Á fundinum verður farið yfir umfangsmiklar aðgerðir sem nú standa yfir til að einfalda regluverk á málefnasviðum ráðherranna. Miklar breytingar verða gerðar, meðal annars með því að fella brott gríðarlegan fjölda reglugerða og breytingar á ýmsum lögum til einföldundar regluverks sem mun hafa mikið að segja fyrir fólkið og atvinnulífið í landinu.
Sjá einnig: Áfrýjunarheimild Samkeppniseftirlitsins afnumin
Meðal annars stendur til að kynna afnám heimildar Samkeppniseftirlitsins til að skjóta úrskurðum áfrýjunarnefndar samkeppnismála til dómstóla. Í því frumvarpi verður einnig lögð til sú breyting að forstjóri Samkeppniseftirlitsins verði ráðinn af stjórn til fimm ára í senn og aðeins verði hægt að ráða sama manninn tvisvar.
Fundinum er lokið en upptöku frá beinni útsendingu Vísis má sjá hér að neðan.