Lýðræðið hætt að virka og kerfið ræður í raun Andri Eysteinsson skrifar 9. nóvember 2019 17:06 Sigmundur Davíð hélt ræðu á flokksráðsfundi Miðflokksins í Reykjanesbæ. vísir/vilhelm Baráttan við ríkisbáknið var í brennidepli í ræðu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Miðflokksins á flokksráðsfundi flokksins í Reykjanesbæ í dag. Miðflokkurinn leitar um þessar mundir að reynslusögum frá fólki sem telur sig hafa mætt óbilgirni af hálfu hins opinbera kerfis. Í samtali við fréttastofu í Hádegisfréttum Bylgjunnar sagði Sigmundur vonast til þess að reynslusögurnar nýtist til þess að kortleggja þann vanda sem þingmenn Miðflokksins hafa orðið varir við að sé til staðar og í framhaldinu verði hægt að leita leiða til að leysa þann vanda. „Það kemur í framhaldi af því að ég og aðrir þingmenn höfum upplifað það á ferðum okkar og fundum að heyra endalaust af slíkum sögum. Við töldum rétt að reyna að ná einhverri heildarmynd, kortleggja vandann til þess að bregðast við honum,“ sagði Sigmundur Davíð í hádegisfréttum Bylgjunnar.Finna lausnirnar og framkvæmda þær Í ræðu sinni á flokksráðsfundi Miðflokksins sagði Sigmundur Davíð að Íslendingar stæðu frammi fyrir þeim vanda að lýðræðið væri hætt að virka sem skildi og í raun væri það kerfið sem réði. „Við í Miðflokknum höfum kynnt að eitt af megináhersluefnum okkar næstu misseri verði að takast á við báknið og minnka það en gera kerfið um leið betur í stakk búið til að þjónusta almenning,“ sagði Sigmundur og bætti seinna við. „Það að okkur takist að vel upp er alveg sérstaklega mikilvægt fyrir tekjulægri hópa samfélagsins.“ Sigmundur sagði að á fyrsta sólarhringnum eftir að flokkurinn hóf að auglýsa eftir reynslusögum hafi tugir sagna borist. Þær verði skoðaðar auk þeirra sem enn eiga eftir að bætast við og afraksturinn muni svo birtast í formi lausna. Þá lýsti Sigmundur því hvernig samfélagið gæti litið út ef „skynsemi og vilji almennings hefði ráðið för.“ „Búið væri að greiða úr mestu umferðarteppum höfuðborgarsvæðisins og Sundabraut langt komin. Eldri borgarar gætu valið um að vinna lengur eða setjast í helgan stein og njóta sparnaðar og lífeyristekna án þess að skerðingar eyðilegðu drauma þeirra um efri árin. Og nú í desember fengju meira að segja börn í Reykjavík að halda litlu jólin. Við værum eitt samfélag, öflugra en nokkru sinni fyrr og betur í stakk búið að nýta hugkvæmni fólksins og gæði landsins öllum til heilla,“ sagði Sigmundur og lauk að lokum máli sínu með því að segja að Miðflokkurinn gæti skilað þeim árangri. Miðflokkurinn Reykjanesbær Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Sjá meira
Baráttan við ríkisbáknið var í brennidepli í ræðu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Miðflokksins á flokksráðsfundi flokksins í Reykjanesbæ í dag. Miðflokkurinn leitar um þessar mundir að reynslusögum frá fólki sem telur sig hafa mætt óbilgirni af hálfu hins opinbera kerfis. Í samtali við fréttastofu í Hádegisfréttum Bylgjunnar sagði Sigmundur vonast til þess að reynslusögurnar nýtist til þess að kortleggja þann vanda sem þingmenn Miðflokksins hafa orðið varir við að sé til staðar og í framhaldinu verði hægt að leita leiða til að leysa þann vanda. „Það kemur í framhaldi af því að ég og aðrir þingmenn höfum upplifað það á ferðum okkar og fundum að heyra endalaust af slíkum sögum. Við töldum rétt að reyna að ná einhverri heildarmynd, kortleggja vandann til þess að bregðast við honum,“ sagði Sigmundur Davíð í hádegisfréttum Bylgjunnar.Finna lausnirnar og framkvæmda þær Í ræðu sinni á flokksráðsfundi Miðflokksins sagði Sigmundur Davíð að Íslendingar stæðu frammi fyrir þeim vanda að lýðræðið væri hætt að virka sem skildi og í raun væri það kerfið sem réði. „Við í Miðflokknum höfum kynnt að eitt af megináhersluefnum okkar næstu misseri verði að takast á við báknið og minnka það en gera kerfið um leið betur í stakk búið til að þjónusta almenning,“ sagði Sigmundur og bætti seinna við. „Það að okkur takist að vel upp er alveg sérstaklega mikilvægt fyrir tekjulægri hópa samfélagsins.“ Sigmundur sagði að á fyrsta sólarhringnum eftir að flokkurinn hóf að auglýsa eftir reynslusögum hafi tugir sagna borist. Þær verði skoðaðar auk þeirra sem enn eiga eftir að bætast við og afraksturinn muni svo birtast í formi lausna. Þá lýsti Sigmundur því hvernig samfélagið gæti litið út ef „skynsemi og vilji almennings hefði ráðið för.“ „Búið væri að greiða úr mestu umferðarteppum höfuðborgarsvæðisins og Sundabraut langt komin. Eldri borgarar gætu valið um að vinna lengur eða setjast í helgan stein og njóta sparnaðar og lífeyristekna án þess að skerðingar eyðilegðu drauma þeirra um efri árin. Og nú í desember fengju meira að segja börn í Reykjavík að halda litlu jólin. Við værum eitt samfélag, öflugra en nokkru sinni fyrr og betur í stakk búið að nýta hugkvæmni fólksins og gæði landsins öllum til heilla,“ sagði Sigmundur og lauk að lokum máli sínu með því að segja að Miðflokkurinn gæti skilað þeim árangri.
Miðflokkurinn Reykjanesbær Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Sjá meira