Kia frumsýnir XCeed Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 31. október 2019 14:00 Kia XCeed Kia Bílaumboðið Askja frumsýnir Kia XCeed í Kia húsinu að Krókhálsi 13 nk. laugardag klukkan 12-16. XCeed er glænýr bíll úr smiðju suður-kóreska bílaframleiðandans og er borgarjepplingur (crossover) og er afar sportlegur í útliti. Forsala á XCeed í rafmagnaðri tengiltvinn útfærslu með 58 km drægi er þegar hafin. Hönnunin á XCeed er falleg og sportleg og mikið er lagt í innanrýmið sem er vandað og vel búið í efnisvali og þægindum. Bíllinn er með með 184 mm veghæð og ökumaður hefur því góða yfirsýn. Umgengni um bílinn er góð og ökumaður og farþegar sitja hátt í bílnum. Bíllinn er með 426 lítra farangursrými með aftursætin uppi. XCeed er einn tæknivæddasti bíllinn í sínum flokki og má þar nefna 10,25“ upplýsingaskjá og 12,3“LCD mælaborð.Kia hefur lagt mikið upp úr öryggi XCeed. Þannig er bíllinn búinn öllum nýjasta öryggis- og aðstoðarbúnaði frá suður-kóreska bílaframleiðandanum. XCeed þykir afar vel heppnaður í útliti en bíllinn er hannaður í hönnunarmiðstöð Kia í Frankfurt í Þýskalandi undir handleiðslu Gregory Guillaume, aðstoðarforstjóra hönnunardeildar Kia Motors í Evrópu. XCeed verður fyrst fáanlegur með 1,4 bensínvél með 7 þrepa DCT sjálfskiptingu og 1,0 lítra bensínvél með 6 gíra beinskiptingu. Á næsta ári kemur XCeed í rafmagnaðri tengiltvinnútfærslu sem verður án efa mjög vinsæl útfærsla af bílnum. Á næsta ári mun Askja einnig fá Ceed Sportswagon Plug-in Hybrid. Samhliða frumsýningunni á XCeed nk laugardag mun Askja opna á forpantanir á þessum tveimur tengiltvinnbílum. Áætluð drægni þeirra er 58 km á rafmagni. Bílar Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent
Bílaumboðið Askja frumsýnir Kia XCeed í Kia húsinu að Krókhálsi 13 nk. laugardag klukkan 12-16. XCeed er glænýr bíll úr smiðju suður-kóreska bílaframleiðandans og er borgarjepplingur (crossover) og er afar sportlegur í útliti. Forsala á XCeed í rafmagnaðri tengiltvinn útfærslu með 58 km drægi er þegar hafin. Hönnunin á XCeed er falleg og sportleg og mikið er lagt í innanrýmið sem er vandað og vel búið í efnisvali og þægindum. Bíllinn er með með 184 mm veghæð og ökumaður hefur því góða yfirsýn. Umgengni um bílinn er góð og ökumaður og farþegar sitja hátt í bílnum. Bíllinn er með 426 lítra farangursrými með aftursætin uppi. XCeed er einn tæknivæddasti bíllinn í sínum flokki og má þar nefna 10,25“ upplýsingaskjá og 12,3“LCD mælaborð.Kia hefur lagt mikið upp úr öryggi XCeed. Þannig er bíllinn búinn öllum nýjasta öryggis- og aðstoðarbúnaði frá suður-kóreska bílaframleiðandanum. XCeed þykir afar vel heppnaður í útliti en bíllinn er hannaður í hönnunarmiðstöð Kia í Frankfurt í Þýskalandi undir handleiðslu Gregory Guillaume, aðstoðarforstjóra hönnunardeildar Kia Motors í Evrópu. XCeed verður fyrst fáanlegur með 1,4 bensínvél með 7 þrepa DCT sjálfskiptingu og 1,0 lítra bensínvél með 6 gíra beinskiptingu. Á næsta ári kemur XCeed í rafmagnaðri tengiltvinnútfærslu sem verður án efa mjög vinsæl útfærsla af bílnum. Á næsta ári mun Askja einnig fá Ceed Sportswagon Plug-in Hybrid. Samhliða frumsýningunni á XCeed nk laugardag mun Askja opna á forpantanir á þessum tveimur tengiltvinnbílum. Áætluð drægni þeirra er 58 km á rafmagni.
Bílar Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent