19 klukkustundir og 16 mínútur í loftinu Sylvía Hall skrifar 20. október 2019 08:48 Áhöfnin ávarpar blaðamannafund að flugi loknu ásamt forstjóranum Alan Joyce. Vísir/EPA Ástralska flugfélagið Qantas lét reyna á lengsta farþegaflug heims í nótt þegar það flaug með 49 farþega um borð frá New York í Bandaríkjunum til Sydney í Ástralíu. Í næsta mánuði stendur til að flugfélagið fljúgi frá London til Sydney. Um svokallað tilraunaflug var að ræða þar sem átti að meta hvernig áhrif svo langt flug hefði á starfsfólk og farþega. Var passað upp á hvert einasta smáatriði í fluginu og nákvæmri áætlun fylgt svo allt myndi ganga að óskum. Flugið tók 19 klukkustundir og 16 mínútur.Sjá einnig: Qantas prufukeyrir 19 tíma flugferðir Vélin tók á loft með eins mikið eldsneyti og mögulegt var, takmarkaðan farangur og engan farm. Farþegum var gefin kolvetnarík máltíð sex tímum eftir flugtak og var séð til þess að þeir héldust vakandi þar til sól fór að setjast í austurhluta Ástralíu til þess að takmarka þotuþreytu. Eftir máltíðina voru ljósin um borð minnkuð og farþegar hvattir til þess að leggja sig. Á meðan fluginu stóð fóru rannsóknir fram á heilastarfsemi flugmanna og melatónín-framleiðslu þeirra og var fylgst með farþegum og hvaða áhrif það hefði á líkama þeirra að fara í gegnum svo mörg tímabelti. Voru þeir svo látnir stunda stutta líkamsrækt sig á meðan fluginu stóð. Alan Joyce, forstjóri Qantas Group, sagði flugið marka stórt skref fram á við í flugheiminum. Þetta markaði upphaf þess að fólk gæti ferðast hraðar á milli heimshluta og væri vongóður um að þetta væri það sem koma skal. Lokaákvörðun um hvort ferðirnar frá London og New York til Sydney verði hluti af áætlunarferðum Qantas verður tekin í lok árs og yrðu þær þá hluti af reglulegri ferðaáætlun flugfélagsins árið 2022 eða 2023. Enn sem komið er er lengsta áætlunarflug heims hjá Singapore Airlines sem býður upp á beint flug frá Singapore til New York og tekur sú ferð næstum því 19 klukkustundir. Ástralía Bandaríkin Fréttir af flugi Tengdar fréttir Lengsta áætlunarflug heims ekki fyrir hvern sem er Singapore Airlines hefur í dag áætlunarflug milli Singapúr og New York á ný en fimm ár eru síðan flugfélagið flaug síðast milli borganna. 11. október 2018 08:39 Qantas prufukeyrir 19 tíma flugferðir Ástralska flugfélagið Qantas gælir nú við þá hugmynd að hefja áætlanaflug frá Sydney til stórborganna London og New York. 22. ágúst 2019 14:26 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira
Ástralska flugfélagið Qantas lét reyna á lengsta farþegaflug heims í nótt þegar það flaug með 49 farþega um borð frá New York í Bandaríkjunum til Sydney í Ástralíu. Í næsta mánuði stendur til að flugfélagið fljúgi frá London til Sydney. Um svokallað tilraunaflug var að ræða þar sem átti að meta hvernig áhrif svo langt flug hefði á starfsfólk og farþega. Var passað upp á hvert einasta smáatriði í fluginu og nákvæmri áætlun fylgt svo allt myndi ganga að óskum. Flugið tók 19 klukkustundir og 16 mínútur.Sjá einnig: Qantas prufukeyrir 19 tíma flugferðir Vélin tók á loft með eins mikið eldsneyti og mögulegt var, takmarkaðan farangur og engan farm. Farþegum var gefin kolvetnarík máltíð sex tímum eftir flugtak og var séð til þess að þeir héldust vakandi þar til sól fór að setjast í austurhluta Ástralíu til þess að takmarka þotuþreytu. Eftir máltíðina voru ljósin um borð minnkuð og farþegar hvattir til þess að leggja sig. Á meðan fluginu stóð fóru rannsóknir fram á heilastarfsemi flugmanna og melatónín-framleiðslu þeirra og var fylgst með farþegum og hvaða áhrif það hefði á líkama þeirra að fara í gegnum svo mörg tímabelti. Voru þeir svo látnir stunda stutta líkamsrækt sig á meðan fluginu stóð. Alan Joyce, forstjóri Qantas Group, sagði flugið marka stórt skref fram á við í flugheiminum. Þetta markaði upphaf þess að fólk gæti ferðast hraðar á milli heimshluta og væri vongóður um að þetta væri það sem koma skal. Lokaákvörðun um hvort ferðirnar frá London og New York til Sydney verði hluti af áætlunarferðum Qantas verður tekin í lok árs og yrðu þær þá hluti af reglulegri ferðaáætlun flugfélagsins árið 2022 eða 2023. Enn sem komið er er lengsta áætlunarflug heims hjá Singapore Airlines sem býður upp á beint flug frá Singapore til New York og tekur sú ferð næstum því 19 klukkustundir.
Ástralía Bandaríkin Fréttir af flugi Tengdar fréttir Lengsta áætlunarflug heims ekki fyrir hvern sem er Singapore Airlines hefur í dag áætlunarflug milli Singapúr og New York á ný en fimm ár eru síðan flugfélagið flaug síðast milli borganna. 11. október 2018 08:39 Qantas prufukeyrir 19 tíma flugferðir Ástralska flugfélagið Qantas gælir nú við þá hugmynd að hefja áætlanaflug frá Sydney til stórborganna London og New York. 22. ágúst 2019 14:26 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira
Lengsta áætlunarflug heims ekki fyrir hvern sem er Singapore Airlines hefur í dag áætlunarflug milli Singapúr og New York á ný en fimm ár eru síðan flugfélagið flaug síðast milli borganna. 11. október 2018 08:39
Qantas prufukeyrir 19 tíma flugferðir Ástralska flugfélagið Qantas gælir nú við þá hugmynd að hefja áætlanaflug frá Sydney til stórborganna London og New York. 22. ágúst 2019 14:26