Fékk tvær refsingar en vann samt íslensku stelpurnar í fyrsta hluta CrossFit open Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. október 2019 10:30 Anníe Mist Þórisdóttir eftir góða æfingu. Instagram/anniethorisdottir Nú stendur yfir opni hluti heimsleikanna í CrossFit þar sem CrossFit fólkið fær tækifæri til að tryggja sér sæti á heimsleikunum á næsta ári. Íslendingar voru meðal efstu manna en tókst þó ekki að tryggja sér peningaverðlaunin fyrir fyrsta hlutann. Sigurvegar hvers hluta í CrossFit open fá tvö þúsund og tuttugu dollara í sinn hlut eða um 253 þúsund krónur. Grikkinn Lefteris Theofanidis og hin írska Emma McQuaid gerðu betur en allir í fyrsta hlutanum en Ísland átti þrjá keppendur á topp fimm. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir stóð sig best af íslensku stelpunum og náði þriðja sætinu en Anníe Mist Þórisdóttir varð fimmta. Katrín Tanja Davíðsdóttir varð síðan í 28. sæti. Björgvin Karl Guðmundsson varð í þriðja sæti hjá körlunum en handbolta- og fótboltadómarinn Sigurður Hjörtur Þrastarson kom næstu íslensku karlanna í 34. sætinu.Greece’s Lefteris Theofanidis and Ireland’s Emma McQuaid win Open Workout #20point1 and US$2,020. https://t.co/2ePfGnqAy4 — The CrossFit Games (@CrossFitGames) October 21, 2019 Fyrsti hlutinn var tímaþraut þar sem keppendur gerðu tíu umferðir af því að lyfta 43/29,4 kílóa slá frá jörðu og yfir höfuð átta sinnum og fylgja því eftir með tíu „burpees“. Þetta er klassísk CrossFit æfing sem reynir vel á viðkomandi. Strákarnir lyfta þyngri slánni. Grikkinn Lefteris Theofanidis kláraði þetta á 8:05 mínútum en hin írska Emma McQuaid á 7:55 mínútum. Emma McQuaid skilaði reyndar inn tímanum 7:41 mínútur en fékk á sig tvær refsingar og tíminn hennar endaði því í 7:55 mínútum. Björgvin Karl Guðmundsson kláraði á 8:16 mínútum en Ragnheiður Sara á 8:11 mínútum. Anníe Mist fór þetta á 8:25 mínútum. Emma McQuaid keppti á heimsleikunum í fyrsta sinn á þessu ári og náði 21. sæti. Lefteris Theofanidis var líka með í fyrsta sinn í ár og endaði þar í 60. sæti. Þau eru bæði þrítug..@IcelandAnnie: “600+ DU later! Still smiling Who else looked at the timer 10 min in and got a shock?? That was a different kind of pain then last week Full video uploaded ” https://t.co/uRkeSQuxCMpic.twitter.com/1fd3jJyhMv — The CrossFit Games (@CrossFitGames) October 19, 2019 CrossFit Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Messi slær enn eitt metið Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Fleiri fréttir Fjögur lið sýnt LeBron áhuga NFL goðsögn féll frá um helgina Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sinner fagnaði sigri á Wimbledon Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Endurkoman í þriðja leikhluta ekki nóg fyrir Ísland á U20 EuroBasket Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sjá meira
Nú stendur yfir opni hluti heimsleikanna í CrossFit þar sem CrossFit fólkið fær tækifæri til að tryggja sér sæti á heimsleikunum á næsta ári. Íslendingar voru meðal efstu manna en tókst þó ekki að tryggja sér peningaverðlaunin fyrir fyrsta hlutann. Sigurvegar hvers hluta í CrossFit open fá tvö þúsund og tuttugu dollara í sinn hlut eða um 253 þúsund krónur. Grikkinn Lefteris Theofanidis og hin írska Emma McQuaid gerðu betur en allir í fyrsta hlutanum en Ísland átti þrjá keppendur á topp fimm. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir stóð sig best af íslensku stelpunum og náði þriðja sætinu en Anníe Mist Þórisdóttir varð fimmta. Katrín Tanja Davíðsdóttir varð síðan í 28. sæti. Björgvin Karl Guðmundsson varð í þriðja sæti hjá körlunum en handbolta- og fótboltadómarinn Sigurður Hjörtur Þrastarson kom næstu íslensku karlanna í 34. sætinu.Greece’s Lefteris Theofanidis and Ireland’s Emma McQuaid win Open Workout #20point1 and US$2,020. https://t.co/2ePfGnqAy4 — The CrossFit Games (@CrossFitGames) October 21, 2019 Fyrsti hlutinn var tímaþraut þar sem keppendur gerðu tíu umferðir af því að lyfta 43/29,4 kílóa slá frá jörðu og yfir höfuð átta sinnum og fylgja því eftir með tíu „burpees“. Þetta er klassísk CrossFit æfing sem reynir vel á viðkomandi. Strákarnir lyfta þyngri slánni. Grikkinn Lefteris Theofanidis kláraði þetta á 8:05 mínútum en hin írska Emma McQuaid á 7:55 mínútum. Emma McQuaid skilaði reyndar inn tímanum 7:41 mínútur en fékk á sig tvær refsingar og tíminn hennar endaði því í 7:55 mínútum. Björgvin Karl Guðmundsson kláraði á 8:16 mínútum en Ragnheiður Sara á 8:11 mínútum. Anníe Mist fór þetta á 8:25 mínútum. Emma McQuaid keppti á heimsleikunum í fyrsta sinn á þessu ári og náði 21. sæti. Lefteris Theofanidis var líka með í fyrsta sinn í ár og endaði þar í 60. sæti. Þau eru bæði þrítug..@IcelandAnnie: “600+ DU later! Still smiling Who else looked at the timer 10 min in and got a shock?? That was a different kind of pain then last week Full video uploaded ” https://t.co/uRkeSQuxCMpic.twitter.com/1fd3jJyhMv — The CrossFit Games (@CrossFitGames) October 19, 2019
CrossFit Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Messi slær enn eitt metið Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Fleiri fréttir Fjögur lið sýnt LeBron áhuga NFL goðsögn féll frá um helgina Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sinner fagnaði sigri á Wimbledon Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Endurkoman í þriðja leikhluta ekki nóg fyrir Ísland á U20 EuroBasket Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sjá meira