Hróp gerð að gagnrýnendum Weinstein á viðburði í New York Kjartan Kjartansson skrifar 25. október 2019 12:51 Weinstein hefur lítið látið sjá sig opinberlega eftir að ásakanir á hendur honum komust í hámæli. Vísir/EPA Tveimur konum var vísað út af viðburði fyrir upprennandi leikara í New York og baulað var á aðra sem gagnrýndi veru Harveys Weinstein, kvikmyndaframleiðandans sem hefur verið sakaður um aragrúa kynferðisbrota, þar. Talsmaður Weinstein sagði framferði kvennanna „dónalegt“ og „óþarft“. Weinstein var boðið á viðburðinn „Leikarastundina“ þrátt fyrir að hann hafi ítrekað verið sakaður um að beita konur kynferðislegu ofbeldi eða áreita þær, þar á meðal leikkonur. Hann gengur nú laus gegn tryggingu en á að koma fyrir dómara vegna ásakana um nauðgun í janúar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Kelly Bachman, uppistandari, gagnrýndi Weinstein beint af sviðinu á viðburðinum og vísaði til hans sem „fílsins í herberginu“ og „Freddy Krueger“, persónu úr þekktum hryllingsmyndum. „Ég vissi ekki að við þyrftum að taka með okkar eigin piparúða og nauðgunarflautu á Leikarastundina,“ sagði Bachman. Einhverjir viðstaddir bauluðu á Bachman og sögðu henni að þegja. Aðrir klöppuðu og fögnuðu henni. Síðar nálguðust þær Amber Rollo, grínisti, og Zoe Stuckles, leikkona, borð Weinstein og spurðu hvort enginn ætlaði að segja nokkuð. Rollo sagðist síðar hafa kallað Weinstein „skrýmsli“. Þeim var báðum vísað af viðburðinum. Bachman birti síðar myndband af ummælum sínum á sviðinu. Hún sagði The Guardian að orð sín hefðu „sogað loftið úr herberginu“. „Mér fannst í lagi að það væri þögn. Í aðstæðum sem þessum vil ég ekki að fólki líði þægilega,“ sagði hún. Uppljóstranir kvenna um áreitni og ofbeldi Weinstein árið 2017 urðu kveikjan að MeToo-byltingunni svonefndu sem breiddist út víða um heim í kjölfarið. Bandaríkin MeToo Mál Harvey Weinstein Tengdar fréttir Weinstein nær samkomulagi við þær sem bera hann sökum Samkomulagið sagt 44 milljóna dollara virði. 24. maí 2019 13:56 Segir hjartað brostið vegna samkomulags á milli Weinsteins og fórnarlamba hans Fyrirsætan Zoe Brock segir að hjartað sitt sé brostið vegna frétta af náðst hafi samkomulag milli Harvey Weinstein, fyrrverandi stjórnarmeðlima fyrirtækis hans og kvennanna sem sakað hafa Weinstein um kynferðislega misnotkun 25. maí 2019 22:08 Fjölmiðlar berjast fyrir því að réttarhöldin yfir Weinstein verði opin almenningi Associated Press og New York Times eru á meðal þeirra fjölmiðla sem berjast nú fyrir því að réttarhöldin yfir kvikmyndamógúlnum Harvey Weinstein verði opin almenningi. 26. apríl 2019 08:30 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Tveimur konum var vísað út af viðburði fyrir upprennandi leikara í New York og baulað var á aðra sem gagnrýndi veru Harveys Weinstein, kvikmyndaframleiðandans sem hefur verið sakaður um aragrúa kynferðisbrota, þar. Talsmaður Weinstein sagði framferði kvennanna „dónalegt“ og „óþarft“. Weinstein var boðið á viðburðinn „Leikarastundina“ þrátt fyrir að hann hafi ítrekað verið sakaður um að beita konur kynferðislegu ofbeldi eða áreita þær, þar á meðal leikkonur. Hann gengur nú laus gegn tryggingu en á að koma fyrir dómara vegna ásakana um nauðgun í janúar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Kelly Bachman, uppistandari, gagnrýndi Weinstein beint af sviðinu á viðburðinum og vísaði til hans sem „fílsins í herberginu“ og „Freddy Krueger“, persónu úr þekktum hryllingsmyndum. „Ég vissi ekki að við þyrftum að taka með okkar eigin piparúða og nauðgunarflautu á Leikarastundina,“ sagði Bachman. Einhverjir viðstaddir bauluðu á Bachman og sögðu henni að þegja. Aðrir klöppuðu og fögnuðu henni. Síðar nálguðust þær Amber Rollo, grínisti, og Zoe Stuckles, leikkona, borð Weinstein og spurðu hvort enginn ætlaði að segja nokkuð. Rollo sagðist síðar hafa kallað Weinstein „skrýmsli“. Þeim var báðum vísað af viðburðinum. Bachman birti síðar myndband af ummælum sínum á sviðinu. Hún sagði The Guardian að orð sín hefðu „sogað loftið úr herberginu“. „Mér fannst í lagi að það væri þögn. Í aðstæðum sem þessum vil ég ekki að fólki líði þægilega,“ sagði hún. Uppljóstranir kvenna um áreitni og ofbeldi Weinstein árið 2017 urðu kveikjan að MeToo-byltingunni svonefndu sem breiddist út víða um heim í kjölfarið.
Bandaríkin MeToo Mál Harvey Weinstein Tengdar fréttir Weinstein nær samkomulagi við þær sem bera hann sökum Samkomulagið sagt 44 milljóna dollara virði. 24. maí 2019 13:56 Segir hjartað brostið vegna samkomulags á milli Weinsteins og fórnarlamba hans Fyrirsætan Zoe Brock segir að hjartað sitt sé brostið vegna frétta af náðst hafi samkomulag milli Harvey Weinstein, fyrrverandi stjórnarmeðlima fyrirtækis hans og kvennanna sem sakað hafa Weinstein um kynferðislega misnotkun 25. maí 2019 22:08 Fjölmiðlar berjast fyrir því að réttarhöldin yfir Weinstein verði opin almenningi Associated Press og New York Times eru á meðal þeirra fjölmiðla sem berjast nú fyrir því að réttarhöldin yfir kvikmyndamógúlnum Harvey Weinstein verði opin almenningi. 26. apríl 2019 08:30 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Weinstein nær samkomulagi við þær sem bera hann sökum Samkomulagið sagt 44 milljóna dollara virði. 24. maí 2019 13:56
Segir hjartað brostið vegna samkomulags á milli Weinsteins og fórnarlamba hans Fyrirsætan Zoe Brock segir að hjartað sitt sé brostið vegna frétta af náðst hafi samkomulag milli Harvey Weinstein, fyrrverandi stjórnarmeðlima fyrirtækis hans og kvennanna sem sakað hafa Weinstein um kynferðislega misnotkun 25. maí 2019 22:08
Fjölmiðlar berjast fyrir því að réttarhöldin yfir Weinstein verði opin almenningi Associated Press og New York Times eru á meðal þeirra fjölmiðla sem berjast nú fyrir því að réttarhöldin yfir kvikmyndamógúlnum Harvey Weinstein verði opin almenningi. 26. apríl 2019 08:30