„Mikill heiður og stór viðurkenning“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 30. október 2019 13:45 Gyða Valtýsdóttir tónskáld er handhafi tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs 2019. norden.org/Magnus Froderberg Íslenska tónlistarkonan Gyða Valtýsdóttir hlaut í gær tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs. Hún segir verðlaunin mikinn heiður og kveðst vona að þau kunni að opna fleiri dyr. Gyða og Sæunn Þorsteinsdóttir sellóleikari voru tilnefndar fyrir hönd Íslands en þær voru í hópi þrettán listamanna sem tilnefndir voru. Gyða var meðal stofnenda rafhljómsveitarinnar múm og er menntuð í sígildri tónlist en hefur ekki einskorðað sig við neina tiltekna tónlistarstefnu að því er segir í rökstuðningi dómnefndar.Sjá einnig: Gyða hlaut tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs „Þetta er náttúrlega rosa mikill heiður og stór viðurkenning,“ segir Gyða í samtali við fréttastofu. „Þetta vonandi opnar einhverjar dyr og gefur mér frelsi til að skapa það sem mig langar til að skapa. Aðspurð segist hún vera með mörg verkefni í pípunum en hún er til að mynda að gefa út nýja plötu snemma á næsta ári. „Hún er tilbúin og ég er mjög spennt fyrir henni og þar er ég að vinna með íslensku tónlistarfólki og svo er bara margt annað,“ segir Gyða. Í febrúar er til að mynda væntanleg plata sem byggir á samstarfsverkefni Gyðu og tvíburasystur hennar Kristínar Önnu Valtýsdóttur, Ragnars Kjartanssonar og tvíburabræðranna Aarons og Bryce Dessner úr hljómsveitinni The National. Í þakkarræðu sinni í gær minntist Gyða sérstaklega á tvíburasystur sína Kristínu Önnu en Gyða segir hana vera stóran part af lífi sínu og hún hafi kennt henni margt. „Svo þegar maður fær svona tilnefningu og einhver verðlaunaafhending, maður fer alltaf að hugsa hvort að maður sé þess verðugur og einhverjir meta sig út frá einhverjum öðrum og einhverjum standördum,“ segir Gyða. Hún hafi reynt að tileinka sér það að láta samanburð við aðra eða einhvers konar keppni ekki ráða för. „Þegar maður elst upp sem tvíburi þá er svo mikil samkeppni og samanburður, líka bara utan frá einhvern veginn. Fólk er alltaf að bera mann saman. Þannig að maður elst svolítið upp við það og klassískt tónlistarnám hjálpaði ekki. Það byrjar snemma svona einhver mælikvarði á mann og hæfileika manns,“ segir Gyða. „Að hafa kynnst þessu tvennu, að vera tvíburi og fara út í tónlistarnám, þá vildi ég svona einhvern veginn fara í hina áttina. Ég veit ekki hvernig ég á að útskýra það, einhvern veginn að þekkja sjálfan sig og bera sig ekki saman við eitthvað annað.“ Íslendingar erlendis Menning Tónlist Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Sjá meira
Íslenska tónlistarkonan Gyða Valtýsdóttir hlaut í gær tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs. Hún segir verðlaunin mikinn heiður og kveðst vona að þau kunni að opna fleiri dyr. Gyða og Sæunn Þorsteinsdóttir sellóleikari voru tilnefndar fyrir hönd Íslands en þær voru í hópi þrettán listamanna sem tilnefndir voru. Gyða var meðal stofnenda rafhljómsveitarinnar múm og er menntuð í sígildri tónlist en hefur ekki einskorðað sig við neina tiltekna tónlistarstefnu að því er segir í rökstuðningi dómnefndar.Sjá einnig: Gyða hlaut tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs „Þetta er náttúrlega rosa mikill heiður og stór viðurkenning,“ segir Gyða í samtali við fréttastofu. „Þetta vonandi opnar einhverjar dyr og gefur mér frelsi til að skapa það sem mig langar til að skapa. Aðspurð segist hún vera með mörg verkefni í pípunum en hún er til að mynda að gefa út nýja plötu snemma á næsta ári. „Hún er tilbúin og ég er mjög spennt fyrir henni og þar er ég að vinna með íslensku tónlistarfólki og svo er bara margt annað,“ segir Gyða. Í febrúar er til að mynda væntanleg plata sem byggir á samstarfsverkefni Gyðu og tvíburasystur hennar Kristínar Önnu Valtýsdóttur, Ragnars Kjartanssonar og tvíburabræðranna Aarons og Bryce Dessner úr hljómsveitinni The National. Í þakkarræðu sinni í gær minntist Gyða sérstaklega á tvíburasystur sína Kristínu Önnu en Gyða segir hana vera stóran part af lífi sínu og hún hafi kennt henni margt. „Svo þegar maður fær svona tilnefningu og einhver verðlaunaafhending, maður fer alltaf að hugsa hvort að maður sé þess verðugur og einhverjir meta sig út frá einhverjum öðrum og einhverjum standördum,“ segir Gyða. Hún hafi reynt að tileinka sér það að láta samanburð við aðra eða einhvers konar keppni ekki ráða för. „Þegar maður elst upp sem tvíburi þá er svo mikil samkeppni og samanburður, líka bara utan frá einhvern veginn. Fólk er alltaf að bera mann saman. Þannig að maður elst svolítið upp við það og klassískt tónlistarnám hjálpaði ekki. Það byrjar snemma svona einhver mælikvarði á mann og hæfileika manns,“ segir Gyða. „Að hafa kynnst þessu tvennu, að vera tvíburi og fara út í tónlistarnám, þá vildi ég svona einhvern veginn fara í hina áttina. Ég veit ekki hvernig ég á að útskýra það, einhvern veginn að þekkja sjálfan sig og bera sig ekki saman við eitthvað annað.“
Íslendingar erlendis Menning Tónlist Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Sjá meira