Ingvar E. Sigurðsson tilnefndur til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 9. nóvember 2019 12:17 Ingvar og Ída Mekkín túlka afa og barnabarn með látlausum tilþrifum í Hvítur, hvítur dagur. Þau tengdu strax þegar þau hittust og eru hinir mestu mátar og hafa ekki síður skemmt sér í eftirleiknum. MYND/PIERRE CAUDEVELLE Ingvar E. Sigurðsson leikari er tilnefndur til Evrópsku kvikmundaverðlaunanna sem besti evrópski leikarinn fyrir hlutverk sitt í myndinni Hvítur, hvítur dagur. Verðlaunin eru ein virtustu kvikmyndaverðlaun í Evrópu. Hann segir tilnefninguna mikinn heiður. Verðlaunin verða afhent í 32. sinn í Berlín þann 7. desember. Á næsta ári fer verðlaunahátíðin fram í Reykjavík en hún er haldin annað hvert ár í Berlín og hitt árið öðrum evrópskum borgum. Tveir Íslendingar hafa hlotið verðlaun á hátíðinni – Hilmar Örn Hilmarsson fyrir tónlistina í Börnum náttúrunnar og Björk Guðmundsdóttir sem besta leikkonan í Dancer in the Dark. Þá hafa nokkrir til viðbótar verið tilnefndir í gegnum tíðina en Ingvar sjálfur hefur áður verið tilnefndur, þá fyrir leik sinn í Englum alheimsins og í Kaldaljósi. Hann segir tilnefninguna vera mikinn heiður. „Hún er bara fín viðurkenning á því, eða eiginlega alveg stórkostleg viðurkenning, á því að við erum að fá athygli úti í heimi fyrir íslenska kvikmyndagerð og leik í kvikmyndum,“ segir Ingvar í samtali við fréttastofu. Auk Ingvars eru tilnefndir sem besti leikarinn þeir Antonio Banderas fyrir leik í myndinni Pain and Glory, Jean Dujardin, fyrir myndina An Officer and a Spy, Pierfrancesco Faciona fyrir The Traitor, Levan Gelbakhiani fyrir And Then We Danced og Alexander Scheer fyrir Gundermann. „Þetta er bara frábært að vera á þessum lista með þessum fimm spútnik leikurum frá Evrópu,“ segir Ingvar. Kvikmyndin Hvítur, hvítur dagur eftir Hlyn Pálmason hefur vakið mikla athygli bæði á innlendum og erlendum vettvangi. Sjálfur er Ingvar núna staddur í Hollandi að fylgja myndinni eftir. „Það er alltaf troðfullt hús og þeir færðu myndina í risastóran sal, stærsta salinn, því að það er búið að vera alltaf uppselt á myndina,“ segir Ingvar. Upplýsingar um allar tilnefningar er að finna á heimsíðu Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna. Bíó og sjónvarp Íslendingar erlendis Menning Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
Ingvar E. Sigurðsson leikari er tilnefndur til Evrópsku kvikmundaverðlaunanna sem besti evrópski leikarinn fyrir hlutverk sitt í myndinni Hvítur, hvítur dagur. Verðlaunin eru ein virtustu kvikmyndaverðlaun í Evrópu. Hann segir tilnefninguna mikinn heiður. Verðlaunin verða afhent í 32. sinn í Berlín þann 7. desember. Á næsta ári fer verðlaunahátíðin fram í Reykjavík en hún er haldin annað hvert ár í Berlín og hitt árið öðrum evrópskum borgum. Tveir Íslendingar hafa hlotið verðlaun á hátíðinni – Hilmar Örn Hilmarsson fyrir tónlistina í Börnum náttúrunnar og Björk Guðmundsdóttir sem besta leikkonan í Dancer in the Dark. Þá hafa nokkrir til viðbótar verið tilnefndir í gegnum tíðina en Ingvar sjálfur hefur áður verið tilnefndur, þá fyrir leik sinn í Englum alheimsins og í Kaldaljósi. Hann segir tilnefninguna vera mikinn heiður. „Hún er bara fín viðurkenning á því, eða eiginlega alveg stórkostleg viðurkenning, á því að við erum að fá athygli úti í heimi fyrir íslenska kvikmyndagerð og leik í kvikmyndum,“ segir Ingvar í samtali við fréttastofu. Auk Ingvars eru tilnefndir sem besti leikarinn þeir Antonio Banderas fyrir leik í myndinni Pain and Glory, Jean Dujardin, fyrir myndina An Officer and a Spy, Pierfrancesco Faciona fyrir The Traitor, Levan Gelbakhiani fyrir And Then We Danced og Alexander Scheer fyrir Gundermann. „Þetta er bara frábært að vera á þessum lista með þessum fimm spútnik leikurum frá Evrópu,“ segir Ingvar. Kvikmyndin Hvítur, hvítur dagur eftir Hlyn Pálmason hefur vakið mikla athygli bæði á innlendum og erlendum vettvangi. Sjálfur er Ingvar núna staddur í Hollandi að fylgja myndinni eftir. „Það er alltaf troðfullt hús og þeir færðu myndina í risastóran sal, stærsta salinn, því að það er búið að vera alltaf uppselt á myndina,“ segir Ingvar. Upplýsingar um allar tilnefningar er að finna á heimsíðu Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna.
Bíó og sjónvarp Íslendingar erlendis Menning Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira