Málið vakti mikla athygli og hefur lögregla nú leitað til almennings við að hafa uppi á manninum sem grunaður er um aðild að verknaðinum. Saksóknarar telja að ódæðismaðurinn hafi í raun ætlað sér að myrða eiginmann Karolin.
23 ára karlmaður hefur verið í gæsluvarðhaldi um nokkurt skeið vegna gruns um að tengjast morðinu. Enn hefur þó ekki tekist að hafa upp í manninum sem talinn er að hafi tekið í gikkinn.
Áður hefur lögregla birt myndir af Mercedes-bíl sem talið er að morðinn hafi flúið í af vettvangi.
Barnsfaðir Karolin, sem talið eru að hafi verið raunverulegt skotmark árásarmannsins, er 35 ára gamall en hann hafði tengingar í undirheima Malmö. Árið 2010 var hann dæmdur til átta ára fangelsisvistar fyrir aðild sína að Bröndby-ráninu þar sem ræningjar komust undan með 60 milljónir danskra króna í farteskinu. Kom maðurinn að skipulagningu ránsins ásamt því að vera einn af þeim sem frömdu það.
