„Les ekki handrit nema það sé eitthvað undir sæng“ Stefán Árni Pálsson skrifar 22. október 2019 10:30 Katla Margrét tók á móti Sindra klukkan átta um morgunin og hún var ekki vöknuð þegar hann mætti. „Ég les ekki handrit nema það sé eitthvað undir sæng og vel helst mótleikarann,“ segir stórleikkonan Katla Margrét Þorgeirsdóttir í léttum tón við Sindra Sindrason sem hitti hana í gærmorgun á heimili hennar. Sindri fór í morgunkaffi til Kötlu klukkan 8:00, fékk að vita jafn mikið um einkalíf hennar og vinnuna en hún slær í gegn í myndinni um Agnesi Joy sem nú er komin í sýningu. Katla hefur komið víða við á ferlinum, verið meira og minna í Borgarleikhúsinu frá árinu 2000 og síðast í Mama Mia, Rocky Horror og Ellý. Hún hefur þó einnig verið í fimm seríum af Stelpunum, verið í Skaupinu og Ófærð. Hvað skyldi vera skemmtilegast? „Yfirleitt er það þannig að það ratar mjög skemmtilegt fólk í leikhúsið. Ég hef ekki hitt leiðinlegan leikara, ekki enn. Þetta verður svona eins og annað heimili manns,“ segir Katla en í leikhúsinu verður ekkert tekið upp tvisvar. Katla fer mikinn í kvikmyndinni Agnes Joy. „Ef þú gerir mistök á sviðinu verða þau ekki leiðrétt. Ég hef til dæmis dottið á sviðinu. Ég datt í Ellý og við vorum að fara inn í syrpu beint eftir hlé og það er ekkert tækifæri til að leiðrétta eða laga. Þau eru ennþá veinandi yfir þessu samleikarar mínir, því þetta var ekkert sérlega tignarlegt fall. Ég bara datt eins og hryssa,“ segir Katla og bætir því við að hver einasti áhorfandi í salnum hafi séð atvikið. Katla segist aldrei hafa dreymt um það að verða fræg leikkona erlendis. „Mér líður vel hérna og það er svo skemmtilegt við þennan bransa hér að maður kemst oft út. Við höfum farið til Kína með leikrit úr Borgarleikhúsinu og Pólland og Indlands og núna til Suður-Kóreu með Agnesi Joy. Svoleiðis ferðalög eru rosalega gefandi og brjóta þetta upp.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Bíó og sjónvarp Ísland í dag Leikhús Morgunkaffi í Íslandi í dag Mest lesið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Fleiri fréttir Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Sjá meira
„Ég les ekki handrit nema það sé eitthvað undir sæng og vel helst mótleikarann,“ segir stórleikkonan Katla Margrét Þorgeirsdóttir í léttum tón við Sindra Sindrason sem hitti hana í gærmorgun á heimili hennar. Sindri fór í morgunkaffi til Kötlu klukkan 8:00, fékk að vita jafn mikið um einkalíf hennar og vinnuna en hún slær í gegn í myndinni um Agnesi Joy sem nú er komin í sýningu. Katla hefur komið víða við á ferlinum, verið meira og minna í Borgarleikhúsinu frá árinu 2000 og síðast í Mama Mia, Rocky Horror og Ellý. Hún hefur þó einnig verið í fimm seríum af Stelpunum, verið í Skaupinu og Ófærð. Hvað skyldi vera skemmtilegast? „Yfirleitt er það þannig að það ratar mjög skemmtilegt fólk í leikhúsið. Ég hef ekki hitt leiðinlegan leikara, ekki enn. Þetta verður svona eins og annað heimili manns,“ segir Katla en í leikhúsinu verður ekkert tekið upp tvisvar. Katla fer mikinn í kvikmyndinni Agnes Joy. „Ef þú gerir mistök á sviðinu verða þau ekki leiðrétt. Ég hef til dæmis dottið á sviðinu. Ég datt í Ellý og við vorum að fara inn í syrpu beint eftir hlé og það er ekkert tækifæri til að leiðrétta eða laga. Þau eru ennþá veinandi yfir þessu samleikarar mínir, því þetta var ekkert sérlega tignarlegt fall. Ég bara datt eins og hryssa,“ segir Katla og bætir því við að hver einasti áhorfandi í salnum hafi séð atvikið. Katla segist aldrei hafa dreymt um það að verða fræg leikkona erlendis. „Mér líður vel hérna og það er svo skemmtilegt við þennan bransa hér að maður kemst oft út. Við höfum farið til Kína með leikrit úr Borgarleikhúsinu og Pólland og Indlands og núna til Suður-Kóreu með Agnesi Joy. Svoleiðis ferðalög eru rosalega gefandi og brjóta þetta upp.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Bíó og sjónvarp Ísland í dag Leikhús Morgunkaffi í Íslandi í dag Mest lesið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Fleiri fréttir Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Sjá meira