Greg Hardy fær alvöru andstæðing í Rússlandi Pétur Marinó Jónsson skrifar 9. nóvember 2019 10:00 Greg Hardy í sínum síðasta bardaga þann 18. október. Vísir/Getty UFC er með bardagakvöld í Rússlandi í kvöld. Hinn umdeildi Greg Hardy fær þar sinn erfiðasta bardaga til þessa. Greg Hardy er einn umdeildasti leikmaður seinni tíma í NFL-deildinni en hann var dæmdur í tíu leikja bann árið 2014 fyrir að ganga í skrokk á kærustunni sinni. UFC hefur þrátt fyrir það gefið honum tækifæri og berst hann sinn fimmta bardaga í UFC í kvöld. Andstæðingar Hardy hafa verið sérstaklega valdir fyrir hann en margir þeirra hafa átt lítið erindi á toppinn í UFC. Hardy barðist síðast í október og sigraði eftir dómaraákvörðun en bardaginn var síðan dæmdur ógildur þar sem Hardy notaði úðatæki (e. Inhaler) milli lotna sem er bannað. Hardy vildi því fara aftur í búrið sem fyrst og mætir Alexander Volkov í kvöld. Hardy tók bardagann með 17 daga fyrirvara eftir að upprunalegi andstæðingur Volkov meiddist. Volkov er á topp 10 í þungavigtinni í UFC í dag og loksins er því hægt að segja að Hardy sé að fá alvöru andstæðing. Volkov er 30-7 í MMA en Hardy 5-1 (1) og er því mikill reynslumunur á köppunum. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Zabit Magomedsharipov og Calvin Kattar í fjaðurvigt. Zabit hefur lengi verið spáð mikilli velgengni í UFC og hefur hann unnið alla fimm bardaga sína í UFC. Með sigri í kvöld verður hann kominn ansi nálægt titilbardaga og gæti fengið titilbardaga á næsta ári. Zabit verður á heimavelli í kvöld og fær væntanlega frábæran stuðning í Moskvu. Upphaflega átti bardaginn að fara fram í Boston í heimaborg Kattar en vegna sýkingar Zabit var bardaganum frestað um mánuð og fer þess í stað fram í Rússlandi. Bardagakvöldið verður sýnt á Stöð 2 Sport 3 en bein útsending hefst kl. 19:00. MMA Tengdar fréttir Hardy fer aftur í búrið í næsta mánuði Hinn umdeildi Greg Hardy mun berjast öðru sinni fyrir UFC þann 27. apríl er hann mætir rússneskum andstæðingi. 4. mars 2019 22:30 Dana: Ég tek ekki þátt í þessu kjaftæði með ykkur Fyrrum leikmaður Dallas Cowboys, Greg Hardy, þreytir frumraun sína hjá UFC um helgina. UFC hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir að semja við Hardy sem á skrautlega fortíð. 18. janúar 2019 13:00 Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Fótbolti Joshua kjálkabraut Paul Sport Fleiri fréttir Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Sjá meira
UFC er með bardagakvöld í Rússlandi í kvöld. Hinn umdeildi Greg Hardy fær þar sinn erfiðasta bardaga til þessa. Greg Hardy er einn umdeildasti leikmaður seinni tíma í NFL-deildinni en hann var dæmdur í tíu leikja bann árið 2014 fyrir að ganga í skrokk á kærustunni sinni. UFC hefur þrátt fyrir það gefið honum tækifæri og berst hann sinn fimmta bardaga í UFC í kvöld. Andstæðingar Hardy hafa verið sérstaklega valdir fyrir hann en margir þeirra hafa átt lítið erindi á toppinn í UFC. Hardy barðist síðast í október og sigraði eftir dómaraákvörðun en bardaginn var síðan dæmdur ógildur þar sem Hardy notaði úðatæki (e. Inhaler) milli lotna sem er bannað. Hardy vildi því fara aftur í búrið sem fyrst og mætir Alexander Volkov í kvöld. Hardy tók bardagann með 17 daga fyrirvara eftir að upprunalegi andstæðingur Volkov meiddist. Volkov er á topp 10 í þungavigtinni í UFC í dag og loksins er því hægt að segja að Hardy sé að fá alvöru andstæðing. Volkov er 30-7 í MMA en Hardy 5-1 (1) og er því mikill reynslumunur á köppunum. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Zabit Magomedsharipov og Calvin Kattar í fjaðurvigt. Zabit hefur lengi verið spáð mikilli velgengni í UFC og hefur hann unnið alla fimm bardaga sína í UFC. Með sigri í kvöld verður hann kominn ansi nálægt titilbardaga og gæti fengið titilbardaga á næsta ári. Zabit verður á heimavelli í kvöld og fær væntanlega frábæran stuðning í Moskvu. Upphaflega átti bardaginn að fara fram í Boston í heimaborg Kattar en vegna sýkingar Zabit var bardaganum frestað um mánuð og fer þess í stað fram í Rússlandi. Bardagakvöldið verður sýnt á Stöð 2 Sport 3 en bein útsending hefst kl. 19:00.
MMA Tengdar fréttir Hardy fer aftur í búrið í næsta mánuði Hinn umdeildi Greg Hardy mun berjast öðru sinni fyrir UFC þann 27. apríl er hann mætir rússneskum andstæðingi. 4. mars 2019 22:30 Dana: Ég tek ekki þátt í þessu kjaftæði með ykkur Fyrrum leikmaður Dallas Cowboys, Greg Hardy, þreytir frumraun sína hjá UFC um helgina. UFC hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir að semja við Hardy sem á skrautlega fortíð. 18. janúar 2019 13:00 Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Fótbolti Joshua kjálkabraut Paul Sport Fleiri fréttir Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Sjá meira
Hardy fer aftur í búrið í næsta mánuði Hinn umdeildi Greg Hardy mun berjast öðru sinni fyrir UFC þann 27. apríl er hann mætir rússneskum andstæðingi. 4. mars 2019 22:30
Dana: Ég tek ekki þátt í þessu kjaftæði með ykkur Fyrrum leikmaður Dallas Cowboys, Greg Hardy, þreytir frumraun sína hjá UFC um helgina. UFC hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir að semja við Hardy sem á skrautlega fortíð. 18. janúar 2019 13:00