Sextán dæmd til dauða fyrir að hafa kveikt í nemanda Atli Ísleifsson skrifar 24. október 2019 07:30 Morðið á Nusrat vakti gríðarlega athygli í Bangladess og leiddi meðal annars til fjölmennra mótmælafunda þar sem réttlætis var krafist í nafni hinnar látnu. Getty Dómstóll í Bangladess hefur dæmt sextán manns til dauða vegna morðsins á hinni nítján ára Nusrat Jahan Rafi. Þótti sannað að hinir dæmdu hefði kveikt í Nusrat eftir að hún hafði sakað kennara sinn um kynferðislega áreitni.BBC segir frá því að Nusrat hafi látið lífið í apríl síðastliðinn í smábænum Feni, um 160 kílómetrum frá höfuðborginni Dhaka. Skólastjórinn sem Nusrat hafði sakað um áreitnina og tvær bekkjarsystur Nusrat voru í hópi þeirra sem hlutu dauðadóma. Morðið á Nusrat vakti gríðarlega athygli í Bangladess fyrr á árinu og leiddi meðal annars til fjölmennra mótmælafunda þar sem réttlætis var krafist í nafni hinnar látnu. Sjaldan hafa réttarhöld í máli sem þessu tekið svo skamman tíma, en nokkur ár tekur vanalega fyrir dómstóla í Bangladess að ná niðurstöðu morðmálum. Sagði saksóknarinn Hafez Ahmed að málið sýndi fram á að enginn kæmist upp með morð í Bangladess.Einn sakborninga leiddur út úr dómsal.EPAKveikt í Nusrat uppi á þaki skólans Verjendur hinna dæmdu segja að dómnum verði áfrýjað. Í hópi hinna dæmdu er einnig að hinna tvo stjórnmálamenn úr stjórnarflokknum Awami-bandalaginu og þrír úr starfsliði skólans. Greina fjölmiðlar frá því að saksóknarar sögðu skólastjórann Siraj Ud Doula hafa fyrirskipað morðið. Þá þótti sannað að lögreglumenn á svæðinu hafi unnið með hinum dæmdu að því að dreifa fölskum upplýsingum um að Nusrat hafi fyrirfarið sér.Lést fjórum dögum síðar BBC segir frá því að Nusrat hafi verið göbbuð upp á þak skólans þann 6. apríl síðastliðinn, ellefu dögum eftir að hún tilkynnti skólastjórann til lögreglunnar. Fjórir eða fimm, allir íklæddur búrkum, þrýstu þá á hana að draga kvörtun sína til baka. Þegar hún sagðist neita því kveiktu þeir í henni. Nusrat tókst hins vegar að sleppa frá fólkinu, en hlaut brunasár á 80 prósent líkamans. Bróðir hennar tók upp myndskeið þar sem hún sagði skólastjórann hafa snert sig á óviðeigandi máta og að hún muni berjast gegn því allt þar til að hún drægi sinn síðasta andardrátt. Hún lést svo fjórum dögum síðar af áverkum sínum. Bangladess Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Sjá meira
Dómstóll í Bangladess hefur dæmt sextán manns til dauða vegna morðsins á hinni nítján ára Nusrat Jahan Rafi. Þótti sannað að hinir dæmdu hefði kveikt í Nusrat eftir að hún hafði sakað kennara sinn um kynferðislega áreitni.BBC segir frá því að Nusrat hafi látið lífið í apríl síðastliðinn í smábænum Feni, um 160 kílómetrum frá höfuðborginni Dhaka. Skólastjórinn sem Nusrat hafði sakað um áreitnina og tvær bekkjarsystur Nusrat voru í hópi þeirra sem hlutu dauðadóma. Morðið á Nusrat vakti gríðarlega athygli í Bangladess fyrr á árinu og leiddi meðal annars til fjölmennra mótmælafunda þar sem réttlætis var krafist í nafni hinnar látnu. Sjaldan hafa réttarhöld í máli sem þessu tekið svo skamman tíma, en nokkur ár tekur vanalega fyrir dómstóla í Bangladess að ná niðurstöðu morðmálum. Sagði saksóknarinn Hafez Ahmed að málið sýndi fram á að enginn kæmist upp með morð í Bangladess.Einn sakborninga leiddur út úr dómsal.EPAKveikt í Nusrat uppi á þaki skólans Verjendur hinna dæmdu segja að dómnum verði áfrýjað. Í hópi hinna dæmdu er einnig að hinna tvo stjórnmálamenn úr stjórnarflokknum Awami-bandalaginu og þrír úr starfsliði skólans. Greina fjölmiðlar frá því að saksóknarar sögðu skólastjórann Siraj Ud Doula hafa fyrirskipað morðið. Þá þótti sannað að lögreglumenn á svæðinu hafi unnið með hinum dæmdu að því að dreifa fölskum upplýsingum um að Nusrat hafi fyrirfarið sér.Lést fjórum dögum síðar BBC segir frá því að Nusrat hafi verið göbbuð upp á þak skólans þann 6. apríl síðastliðinn, ellefu dögum eftir að hún tilkynnti skólastjórann til lögreglunnar. Fjórir eða fimm, allir íklæddur búrkum, þrýstu þá á hana að draga kvörtun sína til baka. Þegar hún sagðist neita því kveiktu þeir í henni. Nusrat tókst hins vegar að sleppa frá fólkinu, en hlaut brunasár á 80 prósent líkamans. Bróðir hennar tók upp myndskeið þar sem hún sagði skólastjórann hafa snert sig á óviðeigandi máta og að hún muni berjast gegn því allt þar til að hún drægi sinn síðasta andardrátt. Hún lést svo fjórum dögum síðar af áverkum sínum.
Bangladess Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Sjá meira