Rúnar Sigtryggs: Klúðrum þessu gjörsamlega á óskiljanlegan hátt Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. nóvember 2019 23:00 Rúnar Sigtryggsson vísir/bára „Við klúðrum þessu gjörsamlega á óskiljanlegan hátt í annað skiptið í þrem leikjum,“ sagði Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Stjörnunnar eftir hreint út sagt ótrúlegt klúður liðsins í 26-26 jafntefli gegn Fram í Olís deild karla í kvöld. Stjarnan var tveimur mörkum yfir þegar tæp mínúta var til leiksloka. Rúnar var spurður út í af hverju hann tók markvörð sinn af velli á þeim tímapunkti en liðið var manni færri eftir að Ragnar Njálsson fékk 2ja mínútna brottvísun. „Það var til að vera jafn margir til að lenda ekki í undirtölu en það skipti greinilega ekki máli þegar upp var staðið. Þegar við töpum boltanum er alveg jafn líklegt að þeir skori með markmann og engum markmanni. Við lentum í þessu fyrir norðan, var farið yfir þetta og ég hélt að leikmenn væru með tiltölulega á hreinu hvað ætti að gera. Síðan erum við marki yfir og við náum ekki að höndla það.“ „Hafði greinilega áhrif í kvöld, við vorum búnir að klára leikinn. Áttum góða rispu síðasta korterið og vinnum boltann, förum í hraðaupphlaup og getum farið í fjögur mörk en klikkum á því. Þetta er fullmikið af áföllum á stuttum tíma.“ „Leikurinn var of hægur. Hnoð og alltof rólegt, stemmningsleysi í báðum liðum og húsinu. Var mjög rólegt, eins og það væri kominn háttatími á tímabili,“ sagði Rúnar að lokum um leikinn í heild sinni. Olís-deild karla Tengdar fréttir Þorgrímur Smári: Ég verð bara að segja aumingja Stjörnumenn Þorgrímur Smári Ólafsson tryggði Fram stig í mögnuðum leik gegn Stjörnunni í Olís deild karla í kvöld. Lokatölur 26-26 þegar Stjarnan var tveimur mörkum yfir og tæplega mínúta til leiksloka. 9. nóvember 2019 22:23 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan 26-26 Fram | Stjarnan henti frá sér unnum leik í Garðabænum Ótrúleg endurkoma Fram undir lok leiks tryggði þeim stig en Stjarnan var með unnin leik í höndunum er liðin mættust í Olís deild karla í handbolta í TM Höllinni í Garðabæ. Lokatölur 26-26 í leik sem erfitt er að útskýra. 9. nóvember 2019 21:45 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira
„Við klúðrum þessu gjörsamlega á óskiljanlegan hátt í annað skiptið í þrem leikjum,“ sagði Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Stjörnunnar eftir hreint út sagt ótrúlegt klúður liðsins í 26-26 jafntefli gegn Fram í Olís deild karla í kvöld. Stjarnan var tveimur mörkum yfir þegar tæp mínúta var til leiksloka. Rúnar var spurður út í af hverju hann tók markvörð sinn af velli á þeim tímapunkti en liðið var manni færri eftir að Ragnar Njálsson fékk 2ja mínútna brottvísun. „Það var til að vera jafn margir til að lenda ekki í undirtölu en það skipti greinilega ekki máli þegar upp var staðið. Þegar við töpum boltanum er alveg jafn líklegt að þeir skori með markmann og engum markmanni. Við lentum í þessu fyrir norðan, var farið yfir þetta og ég hélt að leikmenn væru með tiltölulega á hreinu hvað ætti að gera. Síðan erum við marki yfir og við náum ekki að höndla það.“ „Hafði greinilega áhrif í kvöld, við vorum búnir að klára leikinn. Áttum góða rispu síðasta korterið og vinnum boltann, förum í hraðaupphlaup og getum farið í fjögur mörk en klikkum á því. Þetta er fullmikið af áföllum á stuttum tíma.“ „Leikurinn var of hægur. Hnoð og alltof rólegt, stemmningsleysi í báðum liðum og húsinu. Var mjög rólegt, eins og það væri kominn háttatími á tímabili,“ sagði Rúnar að lokum um leikinn í heild sinni.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Þorgrímur Smári: Ég verð bara að segja aumingja Stjörnumenn Þorgrímur Smári Ólafsson tryggði Fram stig í mögnuðum leik gegn Stjörnunni í Olís deild karla í kvöld. Lokatölur 26-26 þegar Stjarnan var tveimur mörkum yfir og tæplega mínúta til leiksloka. 9. nóvember 2019 22:23 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan 26-26 Fram | Stjarnan henti frá sér unnum leik í Garðabænum Ótrúleg endurkoma Fram undir lok leiks tryggði þeim stig en Stjarnan var með unnin leik í höndunum er liðin mættust í Olís deild karla í handbolta í TM Höllinni í Garðabæ. Lokatölur 26-26 í leik sem erfitt er að útskýra. 9. nóvember 2019 21:45 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira
Þorgrímur Smári: Ég verð bara að segja aumingja Stjörnumenn Þorgrímur Smári Ólafsson tryggði Fram stig í mögnuðum leik gegn Stjörnunni í Olís deild karla í kvöld. Lokatölur 26-26 þegar Stjarnan var tveimur mörkum yfir og tæplega mínúta til leiksloka. 9. nóvember 2019 22:23
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan 26-26 Fram | Stjarnan henti frá sér unnum leik í Garðabænum Ótrúleg endurkoma Fram undir lok leiks tryggði þeim stig en Stjarnan var með unnin leik í höndunum er liðin mættust í Olís deild karla í handbolta í TM Höllinni í Garðabæ. Lokatölur 26-26 í leik sem erfitt er að útskýra. 9. nóvember 2019 21:45