Refsilaust tuð fær tvær mínútur Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 25. október 2019 12:30 Dómararanefnd HSÍ sendi frá sér yfirlýsingu vegna dómsins þar sem niðurstaðan er hörmuð. Fréttablaðið/Ernir Þeir handboltadómarar sem Fréttablaðið náði í skottið á í gær eru vægast sagt furðu lostnir yfir dómi aganefndar HSÍ um Kristin Guðmundsson og Kristján Kristjánsson. Báðir komust hjá refsingu frá aganefndinni þrátt fyrir ummæli sín um dómara í leik ÍBV og Aftureldingar. „Ég er ekkert spenntur að fara til Vestmannaeyja og dæma eftir þetta,“ sagði einn og annar bætti við: „Dómarar eru ósáttir og það er, held ég, enginn sem bíður spenntur eftir að fara til Vestmannaeyja og dæma leik ÍBV og Fjölnis. Hvort menn segja einfaldlega nei við að fara og dæma í Vestmannaeyjum verður að koma í ljós.“ Dómarar í Olís-deild karla hafa ekkert hist formlega en eðlilega talað saman. Og það virðist vera þungt í þeim hljóðið, svo vægt sé til orða tekið. Ekki er mælst til að þeir séu að tjá sig um dóminn en svo virðist sem dómurinn hafi kveikt bál sem erfitt verði að slökkva. Þess má geta að aganefnd HSÍ er sjálfstætt starfandi og tengist HSÍ engum böndum – líkt og þekkist í fótboltanum. Dómaranefnd HSÍ sendi frá sér yfirlýsingu í kjölfar dómsins þar sem niðurstaðan er hörmuð og hún fordæmd. Segja málið grafalvarlegt þar sem vegið hafi verið að hlutleysi og æru dómaranna. Þá sé starfsumhverfi dómara eitt stórt spurningarmerki eftir úrskurðinn og lýsti dómaranefndin áhyggjum af framtíð dómara í handbolta. Tuðmenning á hliðarlínunni Merkileg tuðmenning er í handboltanum á Íslandi þegar kemur að tuði við dómara leiksins. Þjálfarar og aðrir starfsmenn tuða við dómara út í eitt nánast allan leikinn og kenna dómurum um hvert atriði sem liðin klúðra sjálf. Starfsfriður er enginn og þjálfarar haga sér eins og verstu börn á meðan leikur stendur og eftir leik. Í BS-ritgerð í íþróttafræði í Háskóla Íslands, sem heitir Samskipti handknattleiksdómara, segir: „Stór hluti þjálfara sagðist hafa reynt að hafa áhrif á ákvarðanir dómara. Þjálfarar bera ekki næga virðingu fyrir dómurum og helmingur dómara telur að aðeins sumir þjálfarar beri virðingu fyrir sér.“ Henry Birgir Gunnarsson, umsjónarmaður Seinni Bylgjunnar, segir að það sé svo merkilegt að hann hafi skrifað pistil um þessa tuðmenningu í handboltanum fyrir um 10 árum sem eigi enn jafn mikinn rétt á sér í dag. „Þá var tuðið reyndar aðeins verra en það er enn þá nokkuð í land í þessum efnum. Sé horft yfir hafið, til Bandaríkjanna og í NFL-deildina, þá sést aldrei dómaratuð. Nánast aldrei. Þar er borin virðing fyrir dómurum eins og á að vera. Í Seinni bylgjunni hefur verið kallað eftir því að dómararar fái vinnufrið því heilt yfir hafa þeir staðið sig vel. Ef þessi menning breytist ekki þá hljóta menn að skoða að taka upp harðari refsingar í leit að starfsfriði fyrir dómarana.“ Það þarf ekki að leita sérstaklega lengi til að finna viðtöl við þjálfara þar sem þeir leggja dómurunum línurnar og segja þeim til syndanna.Ömurleg ummæli í garð dómara á Íslandi „Það þarf ekkert að skoða það neitt rosalega mikið að þessi dómur sem kemur Selfyssingum í hraðaupphlaup sem þeir fá víti úr er algjör þvæla.“ - Kristinn Guðmundsson Mér fannst dómararnir missa hausinn.“ - Sveinn Aron Sveinsson „Þeir ná upp baráttu og berja okkur í tætlur. Þeir gerðu það vel. Þeir komust upp með það, því dómararnir leyfðu þeim að berja okkur.“ - Heimir Óli Heimisson „Ég skil ekki hvernig „standard-inn“ getur verið svona slakur í efstu deild.“ - Halldór Jóhann Sigfússon „Á upptökunni sést einnig þegar þjálfari Stjörnunnar hendir vatnsflösku dómaranna yfir ritaraborðið.“ - Yfirlýsing KA „Mér fannst þetta á köflum vera sirkus og þetta dómarapar á ekki heima í þessari deild.“ - Kári Garðarsson Birtist í Fréttablaðinu Olís-deild karla Olís-deild kvenna Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Sjá meira
Þeir handboltadómarar sem Fréttablaðið náði í skottið á í gær eru vægast sagt furðu lostnir yfir dómi aganefndar HSÍ um Kristin Guðmundsson og Kristján Kristjánsson. Báðir komust hjá refsingu frá aganefndinni þrátt fyrir ummæli sín um dómara í leik ÍBV og Aftureldingar. „Ég er ekkert spenntur að fara til Vestmannaeyja og dæma eftir þetta,“ sagði einn og annar bætti við: „Dómarar eru ósáttir og það er, held ég, enginn sem bíður spenntur eftir að fara til Vestmannaeyja og dæma leik ÍBV og Fjölnis. Hvort menn segja einfaldlega nei við að fara og dæma í Vestmannaeyjum verður að koma í ljós.“ Dómarar í Olís-deild karla hafa ekkert hist formlega en eðlilega talað saman. Og það virðist vera þungt í þeim hljóðið, svo vægt sé til orða tekið. Ekki er mælst til að þeir séu að tjá sig um dóminn en svo virðist sem dómurinn hafi kveikt bál sem erfitt verði að slökkva. Þess má geta að aganefnd HSÍ er sjálfstætt starfandi og tengist HSÍ engum böndum – líkt og þekkist í fótboltanum. Dómaranefnd HSÍ sendi frá sér yfirlýsingu í kjölfar dómsins þar sem niðurstaðan er hörmuð og hún fordæmd. Segja málið grafalvarlegt þar sem vegið hafi verið að hlutleysi og æru dómaranna. Þá sé starfsumhverfi dómara eitt stórt spurningarmerki eftir úrskurðinn og lýsti dómaranefndin áhyggjum af framtíð dómara í handbolta. Tuðmenning á hliðarlínunni Merkileg tuðmenning er í handboltanum á Íslandi þegar kemur að tuði við dómara leiksins. Þjálfarar og aðrir starfsmenn tuða við dómara út í eitt nánast allan leikinn og kenna dómurum um hvert atriði sem liðin klúðra sjálf. Starfsfriður er enginn og þjálfarar haga sér eins og verstu börn á meðan leikur stendur og eftir leik. Í BS-ritgerð í íþróttafræði í Háskóla Íslands, sem heitir Samskipti handknattleiksdómara, segir: „Stór hluti þjálfara sagðist hafa reynt að hafa áhrif á ákvarðanir dómara. Þjálfarar bera ekki næga virðingu fyrir dómurum og helmingur dómara telur að aðeins sumir þjálfarar beri virðingu fyrir sér.“ Henry Birgir Gunnarsson, umsjónarmaður Seinni Bylgjunnar, segir að það sé svo merkilegt að hann hafi skrifað pistil um þessa tuðmenningu í handboltanum fyrir um 10 árum sem eigi enn jafn mikinn rétt á sér í dag. „Þá var tuðið reyndar aðeins verra en það er enn þá nokkuð í land í þessum efnum. Sé horft yfir hafið, til Bandaríkjanna og í NFL-deildina, þá sést aldrei dómaratuð. Nánast aldrei. Þar er borin virðing fyrir dómurum eins og á að vera. Í Seinni bylgjunni hefur verið kallað eftir því að dómararar fái vinnufrið því heilt yfir hafa þeir staðið sig vel. Ef þessi menning breytist ekki þá hljóta menn að skoða að taka upp harðari refsingar í leit að starfsfriði fyrir dómarana.“ Það þarf ekki að leita sérstaklega lengi til að finna viðtöl við þjálfara þar sem þeir leggja dómurunum línurnar og segja þeim til syndanna.Ömurleg ummæli í garð dómara á Íslandi „Það þarf ekkert að skoða það neitt rosalega mikið að þessi dómur sem kemur Selfyssingum í hraðaupphlaup sem þeir fá víti úr er algjör þvæla.“ - Kristinn Guðmundsson Mér fannst dómararnir missa hausinn.“ - Sveinn Aron Sveinsson „Þeir ná upp baráttu og berja okkur í tætlur. Þeir gerðu það vel. Þeir komust upp með það, því dómararnir leyfðu þeim að berja okkur.“ - Heimir Óli Heimisson „Ég skil ekki hvernig „standard-inn“ getur verið svona slakur í efstu deild.“ - Halldór Jóhann Sigfússon „Á upptökunni sést einnig þegar þjálfari Stjörnunnar hendir vatnsflösku dómaranna yfir ritaraborðið.“ - Yfirlýsing KA „Mér fannst þetta á köflum vera sirkus og þetta dómarapar á ekki heima í þessari deild.“ - Kári Garðarsson
Birtist í Fréttablaðinu Olís-deild karla Olís-deild kvenna Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða