Flokkur Trudeaus með flest sæti en næstflest atkvæði Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 22. október 2019 18:45 Skipting þingsæta eftir kosningar gærdagsins. Vísir/Grafík Frjálslyndi flokkurinn tapaði meirihluta sínum í þingkosningum sem fram fóru í Kanada í gær. Flokkurinn verður þó enn stærstur á þingi. Justin Trudeau mun því halda kanadíska forsætisráðuneytinu og mun hann væntanlega leiða minnihlutastjórn flokks síns. „Við Kanadamenn vil ég segja að það hefur verið mér sannur heiður að þjóna ykkur undanfarin fjögur ár. Í dag hafið þið sent okkur aftur til starfa,“ sagði Trudeau við stuðningsmenn í nótt.Sjá má á niðurstöðunum að hlutfallið á milli atkvæða og þingsæta er verulega skakkt. Íhaldsflokkurinn fékk flest atkvæði en færri þingsæti en Frjálslyndi flokkurinn. Nýir demókratar fengu svo rúmlega tvöfalt fleiri atkvæða en flokkur aðskilnaðarsinna í Quebec en öllu færri sæti. Þetta er vegna þess að í Kanada eru einmenningskjördæmi og fær sá frambjóðandi með flest atkvæði þingsætið. Trudeau lofaði því í febrúar 2017 að þessu fyrirkomulagi yrði breytt en við það var ekki staðið. Samkvæmt breska ríkisútvarpinu er meðallíftími minnihlutastjórna í Kanada ekki nema hálft annað ár. Trudeau mun því þurfa á traustum stuðningi að halda á kjörtímabilinu til þess að verjast vantrausti og að koma málum í gegnum þingið. Nýir demókratar eru taldir líklegasti samstarfsaðilinn og hafði Jagmeet Singh, leiðtogi flokksins, þetta að segja í nótt: „Við munum nýta þá orku sem hefur byggst upp í kosningabaráttunni til þess að leika uppbyggilegt hlutverk á nýju þingi Kanadamanna.“ Kanada Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Fleiri fréttir Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Sjá meira
Frjálslyndi flokkurinn tapaði meirihluta sínum í þingkosningum sem fram fóru í Kanada í gær. Flokkurinn verður þó enn stærstur á þingi. Justin Trudeau mun því halda kanadíska forsætisráðuneytinu og mun hann væntanlega leiða minnihlutastjórn flokks síns. „Við Kanadamenn vil ég segja að það hefur verið mér sannur heiður að þjóna ykkur undanfarin fjögur ár. Í dag hafið þið sent okkur aftur til starfa,“ sagði Trudeau við stuðningsmenn í nótt.Sjá má á niðurstöðunum að hlutfallið á milli atkvæða og þingsæta er verulega skakkt. Íhaldsflokkurinn fékk flest atkvæði en færri þingsæti en Frjálslyndi flokkurinn. Nýir demókratar fengu svo rúmlega tvöfalt fleiri atkvæða en flokkur aðskilnaðarsinna í Quebec en öllu færri sæti. Þetta er vegna þess að í Kanada eru einmenningskjördæmi og fær sá frambjóðandi með flest atkvæði þingsætið. Trudeau lofaði því í febrúar 2017 að þessu fyrirkomulagi yrði breytt en við það var ekki staðið. Samkvæmt breska ríkisútvarpinu er meðallíftími minnihlutastjórna í Kanada ekki nema hálft annað ár. Trudeau mun því þurfa á traustum stuðningi að halda á kjörtímabilinu til þess að verjast vantrausti og að koma málum í gegnum þingið. Nýir demókratar eru taldir líklegasti samstarfsaðilinn og hafði Jagmeet Singh, leiðtogi flokksins, þetta að segja í nótt: „Við munum nýta þá orku sem hefur byggst upp í kosningabaráttunni til þess að leika uppbyggilegt hlutverk á nýju þingi Kanadamanna.“
Kanada Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Fleiri fréttir Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Sjá meira