Búið að semja um laun áður en nokkur flugliði hefur verið ráðinn Drífa Snædal skrifar 8. nóvember 2019 14:21 Það er fátt sem landinn kann betur að meta en ódýr flugfargjöld til útlanda. En ef fargjaldið er of lágt eru það aðrir sem greiða flugmiðann. Í fréttum í gær var greint frá því að launakostnaður hins nýja flugfélags Play yrði 27-37% minni en var hjá WOW air. Aðaleigandi og forstjóri þess flugfélags sem fór svo eftirminnilega á hausinn í mars síðastliðnum og kostaði 2000 manns vinnuna sagði launakostnaðinn hafa farið með félagið á hausinn. Ekkert er fjær lagi eins og alþjóð veit – hann var alveg einfær um að koma því á hausinn. En það er full ástæða til að velta því fyrir sér hvernig hægt verður að greiða enn lægra verð fyrir vinnuframlag en gert var hjá WOW og nú er gert hjá Icelandair. Ýmsar vísbendingar hafa komið fram í kynningarefni fyrir fjárfesta þar sem á að vera „betri nýting“ á áhöfnum, sem sagt meiri vinna fyrir sömu laun. Vísað er í kjör sem flugliðum býðst á Írlandi en það hefur hingað til verið bækistöð flugfélaga sem halda kostnaði niðri með lágum launum og mikilli vinnu. Það sem vekur verulegar áhyggjur er að stéttarfélag hefur samið um kaup fyrir flugliða áður en nokkur flugliði hefur verið ráðinn og erfitt að sjá hvort einhver flugliði hafi komið að eigin samningi. Það eru því sannanlega ekki fulltrúar stéttarinnar sem semja um kaup og kjör heldur standa frammi fyrir orðnum hlut. Þetta brýtur í bága við allar grunnstoðir stéttarfélaga og rétt þeirra til þess að tryggja hagsmuni félagsmanna sinna með kjarasamningum. Grunnhugsunin er að vinnandi fólk kemur sér saman í stéttarfélag, kýs sér fulltrúa sem setjast svo við samningaborðið. Stéttarfélögin bindast svo heildarsamtökum til að búa til enn meiri slagkraft og njóta samstöðunnar þegar í harðbakkann slær. Það er væntanlega óþarfi að rifja upp hversu miklu máli þetta skipti þegar WOW fór á hausinn og ASÍ gat hlaupið undir bagga með Flugfreyjufélaginu sem greiddi félagsmönnum fyrir fram upp í kröfur þeirra á ábyrgðasjóð launa til að tryggja að fólk hefði til hnífs og skeiðar þegar launagreiðslur brugðust. Það er skýr krafa til nýrra fyrirtækja á markaði að þau virði leikreglur hins íslenska vinnumarkaðar. Undirboð í kjörum kemur öllum við og bitnar á endanum á samfélaginu öllu, bæði launafólki og þeim fyrirtækjum sem virða leikreglur. Góða helgi, Drífa.Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Fréttir af flugi Play Vinnumarkaður Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það er fátt sem landinn kann betur að meta en ódýr flugfargjöld til útlanda. En ef fargjaldið er of lágt eru það aðrir sem greiða flugmiðann. Í fréttum í gær var greint frá því að launakostnaður hins nýja flugfélags Play yrði 27-37% minni en var hjá WOW air. Aðaleigandi og forstjóri þess flugfélags sem fór svo eftirminnilega á hausinn í mars síðastliðnum og kostaði 2000 manns vinnuna sagði launakostnaðinn hafa farið með félagið á hausinn. Ekkert er fjær lagi eins og alþjóð veit – hann var alveg einfær um að koma því á hausinn. En það er full ástæða til að velta því fyrir sér hvernig hægt verður að greiða enn lægra verð fyrir vinnuframlag en gert var hjá WOW og nú er gert hjá Icelandair. Ýmsar vísbendingar hafa komið fram í kynningarefni fyrir fjárfesta þar sem á að vera „betri nýting“ á áhöfnum, sem sagt meiri vinna fyrir sömu laun. Vísað er í kjör sem flugliðum býðst á Írlandi en það hefur hingað til verið bækistöð flugfélaga sem halda kostnaði niðri með lágum launum og mikilli vinnu. Það sem vekur verulegar áhyggjur er að stéttarfélag hefur samið um kaup fyrir flugliða áður en nokkur flugliði hefur verið ráðinn og erfitt að sjá hvort einhver flugliði hafi komið að eigin samningi. Það eru því sannanlega ekki fulltrúar stéttarinnar sem semja um kaup og kjör heldur standa frammi fyrir orðnum hlut. Þetta brýtur í bága við allar grunnstoðir stéttarfélaga og rétt þeirra til þess að tryggja hagsmuni félagsmanna sinna með kjarasamningum. Grunnhugsunin er að vinnandi fólk kemur sér saman í stéttarfélag, kýs sér fulltrúa sem setjast svo við samningaborðið. Stéttarfélögin bindast svo heildarsamtökum til að búa til enn meiri slagkraft og njóta samstöðunnar þegar í harðbakkann slær. Það er væntanlega óþarfi að rifja upp hversu miklu máli þetta skipti þegar WOW fór á hausinn og ASÍ gat hlaupið undir bagga með Flugfreyjufélaginu sem greiddi félagsmönnum fyrir fram upp í kröfur þeirra á ábyrgðasjóð launa til að tryggja að fólk hefði til hnífs og skeiðar þegar launagreiðslur brugðust. Það er skýr krafa til nýrra fyrirtækja á markaði að þau virði leikreglur hins íslenska vinnumarkaðar. Undirboð í kjörum kemur öllum við og bitnar á endanum á samfélaginu öllu, bæði launafólki og þeim fyrirtækjum sem virða leikreglur. Góða helgi, Drífa.Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun