Vilja nýta glatorku frá Elkem Sighvatur Arnmundsson skrifar 24. október 2019 06:00 Mögulegt er að endurheimta 70-80 MW af varmaorku sem fer til spillis við framleiðsluna. Fréttablaðið/Anton Brink Þróunarfélag Grundartanga og kísilver Elkem vinna nú að nýtingu þeirrar umframorku sem myndast við framleiðslu verksmiðjunnar. Í framleiðsluferlinu myndast mikill varmi sem hingað til hefur ekki verið nýttur og er þar talað um glatvarma. „Hugmyndin að baki því að nýta þennan glatvarma er að fanga þessa orku í stað þess að láta hana fara út í andrúmsloftið. Við gætum kannski endurheimt 70-80 megavött af varmaorku eða í kringum 20-30 megavött af raforku með þessu,“ segir Þorsteinn Hannesson, sérfræðingur hjá Elkem. Þorsteinn segir þetta byggja á tiltölulega vel þekktri tækni sem sé í sjálfu sér ekki mjög flókið að útfæra. Spurningin sé bara hvernig orkan verði nýtt en hún gæti bæði nýst fyrirtækjum á svæðinu sem og íbúum. Ólafur Adolfsson, formaður Þróunarfélags Grundartanga, segir mikil tækifæri liggja í verkefninu. Meðal þess sem nefnt hefur verið varðandi orkunýtingu er þörungarækt, fiskeldi og ylrækt. Nærtækasti kosturinn felist hins vegar í hitaveitu en hingað til hefur þurft að nýta raforku til að hita húsnæði og neysluvatn. „Við höfum í rauninni unnið að þessu í rúmt ár núna og höfum verið að fikra okkur lengra og lengra. Núna erum við að teikna upp fýsileikann af verkefninu og skoða hvernig við komum þessu á koppinn,“ segir Ólafur.Ólafur Adolfsson, formaður Þrounarfélags Grundartanga.Hann segir að ráðast þurfi í umtalsverðar fjárfestingar til þess að verkefnið verði að veruleika. „Við ætlum að fara eins langt og við komumst og teljum að þetta sé mjög hagfellt. Þetta samrýmist þeirri hugsun sem Þróunarfélagið stendur fyrir. Þarna erum við í rauninni að koma í veg fyrir sóun á orku.“ Þorsteinn segir að nú sé búið að kortleggja verkefnið þokkalega vel. „Við erum að viða að okkur hugmyndum og opna umræðu við hugsanlega samstarfsaðila.“ Elkem stefnir að því að framleiðslan verði kolefnishlutlaus árið 2040 og er glatvarminn hluti af þeirri vinnu. Fái glatvarmaverkefnið fullan meðbyr og takist að fjármagna það gæti það í heild orðið að veruleika eftir um áratug. Þó gætu ýmis minni verkefni orðið að veruleika mun fyrr. Þannig hefur verið skoðað í samstarfi við Lífland, sem rekur fóðurverksmiðju á Grundartanga, að útvega gufu til að þurrka fóðrið. Með því að nýta gufu frá Elkem í stað þess að framleiða hana með olíu, gæti kolefnissporið minnkað um þúsund tonn af CO2 á ári. Þróunarfélagið og Elkem vinna einnig að nýtingu kolefnis en það verkefni er skemmra á veg komið. Meðal annars er til skoðunar binding koldíoxíðs með niðurdælingu eins og gert hefur verið í Hellisheiðarvirkjun. Ólafur bendir á að kolefnið sé verðmætt og margar leiðir til að nýta það. Verksmiðja Elkem losar um 450 þúsund tonn af CO2 á ári sem er milli 11 og 12 prósent af heildarlosun Íslands. „Við gætum til dæmis framleitt lífdísil fyrir allan fiskiskipaflotann á Íslandi. Það er auðvitað stórt og flókið verkefni en samræmist okkar áherslum því markmiðið er auðvitað að ná kolefnissporinu niður í núll,“ segir Ólafur. Birtist í Fréttablaðinu Hvalfjarðarsveit Orkumál Stóriðja Mest lesið Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent 80 ára fyrirtæki í örum breytingum og vexti Framúrskarandi kynning Fleiri fréttir Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira
Þróunarfélag Grundartanga og kísilver Elkem vinna nú að nýtingu þeirrar umframorku sem myndast við framleiðslu verksmiðjunnar. Í framleiðsluferlinu myndast mikill varmi sem hingað til hefur ekki verið nýttur og er þar talað um glatvarma. „Hugmyndin að baki því að nýta þennan glatvarma er að fanga þessa orku í stað þess að láta hana fara út í andrúmsloftið. Við gætum kannski endurheimt 70-80 megavött af varmaorku eða í kringum 20-30 megavött af raforku með þessu,“ segir Þorsteinn Hannesson, sérfræðingur hjá Elkem. Þorsteinn segir þetta byggja á tiltölulega vel þekktri tækni sem sé í sjálfu sér ekki mjög flókið að útfæra. Spurningin sé bara hvernig orkan verði nýtt en hún gæti bæði nýst fyrirtækjum á svæðinu sem og íbúum. Ólafur Adolfsson, formaður Þróunarfélags Grundartanga, segir mikil tækifæri liggja í verkefninu. Meðal þess sem nefnt hefur verið varðandi orkunýtingu er þörungarækt, fiskeldi og ylrækt. Nærtækasti kosturinn felist hins vegar í hitaveitu en hingað til hefur þurft að nýta raforku til að hita húsnæði og neysluvatn. „Við höfum í rauninni unnið að þessu í rúmt ár núna og höfum verið að fikra okkur lengra og lengra. Núna erum við að teikna upp fýsileikann af verkefninu og skoða hvernig við komum þessu á koppinn,“ segir Ólafur.Ólafur Adolfsson, formaður Þrounarfélags Grundartanga.Hann segir að ráðast þurfi í umtalsverðar fjárfestingar til þess að verkefnið verði að veruleika. „Við ætlum að fara eins langt og við komumst og teljum að þetta sé mjög hagfellt. Þetta samrýmist þeirri hugsun sem Þróunarfélagið stendur fyrir. Þarna erum við í rauninni að koma í veg fyrir sóun á orku.“ Þorsteinn segir að nú sé búið að kortleggja verkefnið þokkalega vel. „Við erum að viða að okkur hugmyndum og opna umræðu við hugsanlega samstarfsaðila.“ Elkem stefnir að því að framleiðslan verði kolefnishlutlaus árið 2040 og er glatvarminn hluti af þeirri vinnu. Fái glatvarmaverkefnið fullan meðbyr og takist að fjármagna það gæti það í heild orðið að veruleika eftir um áratug. Þó gætu ýmis minni verkefni orðið að veruleika mun fyrr. Þannig hefur verið skoðað í samstarfi við Lífland, sem rekur fóðurverksmiðju á Grundartanga, að útvega gufu til að þurrka fóðrið. Með því að nýta gufu frá Elkem í stað þess að framleiða hana með olíu, gæti kolefnissporið minnkað um þúsund tonn af CO2 á ári. Þróunarfélagið og Elkem vinna einnig að nýtingu kolefnis en það verkefni er skemmra á veg komið. Meðal annars er til skoðunar binding koldíoxíðs með niðurdælingu eins og gert hefur verið í Hellisheiðarvirkjun. Ólafur bendir á að kolefnið sé verðmætt og margar leiðir til að nýta það. Verksmiðja Elkem losar um 450 þúsund tonn af CO2 á ári sem er milli 11 og 12 prósent af heildarlosun Íslands. „Við gætum til dæmis framleitt lífdísil fyrir allan fiskiskipaflotann á Íslandi. Það er auðvitað stórt og flókið verkefni en samræmist okkar áherslum því markmiðið er auðvitað að ná kolefnissporinu niður í núll,“ segir Ólafur.
Birtist í Fréttablaðinu Hvalfjarðarsveit Orkumál Stóriðja Mest lesið Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent 80 ára fyrirtæki í örum breytingum og vexti Framúrskarandi kynning Fleiri fréttir Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira