Hönnunin á XCeed er falleg og sportleg og mikið er lagt í innanrýmið sem er vandað og vel búið í efnisvali og þægindum. Bíllinn er með með 184 mm veghæð og ökumaður hefur því góða yfirsýn. Umgengni um bílinn er góð og ökumaður og farþegar sitja hátt í bílnum. Bíllinn er með 426 lítra farangursrými með aftursætin uppi. XCeed er einn tæknivæddasti bíllinn í sínum flokki og má þar nefna 10,25“ upplýsingaskjá og 12,3“LCD mælaborð.
XCeed verður fyrst fáanlegur með 1,4 bensínvél með 7 þrepa DCT sjálfskiptingu og 1,0 lítra bensínvél með 6 gíra beinskiptingu. Á næsta ári kemur XCeed í rafmagnaðri tengiltvinnútfærslu sem verður án efa mjög vinsæl útfærsla af bílnum. Á næsta ári mun Askja einnig fá Ceed Sportswagon Plug-in Hybrid. Samhliða frumsýningunni á XCeed nk laugardag mun Askja opna á forpantanir á þessum tveimur tengiltvinnbílum. Áætluð drægni þeirra er 58 km á rafmagni.