Missti meirihluta en heldur völdum Atli Ísleifsson skrifar 22. október 2019 07:15 Justin Trudeau fagnar með eiginkonu sinni, Sophie Gregoire-Trudeau, í Montreal í gærkvöldi. AP Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, heldur völdum í landinu eftir þingkosningarnar sem fram fóru í gær, en með naumindum þó. Frjálslyndi flokkurinn, flokkur Trudeau, tryggði sér flest sæti á þinginu en hann mun þurfa að stjórna í minnihlutastjórn á sínu öðru kjörtímabili. Flest bendir til að Frjálslyndi flokkurinn hafi fengið 156 þingsæti, en þá vantar fjórtán sæti upp á að ná hreinum meirihluta. Flokkurinn hlaut 184 þingsæti í kosningunum 2015. Aðalkeppinauturinn, Íhaldsflokkurinn, bætir töluvert við sig og fær 122 sæti en var með 95 á nýliðnu kjörtímabili. Trudeau þarf því að reiða sig á stuðning frá öðrum flokkum og er helst talað um Nýja lýðræðisflokkinn (NDP) í því sambandi en leiðtogi hans, Jagmeet Singh, hefur slegið í gegn í kosningabaráttunni. Hlaut flokkur Singh 24 þingsæti á þinginu þar sem alls eiga 338 þingmenn sæti. Flokkur aðskilnaðarsinna í Quebec virðist hafa tryggt sér 32 þingsæti, sem er mikil aukning frá síðustu kosningum þegar hann hlaut tíu. Minnihlutastjórnir eru fremur algengar í Kanada en þrjár slíkar hafa starfað í landinu síðastliðin fimmtán ár. Kosningaþátttakan nú var í kringum 65 prósent. Trudeau þakkaði Kanadamönnum fyrir að treysta sér og Frjálslynda flokknum fyrir að stýra landinu áfram. Sagðist hann ætla að vinna ötullega fyrir alla landsmenn, burtséð frá því hvernig þeir greiddu atkvæði í kosningunum.Thank you, Canada, for putting your trust in our team and for having faith in us to move this country in the right direction. Regardless of how you cast your vote, our team will work hard for all Canadians. — Justin Trudeau (@JustinTrudeau) October 22, 2019Kosningabaráttan þótti sérstaklega hörð í þetta skiptið þar sem meðal annars var sótt harkalega að Trudeau. Var hann sakaður um að hafa hindrað framgang réttvísinnar, auk þess að mikið var rætt um gamlar ljósmyndir frá háskólaárum Trudeau þar sem mátti sjá hann dökkmálaðan í framan. Mögulega til marks um harða kosningabaráttu vakti það athygli þegar Andrew Scheer, leiðtogi Íhaldsmanna, hóf ræðu sína eftir að ljóst var að Trudeau yrði áfram við völd. Í miðri ræðu Scheer hóf Trudeau sigurræðu sína frá kosningamiðstöðinni í Montreal sem fékk sjónvarpsstöðvarnar að beina athyglinni frá Scheer og til Trudeau. Scheer hafði þá áður hringt í Trudeau og óskað honum til hamingju með sigurinn. Í sigurræðu sinni lagði Trudeau áherslu á glímuna við loftslagsbreytingarnar, að takast á við skotvopnafaraldurinn í landinu og að nauðsynlegt væri að „fjárfesta í Kanadamönnum“.A fitting cap to a nasty election campaign: Trudeau starts victory speech moments after Scheer gives his speech, forcing networks to cut away #elxn43#cdnpolipic.twitter.com/pvYvX1CaSM — Richard Madan (@RichardMadan) October 22, 2019 Kanada Tengdar fréttir „Seinfeld-kosningarnar“ fara fram í Kanada í dag Kannanir benda til þess að mjög mjótt sé á munum milli Frjálslynda flokksins, flokks Trudeau, og Íhaldsflokksins undir stjórn Andrew Scheer. 21. október 2019 10:07 Mjótt á munum í Kanada Þingkosningar standa nú yfir í Kanada. Mjótt er á munum og því útlit fyrir spennandi kosningar. 21. október 2019 18:30 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Fleiri fréttir Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Sjá meira
Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, heldur völdum í landinu eftir þingkosningarnar sem fram fóru í gær, en með naumindum þó. Frjálslyndi flokkurinn, flokkur Trudeau, tryggði sér flest sæti á þinginu en hann mun þurfa að stjórna í minnihlutastjórn á sínu öðru kjörtímabili. Flest bendir til að Frjálslyndi flokkurinn hafi fengið 156 þingsæti, en þá vantar fjórtán sæti upp á að ná hreinum meirihluta. Flokkurinn hlaut 184 þingsæti í kosningunum 2015. Aðalkeppinauturinn, Íhaldsflokkurinn, bætir töluvert við sig og fær 122 sæti en var með 95 á nýliðnu kjörtímabili. Trudeau þarf því að reiða sig á stuðning frá öðrum flokkum og er helst talað um Nýja lýðræðisflokkinn (NDP) í því sambandi en leiðtogi hans, Jagmeet Singh, hefur slegið í gegn í kosningabaráttunni. Hlaut flokkur Singh 24 þingsæti á þinginu þar sem alls eiga 338 þingmenn sæti. Flokkur aðskilnaðarsinna í Quebec virðist hafa tryggt sér 32 þingsæti, sem er mikil aukning frá síðustu kosningum þegar hann hlaut tíu. Minnihlutastjórnir eru fremur algengar í Kanada en þrjár slíkar hafa starfað í landinu síðastliðin fimmtán ár. Kosningaþátttakan nú var í kringum 65 prósent. Trudeau þakkaði Kanadamönnum fyrir að treysta sér og Frjálslynda flokknum fyrir að stýra landinu áfram. Sagðist hann ætla að vinna ötullega fyrir alla landsmenn, burtséð frá því hvernig þeir greiddu atkvæði í kosningunum.Thank you, Canada, for putting your trust in our team and for having faith in us to move this country in the right direction. Regardless of how you cast your vote, our team will work hard for all Canadians. — Justin Trudeau (@JustinTrudeau) October 22, 2019Kosningabaráttan þótti sérstaklega hörð í þetta skiptið þar sem meðal annars var sótt harkalega að Trudeau. Var hann sakaður um að hafa hindrað framgang réttvísinnar, auk þess að mikið var rætt um gamlar ljósmyndir frá háskólaárum Trudeau þar sem mátti sjá hann dökkmálaðan í framan. Mögulega til marks um harða kosningabaráttu vakti það athygli þegar Andrew Scheer, leiðtogi Íhaldsmanna, hóf ræðu sína eftir að ljóst var að Trudeau yrði áfram við völd. Í miðri ræðu Scheer hóf Trudeau sigurræðu sína frá kosningamiðstöðinni í Montreal sem fékk sjónvarpsstöðvarnar að beina athyglinni frá Scheer og til Trudeau. Scheer hafði þá áður hringt í Trudeau og óskað honum til hamingju með sigurinn. Í sigurræðu sinni lagði Trudeau áherslu á glímuna við loftslagsbreytingarnar, að takast á við skotvopnafaraldurinn í landinu og að nauðsynlegt væri að „fjárfesta í Kanadamönnum“.A fitting cap to a nasty election campaign: Trudeau starts victory speech moments after Scheer gives his speech, forcing networks to cut away #elxn43#cdnpolipic.twitter.com/pvYvX1CaSM — Richard Madan (@RichardMadan) October 22, 2019
Kanada Tengdar fréttir „Seinfeld-kosningarnar“ fara fram í Kanada í dag Kannanir benda til þess að mjög mjótt sé á munum milli Frjálslynda flokksins, flokks Trudeau, og Íhaldsflokksins undir stjórn Andrew Scheer. 21. október 2019 10:07 Mjótt á munum í Kanada Þingkosningar standa nú yfir í Kanada. Mjótt er á munum og því útlit fyrir spennandi kosningar. 21. október 2019 18:30 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Fleiri fréttir Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Sjá meira
„Seinfeld-kosningarnar“ fara fram í Kanada í dag Kannanir benda til þess að mjög mjótt sé á munum milli Frjálslynda flokksins, flokks Trudeau, og Íhaldsflokksins undir stjórn Andrew Scheer. 21. október 2019 10:07
Mjótt á munum í Kanada Þingkosningar standa nú yfir í Kanada. Mjótt er á munum og því útlit fyrir spennandi kosningar. 21. október 2019 18:30