Alvarlegir brestir í viðhaldi og uppbyggingu varaflugvalla Heimir Már Pétursson skrifar 30. október 2019 18:30 Flugvöllurinn á Egilsstöðum. Formaður öryggisnefndar Félags atvinnuflugmanna segir alvarlega bresti vera í viðhaldi og uppbyggingu varaflugvalla landsins sem stjórnvöld hafi verið sinnulaus gagnvart. Bráð aðkallandi sé að fara í framkvæmdir við flugvellina á Egilsstöðum og Akureyri. Í breytingum á samgönguáætlun til næstu fimm ára sem er að koma til umfjöllunar í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis er gert ráð fyrir fjórum milljörðum króna til viðbótar við fyrri áætlanir um uppbyggingu samgöngumannvirkja á Íslandi. Í áætluninni er hins vegar ekki gert ráð fyrir neinum fjármunum til framkvæmda á Akureyrarflugvelli og Egilsstaðaflugvelli sem báðir eru skilgreindir sem varaflugvellir í alþjóðaflugi. „Vegna ástands flugbrautarinnar á Egilsstöðum líta menn svo á að það sé í forgangi að ráðast í framkvæmdir þar. Það þarf að malbika flugbrautina. Hún er orðin tuttugu og sex ára gömul og liggur undir skemmdum. Það er líka samstaða um að samhliða akbraut verði byggð þar og flughlaðið stækkað að einhverju leyti,“ segir Ingvar Tryggvason formaður öryggisnefndar Félags atvinnuflugmanna. Ingvar Tryggvason, formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna.Visir/Egill Varaflugvellir fyrir alþjóðaflugið séu þrír á landinu, í Reykjavík, á Akureyri og Egilsstöðum sem allir hafi ólíka flugtæknilega eiginleika og enginn þeirra komi í stað hinna. Hvað þarf að gera á Akureyri? „Það þarf náttúrlega að stækka flughlaðið þar. Þetta hamlar raunverulega daglegum rekstri vallarins. Það er ekkert pláss þarna á flughlaðinu og það er ákveðin hætta fyrir hendi þarna vegna þess að það er bara ein tenging frá flughlaðinu inn á flugbrautina. Þannig að það þarf lítið út af að bera til að flugvöllurinn teppist,“ segir Ingvar. Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins, varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar og fyrrverandi samgönguráðherra.Vísir/Vilhelm Alþjóðleg flugumferð hefur aukist mjög mikið til og frá landinu á undanförnum örfáum árum og því gætu varaflugvellirnir þurft að taka við fjölda stórra flugvéla ef Keflavíkurflugvöllur verður ófær. „Þetta eru alvarlegir brestir sem stjórnvöld hafa sýnt sinnuleysi. Það er ekki hægt að orða það neitt öðruvísi og það er orðið mjög aðkallandi að ráðast í framkvæmdir,“ segir Ingvar. Undir þetta tekur Jón Gunnarsson varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. „Þetta þarf að koma fram í samgönguáætlun sem við erum að bíða eftir að fá inn í þingið. Við þurfum að vera með lausn á þessum málum þar og þar með binds það við fjárlögin,“ segir Jón. Akureyri Fljótsdalshérað Fréttir af flugi Samgöngur Akureyrarflugvöllur Egilsstaðaflugvöllur Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Fleiri fréttir Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Sjá meira
Formaður öryggisnefndar Félags atvinnuflugmanna segir alvarlega bresti vera í viðhaldi og uppbyggingu varaflugvalla landsins sem stjórnvöld hafi verið sinnulaus gagnvart. Bráð aðkallandi sé að fara í framkvæmdir við flugvellina á Egilsstöðum og Akureyri. Í breytingum á samgönguáætlun til næstu fimm ára sem er að koma til umfjöllunar í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis er gert ráð fyrir fjórum milljörðum króna til viðbótar við fyrri áætlanir um uppbyggingu samgöngumannvirkja á Íslandi. Í áætluninni er hins vegar ekki gert ráð fyrir neinum fjármunum til framkvæmda á Akureyrarflugvelli og Egilsstaðaflugvelli sem báðir eru skilgreindir sem varaflugvellir í alþjóðaflugi. „Vegna ástands flugbrautarinnar á Egilsstöðum líta menn svo á að það sé í forgangi að ráðast í framkvæmdir þar. Það þarf að malbika flugbrautina. Hún er orðin tuttugu og sex ára gömul og liggur undir skemmdum. Það er líka samstaða um að samhliða akbraut verði byggð þar og flughlaðið stækkað að einhverju leyti,“ segir Ingvar Tryggvason formaður öryggisnefndar Félags atvinnuflugmanna. Ingvar Tryggvason, formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna.Visir/Egill Varaflugvellir fyrir alþjóðaflugið séu þrír á landinu, í Reykjavík, á Akureyri og Egilsstöðum sem allir hafi ólíka flugtæknilega eiginleika og enginn þeirra komi í stað hinna. Hvað þarf að gera á Akureyri? „Það þarf náttúrlega að stækka flughlaðið þar. Þetta hamlar raunverulega daglegum rekstri vallarins. Það er ekkert pláss þarna á flughlaðinu og það er ákveðin hætta fyrir hendi þarna vegna þess að það er bara ein tenging frá flughlaðinu inn á flugbrautina. Þannig að það þarf lítið út af að bera til að flugvöllurinn teppist,“ segir Ingvar. Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins, varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar og fyrrverandi samgönguráðherra.Vísir/Vilhelm Alþjóðleg flugumferð hefur aukist mjög mikið til og frá landinu á undanförnum örfáum árum og því gætu varaflugvellirnir þurft að taka við fjölda stórra flugvéla ef Keflavíkurflugvöllur verður ófær. „Þetta eru alvarlegir brestir sem stjórnvöld hafa sýnt sinnuleysi. Það er ekki hægt að orða það neitt öðruvísi og það er orðið mjög aðkallandi að ráðast í framkvæmdir,“ segir Ingvar. Undir þetta tekur Jón Gunnarsson varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. „Þetta þarf að koma fram í samgönguáætlun sem við erum að bíða eftir að fá inn í þingið. Við þurfum að vera með lausn á þessum málum þar og þar með binds það við fjárlögin,“ segir Jón.
Akureyri Fljótsdalshérað Fréttir af flugi Samgöngur Akureyrarflugvöllur Egilsstaðaflugvöllur Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Fleiri fréttir Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Sjá meira