Dagur í lífi Áslaugar: Mætti gefa sér tíma í tilhugalífið, þaulskipulögð og horfir á The Bachelor Stefán Árni Pálsson skrifar 30. október 2019 11:30 Dagarnir eru fjölbreyttir hjá dómsmálaráðherra. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tók nýverið við sem dómsmálaráðherra aðeins 28 ára gömul. Hún er reynslumikil bæði í lífi og starfi, hún er menntaður lögfræðingur, hefur verið ritari Sjálfstæðisflokksins og nú dómsmálaráðherra. Kristín Ruth Jónsdóttir hitti hana í ræktinni eldsnemma að morgni og fékk að kynnast henni og hvernig dagur í lífi Áslaugu Örnu er í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Hún byrjar daginn í ræktinni. „Ég reyni að mæta á morgnanna, það er eini tíminn sem gefst og gaman að hitta stelpurnar og æfa með þeim,“ segir Áslaug. „Ég fúnkera miklu betur ef ég næ að hreyfa mig. Það eru góðir þjálfarar hérna, góð stemning og þetta er bara góður partur af deginum. Dagarnir mínir er mjög fjölbreyttir, vel skipulagðir og ég nýti tímann minn vel.“ Áslaug Arna á nú nokkur ár að baki í pólitík og er því orðin vön ýmsu. En það hlýtur samt að vera pressa að bera þennan titil Dómsmálaráðherra. Áslaug reynir að byrja daginn í ræktinni.„Þetta er stór titill en ég held að maður höndli þetta með því að bera virðingu fyrir starfinu og átta sig á því að maður kemst ekki yfir allt og reynir alltaf að gera sitt besta. Svo er maður í þessu til að reyna hafa góð áhrif.“ Dómsmálaráðuneytið hefur oft verið sagt íhaldssamasta ráðuneytið og því mörg mál sem erfitt getur verið að taka á og ætla sér að breyta. Hvaða mál standa Áslaugu næst og á hvaða málum vill hún taka á sem nýr dómsmálaráðherra? „Útlendingamálin eru stór hér innan ráðuneytisins. Málefna dómsstólana, Landhelgisgæslunnar og lögreglunnar og það hefur auðvitað mætt mest á þeim málum svona fyrstu vikurnar mínar. Síðan eru líka minni mál eins og mannanafnanefnd, happdrættismál og netverslun með áfengi og fleira,“ segir Áslaug sem tekur á gagnrýnisskotum á þessum nótum: „Þegar þú ert búin að vera í pólitík í einhvern tíma þá leiðir þú þetta hjá þér, allavega alla ómálefnalegu gagnrýnina. Það er gott að fá málefnalega gagnrýni. Skrápurinn er orðinn mjög þykkur.“Nanna Kristín og Katrín Atladóttir eru góðar vinkonur Áslaugar.Áslaug var spurð hvort hún hefði tíma fyrir kærasta eða stefnumót og var svarið: „Maður hefur tíma fyrir allt sem maður gefur sér tíma í. Það er bara spurning um að forgangsraða. Ég hef kannski ekki gefið mér mikinn tíma í það en það er alltaf hægt að koma því að.“ Áslaug hefur verið dugleg að sýna frá sínu lífi á samfélagsmiðlum. En með þeim er hægt að fá að fylgjast með henni í sínu starfi, daglega lífi og því sem hún tekur sér fyrir hendur. En það hljóta að vera kostir og gallar við það að lifa svona opinberu lífi. „Það er gaman og mikilvægt að geta sýnt frá starfinu og hversu fjölbreytt það er. Leyft ungu fólki að fylgjast með hvernig maður leggur fram þingskjöl og fleira. En að sama skapi þarf maður líka auðvitað að geta dregið einhverja línu.“ Eins og áhorfendur fá að sjá eru dagarnir vel skipulagðir og þétt dagskrá flest alla daga hjá dómsmálaráðherra, en eins og Áslaug hefur sagt sjálf frá þarf alltaf að gefa sér tíma fyrir fjölskyldu og vini. Hún er mjög vinamörg og segja vinkonurnar að hún sé loksins farin að horfa á The Bachelor eftir að hafa þurft að sannfæra hana í þónokkurn tíma. Ísland í dag Mest lesið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Fleiri fréttir Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tók nýverið við sem dómsmálaráðherra aðeins 28 ára gömul. Hún er reynslumikil bæði í lífi og starfi, hún er menntaður lögfræðingur, hefur verið ritari Sjálfstæðisflokksins og nú dómsmálaráðherra. Kristín Ruth Jónsdóttir hitti hana í ræktinni eldsnemma að morgni og fékk að kynnast henni og hvernig dagur í lífi Áslaugu Örnu er í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Hún byrjar daginn í ræktinni. „Ég reyni að mæta á morgnanna, það er eini tíminn sem gefst og gaman að hitta stelpurnar og æfa með þeim,“ segir Áslaug. „Ég fúnkera miklu betur ef ég næ að hreyfa mig. Það eru góðir þjálfarar hérna, góð stemning og þetta er bara góður partur af deginum. Dagarnir mínir er mjög fjölbreyttir, vel skipulagðir og ég nýti tímann minn vel.“ Áslaug Arna á nú nokkur ár að baki í pólitík og er því orðin vön ýmsu. En það hlýtur samt að vera pressa að bera þennan titil Dómsmálaráðherra. Áslaug reynir að byrja daginn í ræktinni.„Þetta er stór titill en ég held að maður höndli þetta með því að bera virðingu fyrir starfinu og átta sig á því að maður kemst ekki yfir allt og reynir alltaf að gera sitt besta. Svo er maður í þessu til að reyna hafa góð áhrif.“ Dómsmálaráðuneytið hefur oft verið sagt íhaldssamasta ráðuneytið og því mörg mál sem erfitt getur verið að taka á og ætla sér að breyta. Hvaða mál standa Áslaugu næst og á hvaða málum vill hún taka á sem nýr dómsmálaráðherra? „Útlendingamálin eru stór hér innan ráðuneytisins. Málefna dómsstólana, Landhelgisgæslunnar og lögreglunnar og það hefur auðvitað mætt mest á þeim málum svona fyrstu vikurnar mínar. Síðan eru líka minni mál eins og mannanafnanefnd, happdrættismál og netverslun með áfengi og fleira,“ segir Áslaug sem tekur á gagnrýnisskotum á þessum nótum: „Þegar þú ert búin að vera í pólitík í einhvern tíma þá leiðir þú þetta hjá þér, allavega alla ómálefnalegu gagnrýnina. Það er gott að fá málefnalega gagnrýni. Skrápurinn er orðinn mjög þykkur.“Nanna Kristín og Katrín Atladóttir eru góðar vinkonur Áslaugar.Áslaug var spurð hvort hún hefði tíma fyrir kærasta eða stefnumót og var svarið: „Maður hefur tíma fyrir allt sem maður gefur sér tíma í. Það er bara spurning um að forgangsraða. Ég hef kannski ekki gefið mér mikinn tíma í það en það er alltaf hægt að koma því að.“ Áslaug hefur verið dugleg að sýna frá sínu lífi á samfélagsmiðlum. En með þeim er hægt að fá að fylgjast með henni í sínu starfi, daglega lífi og því sem hún tekur sér fyrir hendur. En það hljóta að vera kostir og gallar við það að lifa svona opinberu lífi. „Það er gaman og mikilvægt að geta sýnt frá starfinu og hversu fjölbreytt það er. Leyft ungu fólki að fylgjast með hvernig maður leggur fram þingskjöl og fleira. En að sama skapi þarf maður líka auðvitað að geta dregið einhverja línu.“ Eins og áhorfendur fá að sjá eru dagarnir vel skipulagðir og þétt dagskrá flest alla daga hjá dómsmálaráðherra, en eins og Áslaug hefur sagt sjálf frá þarf alltaf að gefa sér tíma fyrir fjölskyldu og vini. Hún er mjög vinamörg og segja vinkonurnar að hún sé loksins farin að horfa á The Bachelor eftir að hafa þurft að sannfæra hana í þónokkurn tíma.
Ísland í dag Mest lesið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Fleiri fréttir Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Sjá meira