Áttu fótum fjör að launa þegar klakastífla brast Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. nóvember 2019 08:00 Yfirleitt má sjá friðsælan foss renna niður í Kolugljúfur. Allt annað var á teningnum einn vordag fyrr á árinu. Myndband sem birt var á Vísi í vikunni þar sem sjá mátti klakastíflu bresta í Víðidalsá með þeim afleiðingum að áin steypti sér ofan í Kolugil hefur vakið mikla athygli. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem áin brýtur niður klakastíflu. Það gerðist einnig síðasta vor og þá áttu tveir ferðamenn fótum fjör að launa. Síðasta vor hafði Dagný Ragnarsdóttir, bóndi á Bakka í Víðidal, fylgst áhyggjufull með ánni þegar hún heyrði allt í einu einhver „svaka læti“. „Þá hljóp ég út og ég sá að hún var að koma. Hún bara stækkaði og stækkaði og það var svolítið landbrot í því flóði. Hún fór yfir tún,“ segir Dagný í samtali við Vísi en myndband sem Dagný tók í vor af flóðinu stigmagnast má sjá hér að neðan. Líkt og sjá má í myndbandinu er um töluvert meira rennsli en það sem átti sér stað í vikunni.Tveir ferðamenn voru undir brúnni Brunaði Dagný á sama stað og nágranni hennar Inga Vala Gestsdóttir tók myndbandið sem birt var á Vísi á dögunum. „Það voru einmitt ferðamenn þarna undir brúnni í vor þegar ég var þarna og þess vegna fór ég nú líka þarna niður eftir. Ég ætlaði að vara þá við. Ég var of sein og þegar ég kom þarna hugsaði ég bara: „Jæja, þá eru þessi örugglega farin“. Svo komu þau öskrandi undan brúnni. Þau rétt sluppu sem betur fer,“ segir Dagný. Umrædda ferðamenn, par, má sjá virða ánna fyrir sér í myndbandinu, í öruggri fjarlægð í þetta skiptið. Líkt og sjá má á meðfylgjandi myndbandi er um gríðarlega krafta að ræða og tiltölulega stórir ísjakar þeytast niður Kolufoss af miklu afli, niður í gljúfrið. Áin sjálf kolbrún eins og beljandi jökulfljót. „Þetta var nú bara eins og kakó, einhver drulluleðja. Það hlóðst upp endalaust og svo kom þetta svaka flóð,“ segir Dagný sem segir sambærileg flóð í ánni ekki vera algeng.„Hún gerir þetta mjög sjaldan en hún á það að til að koma með svona skot.“Hér að neðan má sjá myndband af sama fossi sem Vísir birti á dögunum. Ferðamennska á Íslandi Húnaþing vestra Veður Tengdar fréttir Sá hvernig fossinn umbreyttist á örskotsstundu Náttúran lét heldur betur á sér kræla í fyrradag í Víðidal í Húnaþingi vestra. Krakastífla brast einhvers staðar fyrir ofan Kolugljúfur með þeim afleiðingum að vatn flæddi niður Víðidalsá. 30. október 2019 08:00 Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Fleiri fréttir Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Sjá meira
Myndband sem birt var á Vísi í vikunni þar sem sjá mátti klakastíflu bresta í Víðidalsá með þeim afleiðingum að áin steypti sér ofan í Kolugil hefur vakið mikla athygli. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem áin brýtur niður klakastíflu. Það gerðist einnig síðasta vor og þá áttu tveir ferðamenn fótum fjör að launa. Síðasta vor hafði Dagný Ragnarsdóttir, bóndi á Bakka í Víðidal, fylgst áhyggjufull með ánni þegar hún heyrði allt í einu einhver „svaka læti“. „Þá hljóp ég út og ég sá að hún var að koma. Hún bara stækkaði og stækkaði og það var svolítið landbrot í því flóði. Hún fór yfir tún,“ segir Dagný í samtali við Vísi en myndband sem Dagný tók í vor af flóðinu stigmagnast má sjá hér að neðan. Líkt og sjá má í myndbandinu er um töluvert meira rennsli en það sem átti sér stað í vikunni.Tveir ferðamenn voru undir brúnni Brunaði Dagný á sama stað og nágranni hennar Inga Vala Gestsdóttir tók myndbandið sem birt var á Vísi á dögunum. „Það voru einmitt ferðamenn þarna undir brúnni í vor þegar ég var þarna og þess vegna fór ég nú líka þarna niður eftir. Ég ætlaði að vara þá við. Ég var of sein og þegar ég kom þarna hugsaði ég bara: „Jæja, þá eru þessi örugglega farin“. Svo komu þau öskrandi undan brúnni. Þau rétt sluppu sem betur fer,“ segir Dagný. Umrædda ferðamenn, par, má sjá virða ánna fyrir sér í myndbandinu, í öruggri fjarlægð í þetta skiptið. Líkt og sjá má á meðfylgjandi myndbandi er um gríðarlega krafta að ræða og tiltölulega stórir ísjakar þeytast niður Kolufoss af miklu afli, niður í gljúfrið. Áin sjálf kolbrún eins og beljandi jökulfljót. „Þetta var nú bara eins og kakó, einhver drulluleðja. Það hlóðst upp endalaust og svo kom þetta svaka flóð,“ segir Dagný sem segir sambærileg flóð í ánni ekki vera algeng.„Hún gerir þetta mjög sjaldan en hún á það að til að koma með svona skot.“Hér að neðan má sjá myndband af sama fossi sem Vísir birti á dögunum.
Ferðamennska á Íslandi Húnaþing vestra Veður Tengdar fréttir Sá hvernig fossinn umbreyttist á örskotsstundu Náttúran lét heldur betur á sér kræla í fyrradag í Víðidal í Húnaþingi vestra. Krakastífla brast einhvers staðar fyrir ofan Kolugljúfur með þeim afleiðingum að vatn flæddi niður Víðidalsá. 30. október 2019 08:00 Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Fleiri fréttir Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Sjá meira
Sá hvernig fossinn umbreyttist á örskotsstundu Náttúran lét heldur betur á sér kræla í fyrradag í Víðidal í Húnaþingi vestra. Krakastífla brast einhvers staðar fyrir ofan Kolugljúfur með þeim afleiðingum að vatn flæddi niður Víðidalsá. 30. október 2019 08:00