Alvarlegir brestir í viðhaldi og uppbyggingu varaflugvalla Heimir Már Pétursson skrifar 30. október 2019 18:30 Flugvöllurinn á Egilsstöðum. Formaður öryggisnefndar Félags atvinnuflugmanna segir alvarlega bresti vera í viðhaldi og uppbyggingu varaflugvalla landsins sem stjórnvöld hafi verið sinnulaus gagnvart. Bráð aðkallandi sé að fara í framkvæmdir við flugvellina á Egilsstöðum og Akureyri. Í breytingum á samgönguáætlun til næstu fimm ára sem er að koma til umfjöllunar í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis er gert ráð fyrir fjórum milljörðum króna til viðbótar við fyrri áætlanir um uppbyggingu samgöngumannvirkja á Íslandi. Í áætluninni er hins vegar ekki gert ráð fyrir neinum fjármunum til framkvæmda á Akureyrarflugvelli og Egilsstaðaflugvelli sem báðir eru skilgreindir sem varaflugvellir í alþjóðaflugi. „Vegna ástands flugbrautarinnar á Egilsstöðum líta menn svo á að það sé í forgangi að ráðast í framkvæmdir þar. Það þarf að malbika flugbrautina. Hún er orðin tuttugu og sex ára gömul og liggur undir skemmdum. Það er líka samstaða um að samhliða akbraut verði byggð þar og flughlaðið stækkað að einhverju leyti,“ segir Ingvar Tryggvason formaður öryggisnefndar Félags atvinnuflugmanna. Ingvar Tryggvason, formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna.Visir/Egill Varaflugvellir fyrir alþjóðaflugið séu þrír á landinu, í Reykjavík, á Akureyri og Egilsstöðum sem allir hafi ólíka flugtæknilega eiginleika og enginn þeirra komi í stað hinna. Hvað þarf að gera á Akureyri? „Það þarf náttúrlega að stækka flughlaðið þar. Þetta hamlar raunverulega daglegum rekstri vallarins. Það er ekkert pláss þarna á flughlaðinu og það er ákveðin hætta fyrir hendi þarna vegna þess að það er bara ein tenging frá flughlaðinu inn á flugbrautina. Þannig að það þarf lítið út af að bera til að flugvöllurinn teppist,“ segir Ingvar. Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins, varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar og fyrrverandi samgönguráðherra.Vísir/Vilhelm Alþjóðleg flugumferð hefur aukist mjög mikið til og frá landinu á undanförnum örfáum árum og því gætu varaflugvellirnir þurft að taka við fjölda stórra flugvéla ef Keflavíkurflugvöllur verður ófær. „Þetta eru alvarlegir brestir sem stjórnvöld hafa sýnt sinnuleysi. Það er ekki hægt að orða það neitt öðruvísi og það er orðið mjög aðkallandi að ráðast í framkvæmdir,“ segir Ingvar. Undir þetta tekur Jón Gunnarsson varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. „Þetta þarf að koma fram í samgönguáætlun sem við erum að bíða eftir að fá inn í þingið. Við þurfum að vera með lausn á þessum málum þar og þar með binds það við fjárlögin,“ segir Jón. Akureyri Fljótsdalshérað Fréttir af flugi Samgöngur Akureyrarflugvöllur Egilsstaðaflugvöllur Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Formaður öryggisnefndar Félags atvinnuflugmanna segir alvarlega bresti vera í viðhaldi og uppbyggingu varaflugvalla landsins sem stjórnvöld hafi verið sinnulaus gagnvart. Bráð aðkallandi sé að fara í framkvæmdir við flugvellina á Egilsstöðum og Akureyri. Í breytingum á samgönguáætlun til næstu fimm ára sem er að koma til umfjöllunar í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis er gert ráð fyrir fjórum milljörðum króna til viðbótar við fyrri áætlanir um uppbyggingu samgöngumannvirkja á Íslandi. Í áætluninni er hins vegar ekki gert ráð fyrir neinum fjármunum til framkvæmda á Akureyrarflugvelli og Egilsstaðaflugvelli sem báðir eru skilgreindir sem varaflugvellir í alþjóðaflugi. „Vegna ástands flugbrautarinnar á Egilsstöðum líta menn svo á að það sé í forgangi að ráðast í framkvæmdir þar. Það þarf að malbika flugbrautina. Hún er orðin tuttugu og sex ára gömul og liggur undir skemmdum. Það er líka samstaða um að samhliða akbraut verði byggð þar og flughlaðið stækkað að einhverju leyti,“ segir Ingvar Tryggvason formaður öryggisnefndar Félags atvinnuflugmanna. Ingvar Tryggvason, formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna.Visir/Egill Varaflugvellir fyrir alþjóðaflugið séu þrír á landinu, í Reykjavík, á Akureyri og Egilsstöðum sem allir hafi ólíka flugtæknilega eiginleika og enginn þeirra komi í stað hinna. Hvað þarf að gera á Akureyri? „Það þarf náttúrlega að stækka flughlaðið þar. Þetta hamlar raunverulega daglegum rekstri vallarins. Það er ekkert pláss þarna á flughlaðinu og það er ákveðin hætta fyrir hendi þarna vegna þess að það er bara ein tenging frá flughlaðinu inn á flugbrautina. Þannig að það þarf lítið út af að bera til að flugvöllurinn teppist,“ segir Ingvar. Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins, varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar og fyrrverandi samgönguráðherra.Vísir/Vilhelm Alþjóðleg flugumferð hefur aukist mjög mikið til og frá landinu á undanförnum örfáum árum og því gætu varaflugvellirnir þurft að taka við fjölda stórra flugvéla ef Keflavíkurflugvöllur verður ófær. „Þetta eru alvarlegir brestir sem stjórnvöld hafa sýnt sinnuleysi. Það er ekki hægt að orða það neitt öðruvísi og það er orðið mjög aðkallandi að ráðast í framkvæmdir,“ segir Ingvar. Undir þetta tekur Jón Gunnarsson varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. „Þetta þarf að koma fram í samgönguáætlun sem við erum að bíða eftir að fá inn í þingið. Við þurfum að vera með lausn á þessum málum þar og þar með binds það við fjárlögin,“ segir Jón.
Akureyri Fljótsdalshérað Fréttir af flugi Samgöngur Akureyrarflugvöllur Egilsstaðaflugvöllur Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira