Lúxus að búa á síkjunum Oddur Freyr Þorsteinsson skrifar 9. nóvember 2019 08:30 Í Amsterdam eru 165 síki og samanlögð lengd þeirra er yfir 100 kílómetrar. Á þeim eru um 2.500 húsbátar. Hluti síkjanna í miðborginni hafa verið á heimsminjaskrá UNESCO síðan 2010. NordicPhotos/GETTY Húsbátar á síkjum Amsterdam hafa lengi verið tiltölulega ódýr staður til að búa á í borg með hátt fasteignaverð. En á síðustu árum hefur þetta breyst og nú sækir efnað fólk í síkin. Það hafa orðið hraðar breytingar á fasteignamarkaðnum á síkjum Amsterdam í Hollandi. Árum saman hafa húsbátarnir verið ódýr húsakostur í borg með hátt fasteignaverð en bara á síðustu fimm árum hefur verðið hækkað um 30 til 40 prósent og í dag er það efnað fólk með áhuga á nýrri hönnun, þægindum og sjálfbærni sem er að taka sér bólfestu á síkjum borgarinnar. Christopher F. Schuetze fjallaði um þessar breytingar við New York Times á dögunum. Árið 1999, þegar Karen Bosma flutti bátinn sinn fyrst til Borneokade, rétt norðaustan við miðborg Amsterdam, samanstóð hverfið aðallega af bryggjum og vannýttum vöruhúsum. „Þá var þetta fyrir fátæka,“ segir hún. „Margir listamenn bjuggu í bátum.“ Á síðustu tuttugu árum hafa Karen og eiginmaður hennar svo alið upp tvo syni í bátnum sínum, sem er 25 metra langt vöruflutningaskip frá 1912 sem búið er að taka vélina, eldsneytistankana og lestina úr. Rétt hjá skipi Karenar liggur skipið B18, 40 metra langt glæsihýsi á tveimur og hálfri hæð sem inniheldur yfir 280 fermetra íbúð. „Þetta þarf að vera skip að utan og hús að innan,“ segir Gijs Haverkate, sem bjó skipið til og býr á því með fjölskyldu sinni. Hann er hönnuður og vonast til að báturinn hans verði öðrum innblástur til að byggja á vatninu. Hann rekur fyrirtækið UrbanShips, sem byggir sérhannaða húsbáta sem líta út eins og skip. Það eru þó ekki bara fínni skip sem útskýra þá miklu hækkun sem hefur orðið á fasteignaverði í síkjunum, heldur hefur bryggjupláss líka hækkað mjög mikið í verði. Týpískt bryggjupláss á síkjum Amsterdam getur kostað rúmlega 62 milljónir króna, en það er breytilegt eftir staðsetningu og stærð. Í sumum tilvikum sitja hins vegar eldri og óuppgerð skip í þessum plássum sem eru kannski minna en þriggja milljóna króna virði.Fljótandi hús, ekki bátar Það sem virðist þó skipta fólk meira máli en verð á bryggjuplássum er arkitektúr húsbátanna. Áður fyrr voru bryggjuplássin fyllt vinnubátum sem hafði verið breytt, en nú eru sífellt fleiri pláss skipuð fljótandi húsum sem eru hönnuð til að líta út eins og skip, en hafa ekkert af búnaðinum sem þarf til siglinga. Þessi hús eru betur einangruð en bátar og bjóða upp á betri nýtingu á plássi og orku. Skip Bobs van Wely, AM 58, er gott dæmi um möguleikana sem eru fólgnir í að endurhanna bát sem heimili fyrir fjölskyldu. Skipið er 35 metra langt og var áður togari. Til að nýta bryggjuplássið sem best var ákveðið að lengja skipið um rúmlega níu metra og svo var allt tekið úr skipinu sem hafði ekki notagildi á nútíma heimili. Bob van Wely er arkitekt og hann breytti stýrishúsinu í skrifstofu og lestinni í rúmgóða stofu sem hefur að geyma píanó. Stefnið er svo yfirbyggt og þar er gestaherbergi. Báturinn er kyntur með hitadælu og sólarsellum og það er stór hitari í eldhúsinu sem heldur herbergjum heitum á veturna og hitar vatn sem vermir gólfið. „Það er hlýtt og notalegt hér, líka á veturna,“ segir Bob, sem flutti um borð með maka sínum og fjórum börnum þeirra á síðasta ári. „Maður getur haldið áfram að búa í borginni, en maður er ekki lengur í þrengslum.“ Eftir að hann lauk breytingunum á bát sínum hefur Bob sérhæft sig í húsbátum sem arkitekt.Áður fyrr voru síkin full af vinnubátum sem hafði verið breytt, en nú er sífellt meira um fljótandi hús.Erfitt að komast að Húsbáturinn var ódýrari kostur en hús fyrir Bob, en það er að mörgu leyti erfiðara og flóknara að koma sér upp heimili á síkjunum en í hefðbundnari húsakynnum. Bátar sem eru á síkjunum hafa varanlegt leyfi til að leggjast að bryggju og það er selt með bátunum. Eina leiðin til að flytja nýjan bát í síkin er ef einhver sem á bát ákveður að selja bryggjuplássið og flytja þann gamla úr borginni eða selja hann í brotajárn. Borgaryfirvöld hafa líka flóknar reglur um stærð, stíl og hönnun bátanna og þær breytast með árunum og eru ólíkar milli síkja. Eini hollenski bankinn sem hjálpar fólki að fjármagna húsbátakaup lánar líka bara fyrir bátum, en ekki bryggjuplássum. Það er líka svo gríðarlegur fjöldi báta á síkjum Amsterdam að það getur tekið mörg ár að bíða eftir að pláss losni, ef maður vill ekki kaupa bát til að fá pláss. Af ýmsum ástæðum eru margir sem nota eigið fjármagn og það stuðlar að því að í auknum mæli er það efnað fólk sem býr á síkjunum. En þrátt fyrir að þetta sé erfitt og dýrt sjá fáir eftir því að taka sér bólfestu á síkjunum í þessari fallegu og skemmtilegu borg, sem er umkringd iðandi mannlífi og laus við þrengslin sem einkenna íbúðir í miðborg Amsterdam.Það getur verið dýrt og erfitt að koma sér fyrir á síkjunum en það hefur samt líka ýmsa spennandi kosti. Birtist í Fréttablaðinu Holland Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Sjá meira
Húsbátar á síkjum Amsterdam hafa lengi verið tiltölulega ódýr staður til að búa á í borg með hátt fasteignaverð. En á síðustu árum hefur þetta breyst og nú sækir efnað fólk í síkin. Það hafa orðið hraðar breytingar á fasteignamarkaðnum á síkjum Amsterdam í Hollandi. Árum saman hafa húsbátarnir verið ódýr húsakostur í borg með hátt fasteignaverð en bara á síðustu fimm árum hefur verðið hækkað um 30 til 40 prósent og í dag er það efnað fólk með áhuga á nýrri hönnun, þægindum og sjálfbærni sem er að taka sér bólfestu á síkjum borgarinnar. Christopher F. Schuetze fjallaði um þessar breytingar við New York Times á dögunum. Árið 1999, þegar Karen Bosma flutti bátinn sinn fyrst til Borneokade, rétt norðaustan við miðborg Amsterdam, samanstóð hverfið aðallega af bryggjum og vannýttum vöruhúsum. „Þá var þetta fyrir fátæka,“ segir hún. „Margir listamenn bjuggu í bátum.“ Á síðustu tuttugu árum hafa Karen og eiginmaður hennar svo alið upp tvo syni í bátnum sínum, sem er 25 metra langt vöruflutningaskip frá 1912 sem búið er að taka vélina, eldsneytistankana og lestina úr. Rétt hjá skipi Karenar liggur skipið B18, 40 metra langt glæsihýsi á tveimur og hálfri hæð sem inniheldur yfir 280 fermetra íbúð. „Þetta þarf að vera skip að utan og hús að innan,“ segir Gijs Haverkate, sem bjó skipið til og býr á því með fjölskyldu sinni. Hann er hönnuður og vonast til að báturinn hans verði öðrum innblástur til að byggja á vatninu. Hann rekur fyrirtækið UrbanShips, sem byggir sérhannaða húsbáta sem líta út eins og skip. Það eru þó ekki bara fínni skip sem útskýra þá miklu hækkun sem hefur orðið á fasteignaverði í síkjunum, heldur hefur bryggjupláss líka hækkað mjög mikið í verði. Týpískt bryggjupláss á síkjum Amsterdam getur kostað rúmlega 62 milljónir króna, en það er breytilegt eftir staðsetningu og stærð. Í sumum tilvikum sitja hins vegar eldri og óuppgerð skip í þessum plássum sem eru kannski minna en þriggja milljóna króna virði.Fljótandi hús, ekki bátar Það sem virðist þó skipta fólk meira máli en verð á bryggjuplássum er arkitektúr húsbátanna. Áður fyrr voru bryggjuplássin fyllt vinnubátum sem hafði verið breytt, en nú eru sífellt fleiri pláss skipuð fljótandi húsum sem eru hönnuð til að líta út eins og skip, en hafa ekkert af búnaðinum sem þarf til siglinga. Þessi hús eru betur einangruð en bátar og bjóða upp á betri nýtingu á plássi og orku. Skip Bobs van Wely, AM 58, er gott dæmi um möguleikana sem eru fólgnir í að endurhanna bát sem heimili fyrir fjölskyldu. Skipið er 35 metra langt og var áður togari. Til að nýta bryggjuplássið sem best var ákveðið að lengja skipið um rúmlega níu metra og svo var allt tekið úr skipinu sem hafði ekki notagildi á nútíma heimili. Bob van Wely er arkitekt og hann breytti stýrishúsinu í skrifstofu og lestinni í rúmgóða stofu sem hefur að geyma píanó. Stefnið er svo yfirbyggt og þar er gestaherbergi. Báturinn er kyntur með hitadælu og sólarsellum og það er stór hitari í eldhúsinu sem heldur herbergjum heitum á veturna og hitar vatn sem vermir gólfið. „Það er hlýtt og notalegt hér, líka á veturna,“ segir Bob, sem flutti um borð með maka sínum og fjórum börnum þeirra á síðasta ári. „Maður getur haldið áfram að búa í borginni, en maður er ekki lengur í þrengslum.“ Eftir að hann lauk breytingunum á bát sínum hefur Bob sérhæft sig í húsbátum sem arkitekt.Áður fyrr voru síkin full af vinnubátum sem hafði verið breytt, en nú er sífellt meira um fljótandi hús.Erfitt að komast að Húsbáturinn var ódýrari kostur en hús fyrir Bob, en það er að mörgu leyti erfiðara og flóknara að koma sér upp heimili á síkjunum en í hefðbundnari húsakynnum. Bátar sem eru á síkjunum hafa varanlegt leyfi til að leggjast að bryggju og það er selt með bátunum. Eina leiðin til að flytja nýjan bát í síkin er ef einhver sem á bát ákveður að selja bryggjuplássið og flytja þann gamla úr borginni eða selja hann í brotajárn. Borgaryfirvöld hafa líka flóknar reglur um stærð, stíl og hönnun bátanna og þær breytast með árunum og eru ólíkar milli síkja. Eini hollenski bankinn sem hjálpar fólki að fjármagna húsbátakaup lánar líka bara fyrir bátum, en ekki bryggjuplássum. Það er líka svo gríðarlegur fjöldi báta á síkjum Amsterdam að það getur tekið mörg ár að bíða eftir að pláss losni, ef maður vill ekki kaupa bát til að fá pláss. Af ýmsum ástæðum eru margir sem nota eigið fjármagn og það stuðlar að því að í auknum mæli er það efnað fólk sem býr á síkjunum. En þrátt fyrir að þetta sé erfitt og dýrt sjá fáir eftir því að taka sér bólfestu á síkjunum í þessari fallegu og skemmtilegu borg, sem er umkringd iðandi mannlífi og laus við þrengslin sem einkenna íbúðir í miðborg Amsterdam.Það getur verið dýrt og erfitt að koma sér fyrir á síkjunum en það hefur samt líka ýmsa spennandi kosti.
Birtist í Fréttablaðinu Holland Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Sjá meira