co/TdVLFmewqJ — Malmö FF (@Malmo_FF) October 27, 2019 Arnór Ingvi Traustason og félagar í Malmö eru á heimavelli og þurfa nauðsynlega að bæta fyrir tap á móti Hammarby í síðasta leik. Kolbeinn Sigþórsson og félagar í AIK hafa aftur á móti unnið tvo síðustu leiki sína. Malmö er reyndar með mun betri markatölu en AIK og er því í betri málum með sigri. Liðin mættust í júní og gerðu þá markalaust jafntefli. Arnór Ingvi spilaði þá allan leikinn en Kolbeinn kom inná sem varamaður. Hammarby er við hlið Djurgården á toppnum með 62 stig en Hammarby vann sinn leik í umferðinni um helgina. Það er ekki að auðvelda Malmö lífið að liðið er á fullu í Evrópudeildinni þar sem liðið vann svissneska liðið vann Lugano á fimmtudaginn var. Lokaumferð sænsku deildarinnar fer síðan fram á laugardaginn kemur. Þar mætir Malmö liði Örebro á heimavelli en AIK fær GIF Sundsvall í heimsókn. Örebro er í 9. sæti en Sundsvall er í næstneðsta sæti.
Sænski boltinn Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Bein útsending: Arnar situr fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Sjá meira