Lauk meistaranámi 83 ára og hefur ekki enn fundið helga steininn Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 30. október 2019 17:51 Sólveig tekur við brautskráningarskírteini sínu úr hendi Stefáns Hrafns Jónssonar, forseta Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideildar. MYND/Kristinn Ingvarsson Sólveig Guðlaugsdóttir var ein þeirra 270 nemenda sem brautskráðust úr grunn- eða framhaldsnámi fá Háskóla Íslands í síðustu viku. Sólveig er 83 ára gömul og er því elsti nemandi sem lokið hefur meistaranámi í HÍ fá upphafi. Sólveig útskrifaðist með MA-gráðu í fötlunarfræðum frá Félagsfræði,- mannfræði- og þjóðfræðideild og var meistaraverkefni hennar um móður og tvö börn á einhverfurófi. „Í gegnum árin hef ég stöðugt verið að bæta við þekkingu mína á því sviði sem byggist á vinnu með börnum, unglingum og fjölskyldum þeirra, með áherslu á einhverfu og ADHD. Ég hef unnið á Barna- og unglingageðdeild Landspítala og í heimahjúkrun á sviði geðhjúkrunar með samning við Tryggingarstofnun,“ segir Sólveig í viðtali fyrir vef HÍ. Sólveig starfaði um árabil sem geðjúkrunar- og fjölskyldufræðingur og hefur í gegnum árum verið dugleg að bæta við sína þekkingu. Hefur hún unnið á Barna- og unglingageðdeild Landspítala og í heimahjúkrun á sviði geðhjúkrunar, áður en hún settist í helgan stein. „Hvað varðar „helga steininn“ svara ég eins og frú Vigdís Finnbogadóttir gerði í eina tíð: „Ég hef ekki fundið þann stein enn þá,“ segir Sólveig. „Þegar ég hætti störfum skoðaði ég minn hug um hvað yrði næst og það sem kom upp í hendurnar á mér var auglýsing um diplómanám í fötlunarfræði.“ Hún fór svo úr diplómanáminu í meistaranám í faginu.„Ég hef mikla gleði af því að læra og þroskast og hef blessunarlega góða heilsu enn þó ég sé 83 ára.“Sólveig skrifaði ritgerðina Baráttunni lýkur aldrei en hún breytist. Lífssaga fjölskylduMYND/Kristinn IngvarssonFjallar um líf og baráttu móður Sólveig segir námið allt og samskipti við kennara og nemendur hafa verið sanna ánægju. „Málstofur voru mér mikil hvatning og ég fann aldrei fyrir því að ég væri gamla konan, við vorum eingöngu á jafningjagrunni þar sem ég lærði af þeim og að ég held gagnkvæmt,“ segir hún um samskipti við nemendur og kennara í náminu. Hún er þakklát fyrir þann stuðning og hvatningu sem hún hafi fengið frá leiðbeinanda sínum, Hönnu Björgu Sigurjónsdóttur, prófessor í fötlunarfræði. Sólveig segir að meistaraverkefni sitt undirstriki mikilvægi samstarfs innan velferðarkerfisins. „Verkefnið fjallar um líf og baráttu móður og tveggja uppkominna barna hennar. Öll höfðu þau fengið greiningar á einhverfurófi á misjöfnum tíma í lífinu. Áhersla var á baráttu móður við að halda þeim saman sem fjölskyldu og tryggja öryggi barna sinna og sitt um leið,“ Börnin voru greind á einhverfurófi á ungum aldri en móðirin var komin um þrítugt þegar hún fékk sína greiningu. „Í ritgerðinni verður fjallað um þýðingu einhverfurófsgreiningarinnar fyrir líf móður og barna og þá þjónustu sem þau fengu eða fengu ekki. Þá verður sagt frá uppvexti barnanna, átökum móður við kerfið, forsjársviptingu, sameiningu fjölskyldunnar og viðleitni móður og barna hennar við að byggja upp nýja tilveru saman, tilveru sem þau gætu öll verið sátt við.“ Ritgerð Sólveigar má nú finna á Skemmunni. Eftir námið stendur þakklæti upp úr hjá Sólveigu sem og óskin og vonin um að fólk þurfi ekki að bíða eftir ákveðnum greiningarviðmiðum þar til það fær viðunandi þjónustu. Eldri borgarar Skóla - og menntamál Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Blautt víðast hvar Veður Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira
Sólveig Guðlaugsdóttir var ein þeirra 270 nemenda sem brautskráðust úr grunn- eða framhaldsnámi fá Háskóla Íslands í síðustu viku. Sólveig er 83 ára gömul og er því elsti nemandi sem lokið hefur meistaranámi í HÍ fá upphafi. Sólveig útskrifaðist með MA-gráðu í fötlunarfræðum frá Félagsfræði,- mannfræði- og þjóðfræðideild og var meistaraverkefni hennar um móður og tvö börn á einhverfurófi. „Í gegnum árin hef ég stöðugt verið að bæta við þekkingu mína á því sviði sem byggist á vinnu með börnum, unglingum og fjölskyldum þeirra, með áherslu á einhverfu og ADHD. Ég hef unnið á Barna- og unglingageðdeild Landspítala og í heimahjúkrun á sviði geðhjúkrunar með samning við Tryggingarstofnun,“ segir Sólveig í viðtali fyrir vef HÍ. Sólveig starfaði um árabil sem geðjúkrunar- og fjölskyldufræðingur og hefur í gegnum árum verið dugleg að bæta við sína þekkingu. Hefur hún unnið á Barna- og unglingageðdeild Landspítala og í heimahjúkrun á sviði geðhjúkrunar, áður en hún settist í helgan stein. „Hvað varðar „helga steininn“ svara ég eins og frú Vigdís Finnbogadóttir gerði í eina tíð: „Ég hef ekki fundið þann stein enn þá,“ segir Sólveig. „Þegar ég hætti störfum skoðaði ég minn hug um hvað yrði næst og það sem kom upp í hendurnar á mér var auglýsing um diplómanám í fötlunarfræði.“ Hún fór svo úr diplómanáminu í meistaranám í faginu.„Ég hef mikla gleði af því að læra og þroskast og hef blessunarlega góða heilsu enn þó ég sé 83 ára.“Sólveig skrifaði ritgerðina Baráttunni lýkur aldrei en hún breytist. Lífssaga fjölskylduMYND/Kristinn IngvarssonFjallar um líf og baráttu móður Sólveig segir námið allt og samskipti við kennara og nemendur hafa verið sanna ánægju. „Málstofur voru mér mikil hvatning og ég fann aldrei fyrir því að ég væri gamla konan, við vorum eingöngu á jafningjagrunni þar sem ég lærði af þeim og að ég held gagnkvæmt,“ segir hún um samskipti við nemendur og kennara í náminu. Hún er þakklát fyrir þann stuðning og hvatningu sem hún hafi fengið frá leiðbeinanda sínum, Hönnu Björgu Sigurjónsdóttur, prófessor í fötlunarfræði. Sólveig segir að meistaraverkefni sitt undirstriki mikilvægi samstarfs innan velferðarkerfisins. „Verkefnið fjallar um líf og baráttu móður og tveggja uppkominna barna hennar. Öll höfðu þau fengið greiningar á einhverfurófi á misjöfnum tíma í lífinu. Áhersla var á baráttu móður við að halda þeim saman sem fjölskyldu og tryggja öryggi barna sinna og sitt um leið,“ Börnin voru greind á einhverfurófi á ungum aldri en móðirin var komin um þrítugt þegar hún fékk sína greiningu. „Í ritgerðinni verður fjallað um þýðingu einhverfurófsgreiningarinnar fyrir líf móður og barna og þá þjónustu sem þau fengu eða fengu ekki. Þá verður sagt frá uppvexti barnanna, átökum móður við kerfið, forsjársviptingu, sameiningu fjölskyldunnar og viðleitni móður og barna hennar við að byggja upp nýja tilveru saman, tilveru sem þau gætu öll verið sátt við.“ Ritgerð Sólveigar má nú finna á Skemmunni. Eftir námið stendur þakklæti upp úr hjá Sólveigu sem og óskin og vonin um að fólk þurfi ekki að bíða eftir ákveðnum greiningarviðmiðum þar til það fær viðunandi þjónustu.
Eldri borgarar Skóla - og menntamál Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Blautt víðast hvar Veður Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira