Tveir íslenskir knattspyrnumenn og liðsfélagar þeirra lentu í óvæntu ævintýri á leið sinni í bikarleik í Kaupmannahöfn.
Íslensku knattspyrnumennirnir Eggert Gunnþór Jónsson og Ísak Óli Ólafsson eru leikmenn danska liðsins SönderjyskE og áttu að mæta Bröndby í bikarnum í dag klukkan 18.00 að staðartíma. Nú er ljóst að leikurinn hefst ekki á þeim tíma.
Leikur Bröndby og SönderjyskE er í sextán liða úrslitum dönsku bikarkeppninnar en íslenski landsliðsmaðurinn Hjörtur Hermannsson spilar einmitt með Bröndby liðinu.
Liðsrúta SönderjyskE liðsins er föst á Stórabeltisbrúin, en það þurfti að loka henni vegna slyss. Fjölmiðlafulltrúi félagsins segir að þeir viti ekkert um framhaldið nema að þeir komist ekki yfir brúna.
Stórabeltisbrúin er vegtenging milli dönsku eyjanna Sjálands og Fjóns yfir Stórabelti með viðkomu á smáeyjunni Sprogö.
Samkvæmt frétt á bold.dk þá verður brúin lokuð til að minnsta kosti 17.00 og þá á rútan eftir að keyra tæplega tveggja klukkutíma leið til Kaupmannahafnar.
Rútan var búin að keyra yfir Litlabeltisbrúin, milli Jótlands og Fjóns, og hún var síðan búin að keyra yfir Fjón. Rútan komst ekki lengra en á miðja Stórabeltisbrúna.
Það á að taka SönderjyskE liðið um þrjá klukkutíma að fara þessa leið en það er ljóst að þeir verða mun lengur á leiðinni.
Samkvæmt fjölmiðlafulltrúa SönderjyskE þá er áfram stefnan sett að spila leikinn í dag en þá þarf rútan líka að fara að komast sem fyrst af stað. Það er ljóst að leikurinn mun ekki hefjast klukkan 23.00 í kvöld.
Eggert Gunnþór og Ísak Óli fastir á brú á leið í leik gegn Bröndby
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri
Enski boltinn




Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR
Íslenski boltinn


Aron Einar með en enginn Gylfi
Fótbolti


Svona var blaðamannafundur Arnars
Fótbolti

Fleiri fréttir
