Gerir ekki athugasemd við það ef Blaðamannafélagið leitar til Félagsdóms Sylvía Hall skrifar 8. nóvember 2019 20:00 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA. Vísir/vilhelm Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir leikreglur verkfalla nokkuð skýrar. Vinnustöðvanir líkt og þær sem náðu til blaðamanna í dag nái ekki til starfa eða starfsgreina heldur einungis félagsmannanna sjálfra. „Þetta er algjört lykilatriði því verkföll og vinnustöðvanir ná ekki til starfa eða starfsgreina heldur bara þeirra félagsmanna sem sinna tilteknum störfum og verkfallsboðun nær til hverju sinni,“ segir Halldór í samtali við Vísi. Vinnustöðvanirnar náðu til vefblaðamanna Morgunblaðsins, Fréttablaðsins, hluta fréttamanna RÚV og hjá Sýn sem fer með rekstur fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar á milli klukkan 10 og 14 í dag og voru þær fyrstu sem boðaðar eru næstu vikur. Það vakti því mikla athygli þegar fréttir fóru að birtast á vef mbl.is á meðan vefblaðamenn voru í verkfalli. Það reyndust vera blaðamenn Morgunblaðsins sem sáu um fréttaskrifin á vefnum, sem og fyrrverandi sumarstarfsmaður og lausapenni á blaðinu. Á meðan blaðamenn vefsins lögðu niður störf í samræmi við boðnar aðgerðir voru því aðrir sem gengu í þeirra störf á meðan og birtu fréttir. Þeir blaðamenn sem vinnustöðvanirnar náðu til lýstu yfir vonbrigðum sínum með málið og sögðu þetta til þess fallið að varpa rýrð á vefinn og gera deiluna þeim mun erfiðari.Sjá einnig: Blaðamenn Mbl.is svekktir með framferði ritstjóra, framkvæmdastjóra og félaga „Við undirrituð blaðamenn og fréttastjórar á frétta- og íþróttadeild mbl.is lýsum yfir vonbrigðum með þetta framferði og þau viðhorf til löglega boðaðra aðgerða sem þarna birtast. Við teljum að þetta framferði sé til þess fallið að varpa rýrð á mbl.is, ekki síst þá blaðamenn sem þar starfa og leitast eftir fremsta megni við að sinna starfi sínu af heilindum og fagmennsku.“Davíð Oddsson er annar ritstjóra Morgublaðsins.Vísir/VilhelmReglurnar skýrar Halldór Benjamín segir samtökin hafa sent út leiðbeiningar til þeirra sem vinnustöðvanirnar ná til. Þær reglur sem þar komi farm hafi verið staðfestar í dómaframkvæmd og umrædd túlkun hafi haldið í áratugi. Því miður sé það svo að aðilar deili alltaf um hvað megi og megi ekki þegar kemur að svona málum en það sé þó mikilvægt að reglum sé fylgt. „Það er lykilatriði í öllum deilum og í siðaðra manna samfélagi, að það séu einfaldlega reglur sem liggi fyrir og báðir aðilar verði að lúta þeim reglum,“ segir Halldór. Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins, var ósáttur við það að aðrir gengu í störf blaðamanna í félaginu og sagði að um skýrt verkfallsbrot væri að ræða sem yrði skotið til félagsdóms. Halldór segist ekki gera athugasemd við það ef Blaðamannafélagið kýs að leita til félagsdóms vegna málsins. „Ef vafaatriði koma upp, eða túlkunaratriði, þá geri ég ekki athugasemd við það að blaðamannafélagið skjóti þeim til félagsdóms,“ segir Halldór. Hann segist jafnframt vera vongóður um að samningar náist. „Viðræður við Blaðamannafélagið hafa ekki enn verið til lykta leiddar en ég er vongóður um að það takist eins og hefur tekist í samningaviðræðum við yfir 95% okkar viðsemjenda og ég geri ráð fyrir því að ríkissáttasemjari muni boða fund í deilunni fyrri hluta eða um miðja næstu viku.“ Fjölmiðlar Kjaramál Tengdar fréttir Stærstu vefmiðlarnir birta engar nýjar fréttir á milli klukkan 10 og 14 Klukkan tíu leggja fréttamenn, ljósmyndarar og myndatökumenn á vefmiðlum niður störf í fjóra tíma. 8. nóvember 2019 09:45 Lýsir klárum verkfallsbrotum og skilur ekkert í stjórnendum Morgunblaðsins og RÚV Fyrsta vinnustöðvun í röð verkfalla félagsfólks í Blaðamannafélagi Íslands á netmiðlum hófst klukkan tíu í morgun. Verkfallsbrot hafa verið framin á mbl.is og hjá Ríkisútvarpinu að mati Blaðamannafélagsins. 8. nóvember 2019 16:21 Ríkisútvarpið og Morgunblaðið kærð vegna meintra verkfallsbrota Fyrsta verkfall félagsmanna í Blaðamannafélagi Íslands á netmiðlum var í dag. 8. nóvember 2019 19:30 Blaðamenn Mbl.is svekktir með framferði ritstjóra, framkvæmdastjóra og félaga Verkfallsbrotin framin með vitund ritstjóra og framkvæmdastjóra. 8. nóvember 2019 16:36 Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Sjá meira
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir leikreglur verkfalla nokkuð skýrar. Vinnustöðvanir líkt og þær sem náðu til blaðamanna í dag nái ekki til starfa eða starfsgreina heldur einungis félagsmannanna sjálfra. „Þetta er algjört lykilatriði því verkföll og vinnustöðvanir ná ekki til starfa eða starfsgreina heldur bara þeirra félagsmanna sem sinna tilteknum störfum og verkfallsboðun nær til hverju sinni,“ segir Halldór í samtali við Vísi. Vinnustöðvanirnar náðu til vefblaðamanna Morgunblaðsins, Fréttablaðsins, hluta fréttamanna RÚV og hjá Sýn sem fer með rekstur fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar á milli klukkan 10 og 14 í dag og voru þær fyrstu sem boðaðar eru næstu vikur. Það vakti því mikla athygli þegar fréttir fóru að birtast á vef mbl.is á meðan vefblaðamenn voru í verkfalli. Það reyndust vera blaðamenn Morgunblaðsins sem sáu um fréttaskrifin á vefnum, sem og fyrrverandi sumarstarfsmaður og lausapenni á blaðinu. Á meðan blaðamenn vefsins lögðu niður störf í samræmi við boðnar aðgerðir voru því aðrir sem gengu í þeirra störf á meðan og birtu fréttir. Þeir blaðamenn sem vinnustöðvanirnar náðu til lýstu yfir vonbrigðum sínum með málið og sögðu þetta til þess fallið að varpa rýrð á vefinn og gera deiluna þeim mun erfiðari.Sjá einnig: Blaðamenn Mbl.is svekktir með framferði ritstjóra, framkvæmdastjóra og félaga „Við undirrituð blaðamenn og fréttastjórar á frétta- og íþróttadeild mbl.is lýsum yfir vonbrigðum með þetta framferði og þau viðhorf til löglega boðaðra aðgerða sem þarna birtast. Við teljum að þetta framferði sé til þess fallið að varpa rýrð á mbl.is, ekki síst þá blaðamenn sem þar starfa og leitast eftir fremsta megni við að sinna starfi sínu af heilindum og fagmennsku.“Davíð Oddsson er annar ritstjóra Morgublaðsins.Vísir/VilhelmReglurnar skýrar Halldór Benjamín segir samtökin hafa sent út leiðbeiningar til þeirra sem vinnustöðvanirnar ná til. Þær reglur sem þar komi farm hafi verið staðfestar í dómaframkvæmd og umrædd túlkun hafi haldið í áratugi. Því miður sé það svo að aðilar deili alltaf um hvað megi og megi ekki þegar kemur að svona málum en það sé þó mikilvægt að reglum sé fylgt. „Það er lykilatriði í öllum deilum og í siðaðra manna samfélagi, að það séu einfaldlega reglur sem liggi fyrir og báðir aðilar verði að lúta þeim reglum,“ segir Halldór. Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins, var ósáttur við það að aðrir gengu í störf blaðamanna í félaginu og sagði að um skýrt verkfallsbrot væri að ræða sem yrði skotið til félagsdóms. Halldór segist ekki gera athugasemd við það ef Blaðamannafélagið kýs að leita til félagsdóms vegna málsins. „Ef vafaatriði koma upp, eða túlkunaratriði, þá geri ég ekki athugasemd við það að blaðamannafélagið skjóti þeim til félagsdóms,“ segir Halldór. Hann segist jafnframt vera vongóður um að samningar náist. „Viðræður við Blaðamannafélagið hafa ekki enn verið til lykta leiddar en ég er vongóður um að það takist eins og hefur tekist í samningaviðræðum við yfir 95% okkar viðsemjenda og ég geri ráð fyrir því að ríkissáttasemjari muni boða fund í deilunni fyrri hluta eða um miðja næstu viku.“
Fjölmiðlar Kjaramál Tengdar fréttir Stærstu vefmiðlarnir birta engar nýjar fréttir á milli klukkan 10 og 14 Klukkan tíu leggja fréttamenn, ljósmyndarar og myndatökumenn á vefmiðlum niður störf í fjóra tíma. 8. nóvember 2019 09:45 Lýsir klárum verkfallsbrotum og skilur ekkert í stjórnendum Morgunblaðsins og RÚV Fyrsta vinnustöðvun í röð verkfalla félagsfólks í Blaðamannafélagi Íslands á netmiðlum hófst klukkan tíu í morgun. Verkfallsbrot hafa verið framin á mbl.is og hjá Ríkisútvarpinu að mati Blaðamannafélagsins. 8. nóvember 2019 16:21 Ríkisútvarpið og Morgunblaðið kærð vegna meintra verkfallsbrota Fyrsta verkfall félagsmanna í Blaðamannafélagi Íslands á netmiðlum var í dag. 8. nóvember 2019 19:30 Blaðamenn Mbl.is svekktir með framferði ritstjóra, framkvæmdastjóra og félaga Verkfallsbrotin framin með vitund ritstjóra og framkvæmdastjóra. 8. nóvember 2019 16:36 Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Sjá meira
Stærstu vefmiðlarnir birta engar nýjar fréttir á milli klukkan 10 og 14 Klukkan tíu leggja fréttamenn, ljósmyndarar og myndatökumenn á vefmiðlum niður störf í fjóra tíma. 8. nóvember 2019 09:45
Lýsir klárum verkfallsbrotum og skilur ekkert í stjórnendum Morgunblaðsins og RÚV Fyrsta vinnustöðvun í röð verkfalla félagsfólks í Blaðamannafélagi Íslands á netmiðlum hófst klukkan tíu í morgun. Verkfallsbrot hafa verið framin á mbl.is og hjá Ríkisútvarpinu að mati Blaðamannafélagsins. 8. nóvember 2019 16:21
Ríkisútvarpið og Morgunblaðið kærð vegna meintra verkfallsbrota Fyrsta verkfall félagsmanna í Blaðamannafélagi Íslands á netmiðlum var í dag. 8. nóvember 2019 19:30
Blaðamenn Mbl.is svekktir með framferði ritstjóra, framkvæmdastjóra og félaga Verkfallsbrotin framin með vitund ritstjóra og framkvæmdastjóra. 8. nóvember 2019 16:36