Að hanga heima Lára G. Sigurðardóttir skrifar 21. október 2019 07:00 Þegar ég var yngri voru stífar æfingar daginn fyrir hæðarmælingu hjá skólahjúkrunarfræðingnum: Stattu bein í baki, lyftu upp bringunni og teygðu úr hálsinum eins og sé verið að draga þig upp á hnakkadrambinu. Tugir ára hafa liðið síðan en samt man ég þetta eins og hafi gerst í gær. Ég er ekki af hávöxnu kyni og því skipti hver millimetri máli í mælingum sem þessum. Hæðarmetið mitt var 160,5 cm - þessi hálfi var alltaf tiltekinn þegar ég var spurð um hæð. Í læknanáminu lærði ég að við byrjum að skreppa saman eftir 25 ára aldur því liðbil hryggjarliðanna minnka með árunum. Eina leiðin til að stækka eftir það væri á þverveginn. Eftir það hætti ég að hæðarmæla mig og hélt mig við töluna þegar ég var sem spengilegust. Allt þangað til ég fór nýverið í læknisheimsókn í Bandaríkjunum. Þar ertu hæðarmældur í hverri heimsókn eins og í ungbarnaeftirliti. Ég rak upp stór augu þegar mér var tilkynnt að ég hefði slegið hæðarmet mitt um 1,5 cm. Hóflega bjartsýn taldi ég að um skekkju væri að ræða en þegar næstu þrjár mælingar sögðu allar það sama á mismunandi stöðum og hjá mismunandi aðilum, þá runnu á mig tvær grímur. Getur fullvaxta manneskja lengst? Það kæmi mér ekki á óvart að það að klifra, ástunda yoga og hanga mikið heima (sem er Yin Yoga æfing) hafi teygt úr stelpunni. Enda var kennt í Yin Yoga námi sem ég sótti að ákveðnar æfingar geti lengt liðbilin og snúið við samskreppingarferlinu. Ólafur Ragnar sagði eftirminnilega í forsetatíð sinni við Everestfarana að þjóðin væri í skýjunum. Ég á vissulega nokkuð í land með að komast það hátt en það er gaman til þess að hugsa að það geti tognað eilítið á okkur seinna á ævinni! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Lára G. Sigurðardóttir Mest lesið Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Sjá meira
Þegar ég var yngri voru stífar æfingar daginn fyrir hæðarmælingu hjá skólahjúkrunarfræðingnum: Stattu bein í baki, lyftu upp bringunni og teygðu úr hálsinum eins og sé verið að draga þig upp á hnakkadrambinu. Tugir ára hafa liðið síðan en samt man ég þetta eins og hafi gerst í gær. Ég er ekki af hávöxnu kyni og því skipti hver millimetri máli í mælingum sem þessum. Hæðarmetið mitt var 160,5 cm - þessi hálfi var alltaf tiltekinn þegar ég var spurð um hæð. Í læknanáminu lærði ég að við byrjum að skreppa saman eftir 25 ára aldur því liðbil hryggjarliðanna minnka með árunum. Eina leiðin til að stækka eftir það væri á þverveginn. Eftir það hætti ég að hæðarmæla mig og hélt mig við töluna þegar ég var sem spengilegust. Allt þangað til ég fór nýverið í læknisheimsókn í Bandaríkjunum. Þar ertu hæðarmældur í hverri heimsókn eins og í ungbarnaeftirliti. Ég rak upp stór augu þegar mér var tilkynnt að ég hefði slegið hæðarmet mitt um 1,5 cm. Hóflega bjartsýn taldi ég að um skekkju væri að ræða en þegar næstu þrjár mælingar sögðu allar það sama á mismunandi stöðum og hjá mismunandi aðilum, þá runnu á mig tvær grímur. Getur fullvaxta manneskja lengst? Það kæmi mér ekki á óvart að það að klifra, ástunda yoga og hanga mikið heima (sem er Yin Yoga æfing) hafi teygt úr stelpunni. Enda var kennt í Yin Yoga námi sem ég sótti að ákveðnar æfingar geti lengt liðbilin og snúið við samskreppingarferlinu. Ólafur Ragnar sagði eftirminnilega í forsetatíð sinni við Everestfarana að þjóðin væri í skýjunum. Ég á vissulega nokkuð í land með að komast það hátt en það er gaman til þess að hugsa að það geti tognað eilítið á okkur seinna á ævinni!
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar