Líkamsleifar einræðisherrans Franco grafnar upp Kjartan Kjartansson skrifar 24. október 2019 12:45 Kista með líkamsleifum Franco var flutt með þyrlu til einkagrafreits fjölskyldu hans í nágrenni Madridar. Vísir/EPA Spænsk yfirvöld létu grafa upp líkamsleifar Francisco Franco, fasistaleiðtogans og fyrrum einræðisherra Spánar, í morgun. Lítill hópur ættmenna Franco og embættismanna fylgdist með athöfninni þegar líkið var grafið upp en það verður flutt í fjölskyldugrafreit norður af Madrid. Lík Franco hefur legið í grafhýsi í Dal þeirra föllnu, minnisvarða sem hann lét sjálfur reisa til minningar um þá sem féllu í borgarastríðinu sem geisaði frá 1936 til 1939. Franco ríkti yfir landinu til 1975 þegar hann lést. Afkomendum þeirra sem börðust gegn fasistahreyfingu Franco hefur gramst að fórnarlömb hans liggi nærri honum í Dal þeirra föllnu. Um hálf milljón manns féll í borgarastríðinu. Lík þúsunda lýðveldissinna sem börðust gegn Franco og her hans voru færð í Dal þeirra föllnu án samþykkis fjölskyldna þeirra á sínum tíma. Spænska þingið samþykkti að líkið skyldi grafið upp óg flutt frá Dal þeirra föllnu og hæstiréttur Spánar staðfesti í fyrra að það samræmdist lögum frá árinu 2007 um viðurkenningu á þeim sem þjáðust í stjórnartíð Franco. Fjölskylda Franco reyndi að fá dómsúrskurð til að koma í veg fyrir að líkið yrði grafið upp. Nicolás Sánchez-Albornoz sem var fangi ríkisstjórnar Franco og var neyddur til að taka þátt í byggingu Dals þeirra föllnu segir hins vegar að tími hafi verið kominn til að færa lík harðstjórans. „Við höfum beðið í marga áratugi eftir að hann hyrfi frá þessum minnisvarða sem var skammarblettur á Spáni. Allir einræðisherrar af tagi Franco hafa horfið í Evrópu, Hitler, Mussolini, og þeir voru ekki heiðraðir með svona grafhýsum,“ sagði Sánchez-Albornoz, sem nú er 93 ára gamall, við Reuters.Stuðningsmenn einræðisherrans tóku á móti kistunni við Mingurrubio-kirkjugarðinn, einn þeirra með spænskan fána sem á var letrað Franco, takk. Skiptar skoðanir eru um flutning líksins á meðal Spánverja. Í könnunum hafa rúm 40% sagst fylgjandi en rúm 30% á móti.Vísir/EPATáknrænt fyrir þjóðinaReuters-fréttastofan segir að kista með líkamsleifum einræðisherrans hafi verið flutt með þyrlu að fjölskyldugrafreit í Mingorrubio-kirkjugarðinum utan við Madrid. Þar verður Franco grafinn við hlið eiginkonu sinnar. Einhverjir hafi heyrst hrópa „Franco, lengi lifi!“ þegar kistan var flutt frá grafhýsinu í Dal þeirra föllnu. Fjölskylda Franco reyndi að fá dómsúrskurð til að koma í veg fyrir að lík hans yrði grafið upp. Elsta barnabarn og nafni Franco sakaði starfandi ríkisstjórn Sósíalistaflokksins um pólitíska tækifærismennsku fyrir kosningar í næsta mánuði. Pablo Simón, spænskur stjórnmálafræðingur, segir það gríðarlega táknrænt fyrir Spán að lík Franco hafi verið grafið upp. Minnisvarðinn í Dal þeirra föllnu hafi alltaf verið tengt þeim sem sakna stjórnar einræðisherrans. Stjórnvöld bönnuðu fjölmiðlaumfjöllun um athöfnina þar sem líkið var grafið upp. Fjölskyldu hans var jafnframt bannað að sveipa kistuna spænska fánanum. Reuters segir að barnabarn hans hafi tekið með sér fána þjóðernissinna frá tíma Franco í grafhýsið í morgun. Stuðningsmenn Franco tóku á móti kistunni við Mingorrubio-kirkjugarðinn. Spánn Tengdar fréttir Líkamsleifar Franco verða fluttar úr Dal hinna föllnu á fimmtudag Hæstiréttur Spánar gaf nýverið grænt ljós að heimilt væri að flytja jarðneskar leifar Franco úr Dal hinna föllnu 21. október 2019 10:44 Mest lesið Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Fleiri fréttir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Sjá meira
Spænsk yfirvöld létu grafa upp líkamsleifar Francisco Franco, fasistaleiðtogans og fyrrum einræðisherra Spánar, í morgun. Lítill hópur ættmenna Franco og embættismanna fylgdist með athöfninni þegar líkið var grafið upp en það verður flutt í fjölskyldugrafreit norður af Madrid. Lík Franco hefur legið í grafhýsi í Dal þeirra föllnu, minnisvarða sem hann lét sjálfur reisa til minningar um þá sem féllu í borgarastríðinu sem geisaði frá 1936 til 1939. Franco ríkti yfir landinu til 1975 þegar hann lést. Afkomendum þeirra sem börðust gegn fasistahreyfingu Franco hefur gramst að fórnarlömb hans liggi nærri honum í Dal þeirra föllnu. Um hálf milljón manns féll í borgarastríðinu. Lík þúsunda lýðveldissinna sem börðust gegn Franco og her hans voru færð í Dal þeirra föllnu án samþykkis fjölskyldna þeirra á sínum tíma. Spænska þingið samþykkti að líkið skyldi grafið upp óg flutt frá Dal þeirra föllnu og hæstiréttur Spánar staðfesti í fyrra að það samræmdist lögum frá árinu 2007 um viðurkenningu á þeim sem þjáðust í stjórnartíð Franco. Fjölskylda Franco reyndi að fá dómsúrskurð til að koma í veg fyrir að líkið yrði grafið upp. Nicolás Sánchez-Albornoz sem var fangi ríkisstjórnar Franco og var neyddur til að taka þátt í byggingu Dals þeirra föllnu segir hins vegar að tími hafi verið kominn til að færa lík harðstjórans. „Við höfum beðið í marga áratugi eftir að hann hyrfi frá þessum minnisvarða sem var skammarblettur á Spáni. Allir einræðisherrar af tagi Franco hafa horfið í Evrópu, Hitler, Mussolini, og þeir voru ekki heiðraðir með svona grafhýsum,“ sagði Sánchez-Albornoz, sem nú er 93 ára gamall, við Reuters.Stuðningsmenn einræðisherrans tóku á móti kistunni við Mingurrubio-kirkjugarðinn, einn þeirra með spænskan fána sem á var letrað Franco, takk. Skiptar skoðanir eru um flutning líksins á meðal Spánverja. Í könnunum hafa rúm 40% sagst fylgjandi en rúm 30% á móti.Vísir/EPATáknrænt fyrir þjóðinaReuters-fréttastofan segir að kista með líkamsleifum einræðisherrans hafi verið flutt með þyrlu að fjölskyldugrafreit í Mingorrubio-kirkjugarðinum utan við Madrid. Þar verður Franco grafinn við hlið eiginkonu sinnar. Einhverjir hafi heyrst hrópa „Franco, lengi lifi!“ þegar kistan var flutt frá grafhýsinu í Dal þeirra föllnu. Fjölskylda Franco reyndi að fá dómsúrskurð til að koma í veg fyrir að lík hans yrði grafið upp. Elsta barnabarn og nafni Franco sakaði starfandi ríkisstjórn Sósíalistaflokksins um pólitíska tækifærismennsku fyrir kosningar í næsta mánuði. Pablo Simón, spænskur stjórnmálafræðingur, segir það gríðarlega táknrænt fyrir Spán að lík Franco hafi verið grafið upp. Minnisvarðinn í Dal þeirra föllnu hafi alltaf verið tengt þeim sem sakna stjórnar einræðisherrans. Stjórnvöld bönnuðu fjölmiðlaumfjöllun um athöfnina þar sem líkið var grafið upp. Fjölskyldu hans var jafnframt bannað að sveipa kistuna spænska fánanum. Reuters segir að barnabarn hans hafi tekið með sér fána þjóðernissinna frá tíma Franco í grafhýsið í morgun. Stuðningsmenn Franco tóku á móti kistunni við Mingorrubio-kirkjugarðinn.
Spánn Tengdar fréttir Líkamsleifar Franco verða fluttar úr Dal hinna föllnu á fimmtudag Hæstiréttur Spánar gaf nýverið grænt ljós að heimilt væri að flytja jarðneskar leifar Franco úr Dal hinna föllnu 21. október 2019 10:44 Mest lesið Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Fleiri fréttir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Sjá meira
Líkamsleifar Franco verða fluttar úr Dal hinna föllnu á fimmtudag Hæstiréttur Spánar gaf nýverið grænt ljós að heimilt væri að flytja jarðneskar leifar Franco úr Dal hinna föllnu 21. október 2019 10:44