Buðu Zlatan óvænt sex mánaða samning Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. október 2019 19:30 Zlatan Ibrahimovic í leik með Los Angeles Galaxy. Getty/Shaun Clark Ítalskir fjölmiðlar velta því fyrir sér hvort að sænski framherjinn Zlatan Ibrahimovic ætli að snúa aftur í ítölsku deildina. Ítölsk félög hafa verið að gera hosur sínar grænar fyrir sænska framherjanum. Tímabilið í Bandaríkjunum er að klárast hjá Svíanum Zlatan Ibrahimovic og samningur hans við LA Galaxy rennur í desember. Zlatan Ibrahimovic er 38 ára gamall en hann hefur spilað tvö tímabil með Los Angeles Galaxy þar sem hann hefur skorað 52 mörk í 56 deildarleikjum. Zlatan hefur verið orðaður við lið eins Internazionale og Napoli en nú er nýtt félag komið inn í myndina.Zlatan Ibrahimovic 'wanted by Bologna on a six-month contract' once his LA Galaxy deal expires in December https://t.co/7xcev27e0s — MailOnline Sport (@MailSport) October 21, 2019 Ítalska blaðið Corriere dello Sport hefur heimildir fyrir því að Bologna sé búið að bjóða Svíanum sex mánaða samning. Zlatan þekkir Sinisa Mihajlovic sem er þjálfari Bologna en þeir unnu saman hjá Internazionale Milan á sínum tíma. „Sinisa Mihajlovic hringdi í Zlatan,“ segir ítalski blaðamaðurinn Monica Colombo en Expressen segir frá. Carlo Ancelotti, þjálfari Napoli, talaði líka um það um helgina að hann ætlaði að hringja í Zlatan og láta hann vita af áhuga félagsins. Zlatan Ibrahimovic hafði áður talað um áhuga sinn að leika eftir það sem Diego Maradona gerði þegar hann mætti til Napoli á níunda áratugnum. Zlatan sagði það í viðtali við Gazzetta dello Sport. „Eftir að hafa horft á heimildarmyndina um Maradona þá væri ég alveg til í að prófa svona Napoli-ævintýri. Kannski að gera það sem Maradona gerði. Ef ég væri þar þá væri Sao Paolo leikvangurinn alltaf fullur og svo er Ancelotti frábær þjálfari. Lokaákvörðun mín mun samt snúast um marga mismunandi hluti,“ sagði Zlatan Ibrahimovic við Gazzetta dello Sport. Þegar Zlatan Ibrahimovic var spurður um áhuga liða eftir síðasta leik þá gaf hann ekkert upp. „Það eru allir að hringja í mig. Viltu fá númerið svo þú getir líka hringt í mig?,“ svaraði Zlatan í léttum tón. Ítalski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira
Ítalskir fjölmiðlar velta því fyrir sér hvort að sænski framherjinn Zlatan Ibrahimovic ætli að snúa aftur í ítölsku deildina. Ítölsk félög hafa verið að gera hosur sínar grænar fyrir sænska framherjanum. Tímabilið í Bandaríkjunum er að klárast hjá Svíanum Zlatan Ibrahimovic og samningur hans við LA Galaxy rennur í desember. Zlatan Ibrahimovic er 38 ára gamall en hann hefur spilað tvö tímabil með Los Angeles Galaxy þar sem hann hefur skorað 52 mörk í 56 deildarleikjum. Zlatan hefur verið orðaður við lið eins Internazionale og Napoli en nú er nýtt félag komið inn í myndina.Zlatan Ibrahimovic 'wanted by Bologna on a six-month contract' once his LA Galaxy deal expires in December https://t.co/7xcev27e0s — MailOnline Sport (@MailSport) October 21, 2019 Ítalska blaðið Corriere dello Sport hefur heimildir fyrir því að Bologna sé búið að bjóða Svíanum sex mánaða samning. Zlatan þekkir Sinisa Mihajlovic sem er þjálfari Bologna en þeir unnu saman hjá Internazionale Milan á sínum tíma. „Sinisa Mihajlovic hringdi í Zlatan,“ segir ítalski blaðamaðurinn Monica Colombo en Expressen segir frá. Carlo Ancelotti, þjálfari Napoli, talaði líka um það um helgina að hann ætlaði að hringja í Zlatan og láta hann vita af áhuga félagsins. Zlatan Ibrahimovic hafði áður talað um áhuga sinn að leika eftir það sem Diego Maradona gerði þegar hann mætti til Napoli á níunda áratugnum. Zlatan sagði það í viðtali við Gazzetta dello Sport. „Eftir að hafa horft á heimildarmyndina um Maradona þá væri ég alveg til í að prófa svona Napoli-ævintýri. Kannski að gera það sem Maradona gerði. Ef ég væri þar þá væri Sao Paolo leikvangurinn alltaf fullur og svo er Ancelotti frábær þjálfari. Lokaákvörðun mín mun samt snúast um marga mismunandi hluti,“ sagði Zlatan Ibrahimovic við Gazzetta dello Sport. Þegar Zlatan Ibrahimovic var spurður um áhuga liða eftir síðasta leik þá gaf hann ekkert upp. „Það eru allir að hringja í mig. Viltu fá númerið svo þú getir líka hringt í mig?,“ svaraði Zlatan í léttum tón.
Ítalski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira