Lýsir tilfinningaríkri stund þegar múrinn féll fyrir þrjátíu árum Eiður Þór Árnason og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 9. nóvember 2019 14:15 Mynd frá því þegar Þjóðverjar fögnuðu falli múrsins daginn eftir fall hans þann 9. nóvember 1989. Vísir/EPA Þrjatíu ár eru í dag síðan að Berlínarmúrinn féll þann 9. nóvember 1989. Þórir Guðmundsson, núverandi ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar og þáverandi fréttamaður Stöðvar 2 var staddur í Berlín þegar búrinn féll ásamt Sigurði Jakobssyni kvikmyndatökumanni. Þórir man vel eftir þessum sögulega atburði og sagði að um hafi verið að ræða mjög tilfinningaríka stund fyrir Þjóðverja. „Það sem við þurfum að muna er að múrinn var reistur til að halda milljónum Þjóðverja inni í mjög harðneskjulegu kommúnistaríki þar sem að var ekkert tjáningarfrelsi og ekkert ferðafrelsi. Hann var þarna til staðar í 28 ár og þegar að múrinn féll síðan loksins þessa daga fyrir þrjátíu árum, þá framkallaði það alveg óskaplegar tilfinningar hjá fólki.“Þórir Guðmundsson, ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.Vísir/VilhelmÞennan dag mátti sjá gríðarlegan fjölda fara yfir til Vestur-Berlínar í fyrsta skipti í á þriðja áratug. „Þegar við Sigurður Jakobsson myndatökumaður Stöðvar 2 vorum þarna þá töluðum við meðal annars við fólk sem fór þarna yfir þúsundum saman yfir gamla einskismannslandið þar sem voru áður jarðsprengjur til að koma í veg fyrir að fólk gæti farið upp að múrnum, og það fór þarna yfir til Vestur-Berlínar þar sem að eldra fólkið hafði ekki komist til að heimsækja í þessi 28 ár,“ rifjar Þórir upp á þessum merku tímamótum. Fólkið lét sér þó ekki nægja að komast í gegnum múrinn og tók það að sér að brjóta hann niður með táknrænum hætti. „Á meðan er fólk uppi á múrnum, að reyna beinlínis að rífa hann niður með höndunum með hömrum. Þannig að þetta var óskaplega tilfinningaríkt allt saman og batt auðvitað enda á Austur-Þýskaland og á endanum þá féll kommúnisminn eins og hann lagði sig í Austur-Evrópu og Sovíetríkjunum.“Þjóðverjar að fagna falli múrsins árið 1989.Vísir/EPA Þýskaland Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
Þrjatíu ár eru í dag síðan að Berlínarmúrinn féll þann 9. nóvember 1989. Þórir Guðmundsson, núverandi ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar og þáverandi fréttamaður Stöðvar 2 var staddur í Berlín þegar búrinn féll ásamt Sigurði Jakobssyni kvikmyndatökumanni. Þórir man vel eftir þessum sögulega atburði og sagði að um hafi verið að ræða mjög tilfinningaríka stund fyrir Þjóðverja. „Það sem við þurfum að muna er að múrinn var reistur til að halda milljónum Þjóðverja inni í mjög harðneskjulegu kommúnistaríki þar sem að var ekkert tjáningarfrelsi og ekkert ferðafrelsi. Hann var þarna til staðar í 28 ár og þegar að múrinn féll síðan loksins þessa daga fyrir þrjátíu árum, þá framkallaði það alveg óskaplegar tilfinningar hjá fólki.“Þórir Guðmundsson, ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.Vísir/VilhelmÞennan dag mátti sjá gríðarlegan fjölda fara yfir til Vestur-Berlínar í fyrsta skipti í á þriðja áratug. „Þegar við Sigurður Jakobsson myndatökumaður Stöðvar 2 vorum þarna þá töluðum við meðal annars við fólk sem fór þarna yfir þúsundum saman yfir gamla einskismannslandið þar sem voru áður jarðsprengjur til að koma í veg fyrir að fólk gæti farið upp að múrnum, og það fór þarna yfir til Vestur-Berlínar þar sem að eldra fólkið hafði ekki komist til að heimsækja í þessi 28 ár,“ rifjar Þórir upp á þessum merku tímamótum. Fólkið lét sér þó ekki nægja að komast í gegnum múrinn og tók það að sér að brjóta hann niður með táknrænum hætti. „Á meðan er fólk uppi á múrnum, að reyna beinlínis að rífa hann niður með höndunum með hömrum. Þannig að þetta var óskaplega tilfinningaríkt allt saman og batt auðvitað enda á Austur-Þýskaland og á endanum þá féll kommúnisminn eins og hann lagði sig í Austur-Evrópu og Sovíetríkjunum.“Þjóðverjar að fagna falli múrsins árið 1989.Vísir/EPA
Þýskaland Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira