Styttist í Dýrafjarðargöng þegar verkþættir klárast hver af öðrum Kristján Már Unnarsson skrifar 21. október 2019 21:29 Karl Garðarsson, verkefnisstjóri Suðurverks í Dýrafjarðargöngum. Stöð 2/Sigurjón Ólason. Vaxandi eftirvænting er meðal Vestfirðinga eftir því sem gerð Dýrafjarðarganga miðar fram. Hver verkþáttur klárast nú á fætur öðrum og nú er biðin eftir þessari langþráðu samgöngubót ekki lengur talin í árum heldur í mánuðum, en fjallað var um verkefnið í fréttum Stöðvar 2. Þótt hálft ár sé liðið frá því slegið var í gegn eru mörg handtökin enn eftir. Vinnusvæðin þessa dagana eru í báðum fjörðum, Arnarfirði og Dýrafirði, og svo auðvitað inni í göngunum.Arnarfjarðarmegin er verið að steypa upp vegskála.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Starfsmenn verktakanna, hins tékkneska Metrostav og hins íslenska Suðurverks, eru um 75 talsins og þessa dagana er verið að steypa vegskála Arnarfjarðarmegin. Brátt sér fyrir endann á þessum verkþætti en vegskálinn Dýrafjarðarmegin er tilbúinn og skálinn Arnarfjarðarmegin klárast upp úr miðjum nóvember. Göngin sjálf eru alls 5,6 kílómetra löng og inni er núna unnið við vatnsklæðningar. Það er einnig gert með sprautusteypu en talsvert magnaukning hefur orðið á þessum liðum. Í framhaldinu verður svo farið í uppsetningu rafbúnaðar.Tvær nýjar brýr eru komnar í botni Borgarfjarðar, nyrsta innfirði Arnarfjarðar, yfir Mjólká og Hófsá.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Sýnilegasti hluti framkvæmdanna fyrir vegfarendur er vega- og brúagerðin en alls þarf að leggja átta kílómetra af nýjum vegum, bæði í Dýrafirði sem og botni Arnarfjarðar meðfram Mjólkárvirkjun. Þar eru tvær nýjar brýr tilbúnar, yfir Mjólká og Hófsá.Frá gerð nýja vegarins í Dýrafirði.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Að sjá vegina þannig mótast að göngunum eykur sannarlega á eftirvæntingu Vestfirðinga en verktakinn stefnir að því að göngin verði tilbúin í september á næsta ári. Veturinn sem í hönd fer verður því væntanlega sá síðasti sem menn aka yfir og þurfa að moka Hrafnseyrarheiði. Karl Garðarsson, verkefnisstjóri Suðurverks, lýsti nánar framvindu verksins í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér: Dýrafjarðargöng Ísafjarðarbær Samgöngur Tengdar fréttir Byrjaðir að grafa Dýrafjarðargöng Vestfirðingar fagna því að framkvæmdir séu hafnar við langþráð jarðgöng sem verða mikil samgöngubót 27. júlí 2017 20:45 Hátíð í heilum fjórðungi þegar langþráð draumsýn rætist Flaggað var víða á Vestfjörðum í tilefni þess að síðasta haftið í Dýrafjarðagöngum var rofið í dag. Sjaldan eða aldrei hefur jarðgangagerð gengið jafnvel hérlendis. 17. apríl 2019 20:00 Vilja varðveita Hrafnseyrarheiði Hugmyndir hafa vaknað um að Hrafnseyrarheiði verði gerð að þjóðminjum og haldið opinni á sumrin vegna magnaðs útsýnis, þrátt fyrir að Dýrafjarðargöngum sé ætlað að leysa hana af hólmi. 17. desember 2017 20:45 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Um sextíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Sjá meira
Vaxandi eftirvænting er meðal Vestfirðinga eftir því sem gerð Dýrafjarðarganga miðar fram. Hver verkþáttur klárast nú á fætur öðrum og nú er biðin eftir þessari langþráðu samgöngubót ekki lengur talin í árum heldur í mánuðum, en fjallað var um verkefnið í fréttum Stöðvar 2. Þótt hálft ár sé liðið frá því slegið var í gegn eru mörg handtökin enn eftir. Vinnusvæðin þessa dagana eru í báðum fjörðum, Arnarfirði og Dýrafirði, og svo auðvitað inni í göngunum.Arnarfjarðarmegin er verið að steypa upp vegskála.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Starfsmenn verktakanna, hins tékkneska Metrostav og hins íslenska Suðurverks, eru um 75 talsins og þessa dagana er verið að steypa vegskála Arnarfjarðarmegin. Brátt sér fyrir endann á þessum verkþætti en vegskálinn Dýrafjarðarmegin er tilbúinn og skálinn Arnarfjarðarmegin klárast upp úr miðjum nóvember. Göngin sjálf eru alls 5,6 kílómetra löng og inni er núna unnið við vatnsklæðningar. Það er einnig gert með sprautusteypu en talsvert magnaukning hefur orðið á þessum liðum. Í framhaldinu verður svo farið í uppsetningu rafbúnaðar.Tvær nýjar brýr eru komnar í botni Borgarfjarðar, nyrsta innfirði Arnarfjarðar, yfir Mjólká og Hófsá.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Sýnilegasti hluti framkvæmdanna fyrir vegfarendur er vega- og brúagerðin en alls þarf að leggja átta kílómetra af nýjum vegum, bæði í Dýrafirði sem og botni Arnarfjarðar meðfram Mjólkárvirkjun. Þar eru tvær nýjar brýr tilbúnar, yfir Mjólká og Hófsá.Frá gerð nýja vegarins í Dýrafirði.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Að sjá vegina þannig mótast að göngunum eykur sannarlega á eftirvæntingu Vestfirðinga en verktakinn stefnir að því að göngin verði tilbúin í september á næsta ári. Veturinn sem í hönd fer verður því væntanlega sá síðasti sem menn aka yfir og þurfa að moka Hrafnseyrarheiði. Karl Garðarsson, verkefnisstjóri Suðurverks, lýsti nánar framvindu verksins í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér:
Dýrafjarðargöng Ísafjarðarbær Samgöngur Tengdar fréttir Byrjaðir að grafa Dýrafjarðargöng Vestfirðingar fagna því að framkvæmdir séu hafnar við langþráð jarðgöng sem verða mikil samgöngubót 27. júlí 2017 20:45 Hátíð í heilum fjórðungi þegar langþráð draumsýn rætist Flaggað var víða á Vestfjörðum í tilefni þess að síðasta haftið í Dýrafjarðagöngum var rofið í dag. Sjaldan eða aldrei hefur jarðgangagerð gengið jafnvel hérlendis. 17. apríl 2019 20:00 Vilja varðveita Hrafnseyrarheiði Hugmyndir hafa vaknað um að Hrafnseyrarheiði verði gerð að þjóðminjum og haldið opinni á sumrin vegna magnaðs útsýnis, þrátt fyrir að Dýrafjarðargöngum sé ætlað að leysa hana af hólmi. 17. desember 2017 20:45 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Um sextíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Sjá meira
Byrjaðir að grafa Dýrafjarðargöng Vestfirðingar fagna því að framkvæmdir séu hafnar við langþráð jarðgöng sem verða mikil samgöngubót 27. júlí 2017 20:45
Hátíð í heilum fjórðungi þegar langþráð draumsýn rætist Flaggað var víða á Vestfjörðum í tilefni þess að síðasta haftið í Dýrafjarðagöngum var rofið í dag. Sjaldan eða aldrei hefur jarðgangagerð gengið jafnvel hérlendis. 17. apríl 2019 20:00
Vilja varðveita Hrafnseyrarheiði Hugmyndir hafa vaknað um að Hrafnseyrarheiði verði gerð að þjóðminjum og haldið opinni á sumrin vegna magnaðs útsýnis, þrátt fyrir að Dýrafjarðargöngum sé ætlað að leysa hana af hólmi. 17. desember 2017 20:45